Innlent

Já­kvæð gagn­vart nýrri at­vinnu­stefnu

Formaður VR og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segjast jákvæðir gagnvart nýrri atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar. Hins vegar þurfi enn að huga að nokkrum hlutum líkt og hverjir eigi að vinna störfin.

Innlent

Frá­bær og vel heppnuð Ljósanótt

Ljósanótt í Reykjanesbæ náði hápunkti sínum í gærkvöldi með stórtónleikum, sem haldnir voru undir berum himni og glæsilegri flugeldasýningu. Hátíðinni lýkur í kvöld með Ljósanæturmessu með Bjartmari Guðlaugssyni.

Innlent

Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael

Utanríkisráðherra mun halda á fund utanríkismálanefndar á morgun til að kynna mögulegar aðgerðir gegn Ísrael vegna ástandsins á Gaza. Meðal þess sem verður rætt er sá möguleika að slíta fríverslunarsamningi við Ísrael. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum

Innlent

Fanga­geymslur fullar eftir eril­sama nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt og voru allar fangageymslur á Hverfisgötu fullar í morgun eftir eril næturinnar. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir, fíkniefnalagabrot og ofurölvi menn til vandræða.

Innlent

Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum

Mikill hugur er í kornbændum þessa dagana enda reiknað með mikill kornuppskeru í haust en ræktunin fer fram á um fjögur þúsund hekturum. Þá er verið að gera ýmsar tilraunir með ræktun á mismunandi korni og hveiti í Gunnarsholti á Rangárvöllum.

Innlent

Kennir ís­lensku en fær ekki ríkis­borgararétt að ó­breyttu

Roberto Luigi Pagani, Ítali sem hefur búið á Íslandi síðan 2014 og hefur starfað meðal annars við kennslu í íslenskum handritafræðum og forníslensku við Háskóla Íslands, fékk ekki samþykkta umsókn um íslenskan ríkisborgararétt vegna þess að hann hafði ekki tilskilið próf í íslensku. Hann segir málið leiðinlegt skrifræðisatriði sem er vonandi hægt að leysa.

Innlent

Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukku­stundir

Mótmælin Þjóð gegn þjóðarmorði hefjast klukkan tvö um allt land en komið verður saman í sjö bæjarfélögum. Skipuleggjandi á Akureyri segist finna fyrir miklum meðbyr. Nöfn myrtra barna í Ísrael og Palestínu verða lesin upp í Glerárkirkju sem mun taka allan dag.

Innlent

Eygir vonar­neista í fyrsta sinn í marga mánuði

Forstjóri PCC á Bakka segist eygja vonarneista í fyrsta sinn um langt skeið fyrir áframhaldandi rekstur fyrirtækisins í kjölfar ákvörðunar fjármálaráðuneytisins um að hefja rannsókn á meintu undirboði. Tíminn vinni ekki með fyrirtækinu og biðlar hann til stjórnvalda að setja á bráðabirgðatolla á meðan rannsókn stendur yfir.

Innlent

Segir dregið úr veiðum á grund­velli „Walt Disneylíffræði“

Sigurjón Þórðarson, líffræðingur og þingmaður Flokks fólksins, segir að sveiflur í villtum dýrastofnum séu ofureðlilegar og það sé mikil rörsýn að ætla kenna afar takmörkuðum veiðum um ris og hnig lundastofnsins. Það sé langsótt að segja að lundastofninn sé í hættu, og þeir sem beiti sér fyrir því að minnka veiðar geri það á grundvelli svokallaðrar Walt Disneylíffræði.

Innlent

Ár­borg girnist svæði Flóahrepps

Bæjarráð Árborgar hefur óskað eftir samræðum við Flóahrepp um mögulega tilfærslu sveitarfélagamarkanna og til að ræða mögulega ávinninga við sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Mörkin milli sveitarfélaganna liggja alveg við Selfoss svo að golfvöllur Golfklúbbs Selfoss er í öðru sveitarfélagi en bærinn sem hann er kenndur við.

Innlent

Sendu kæligáma til Úkraínu

Íslensk stjórnvöld hafa afhent stjórnvöldum í Kænugarði kæligáma sem notaðir verða til að varðveita líkamsleifar fallinna hermanna. Gámarnir eru nú þegar komnir til landsins.

Innlent

Lang­flestir lög­reglu­menn á Suður­nesjum

Hlutfallslega eru langflestir lögreglumenn í embætti Lögreglunnar á Suðurnesjum samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Meirihlutinn af þeim fimmtíu nýju stöðugildum innan lögreglunnar sem dómsmálaráðherra boðaði í vor fara til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent

Í­búar mót­mæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnars­brekku

Íbúar við Laugarásveg og í kring mótmæla byggingu nýs tvíbýlishúss á lóð við svokallað Gunnarshús. Þar er vinsæl sleðabrekka og samkomustaður fyrir börn og fullorðna í hverfinu. Rithöfundasamband Íslands, sem rekið er í Gunnarshúsi, tekur undir mótmælin. Framkvæmdastjóri segist frekar vilja börn en byggingu á lóðinni.

Innlent

Reyndi að stinga lög­reglu af á buggy

Ökumaður buggy bifreiðar reyndi að komast undan lögreglu akandi þegar lögregla reyndi að gefa sig á tal við hann í nótt. Hann var að lokum stöðvaður og handtekinn grunaður um fjölda umferðarlagabrota.

Innlent