Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendur sem fréttastofa ræddi við ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukin þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Þá ætlar einn að taka kjallarann heima hjá sér algjörlega í gegn Innlent 3.2.2025 22:03 Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Um hálfáttaleytið í kvöld varð tveggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi við Rauðavatn í Reykjavík. Innlent 3.2.2025 20:35 Eldur kom upp í matarvagni Eldur kom upp í matarvagni í Kópavogi. Tilkynning barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fyrir skemmstu og eru slökkviliðsmenn á leiðinni á vettvang. Innlent 3.2.2025 20:30 Vígðu bleikan bekk við skólann Bleikur bekkur var vígður í Verzlunarskóla Íslands í morgun til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, sem lést eftir stunguárás á menningarnótt. Bryndís Klara hefði orðið átján ára í gær og voru að því tilefni styrkir veittir úr minningarsjóði hennar í fyrsta sinn. Innlent 3.2.2025 20:02 Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, ætlar ekki að sækjast eftir því að verða formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. Innlent 3.2.2025 19:41 Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að 20 prósenta launahækkun hafi staðið kennurum til boða en að því hafi þeir hafnað. Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna kennaraverkfalls. Innlent 3.2.2025 19:07 Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna kennaraverkfalls. Nemendur sem fréttastofa heimsótti ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukinn þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Innlent 3.2.2025 18:07 Ríkisstjórnin sýndi á spilin Á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag kynntu formenn stjórnarflokkanna fyrstu verk ríkisstjórnarinnar og sögðu frá þingmálaskrá fyrir vorþingið. Innlent 3.2.2025 18:01 Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra um að stöðugildum innan lögreglu verði fjölgað um fimmtíu og að fjölgunin komi til framkvæmda þegar á þessu ári. Innlent 3.2.2025 16:15 Stefna kennurum Samband íslenskra sveitarfélaga hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn Kennarasambandi Íslands og krefst þess að verkföll Kennarasambandsins, sem nú hafa skollið á að nýju, verði dæmd ólögmæt. Innlent 3.2.2025 15:35 Söguleg skipun Agnesar E. Agnes Eide Kristínardóttir hefur verið skipuð yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún er fyrsta konan til að gegna stöðu yfirlögregluþjóns hjá embættinu. Á sama tíma er stokkað upp í stöðum aðstoðaryfirlögregluþjóna. Innlent 3.2.2025 15:18 Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fimm manns með íslenskan ríkisborgararétt voru undir lok síðasta árs á lista yfirvalda í Bandaríkjunum yfir þá sem hafa fengið höfnun um dvalarleyfi og á að vísa úr landi. Í heildina eru tæp ein og hálf milljón manna á listanum. Innlent 3.2.2025 14:38 Fjögur í framboði til formanns VR Fjögur framboð bárust til formanns VR. Framboðsfrestur rann út á hádegi í dag. Kosningar hefjast klukkan tíu að morgni fimmtudagsins 6. mars og þeim lýkur klukkan tólf á hádegi fimmtudaginn 13. mars. Einnig verður kosið í stjórn, varastjórn og trúnaðarráð. Innlent 3.2.2025 13:57 Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Ríkissáttasemjari segir að kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga hafi strandað á að kennarar hafi viljað meiri innspýtingar í virðismat á kennarastafinu en kom fram í innanhússtillögu hans. Fulltrúi í samninganefnd kennara taldi að kjaradeilan myndi leysast í gær. Hann telur að pólitík hafi spillt fyrir. Innlent 3.2.2025 12:41 Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Kona sem starfaði sem verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands hefur verið ákærð fyrir að koma því til leiðar að stofnunin greiddi eiginmanni hennar og tveimur sonum alls 156 milljónir króna. Synirnir sæta einnig ákæru fyrir peningaþvætti en þeir millifærðu þorra fjárins inn á reikninga móður sinnar. Innlent 3.2.2025 11:57 Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Hátt í tvö hundruð manns hafa tilkynnt um veikindi eftir að hafa sótt þorrablót á Suðurlandi um helgina. Sama veisluþjónusta kom að báðum þorrablótum, en sýni úr matvælum eru enn til rannsóknar. Innlent 3.2.2025 11:54 Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Haraldur Eiríksson, leigutaki Laxár í Kjós og Bugðu, telur stjórnsýsluna á afar furðulegu róli er varðar leyfisveitingar til handa rannsóknarfyrirtækinu Rastar sem Haraldur segir að vilji sturta 20 tonnum af vítissóda í Hvalfjörð. Innlent 3.2.2025 11:49 Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Í hádegisfréttum fjöllum við um verkföllin í grunn- og leikskólum víða um land sem nú eru skollin á. Innlent 3.2.2025 11:34 Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins kynna verkefnalista ríkisstjórnarflokkanna á vorþingi á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum. Innlent 3.2.2025 11:08 Nefndin einróma um kosningarnar Undirbúningsnefnd Alþingis er einróma um að niðurstöður Alþingiskosninganna 30. nóvember standa. Formaður nefndarinnar segir fulltrúa allra flokka hafa verið málefnalega við vinnuna og tekið hlutverk sitt af mikilli ábyrgð. Innlent 3.2.2025 10:17 Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara telur að Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sé hæfastur umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Jónas Þór Guðmundsson er talinn hæfastur sem dómari við Héraðsdóm Reykjaness. Innlent 3.2.2025 09:52 Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ekki rétt, eins og kom fram í frétt á Vísi og viðtali við Sigurjón Þórðarson, þingmann Flokks fólksins, að það varði brot á siðareglum Alþingis að Sigurjón fjalli um málaflokkinn sjávarútveg í heild sinni sem formaður atvinnuveganefndar, en það geti mögulega varðað brot á siðareglum Alþingis fjalli hann um strandveiðar sem formaður nefndarinnar. Innlent 3.2.2025 08:44 Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Verkföll eru á ný skollin á meðal félagsmanna Kennarasambands Íslands í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum víðsvegar um land. Innlent 3.2.2025 07:20 Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Formaður starfshóps sem Hafnarfjarðarbær hefur skipað til að finna staðsetningu fyrir nýjan golfvöll segist líta til þess að hann verði að almennu útivistarsvæði fyrir bæjarbúa. Báðir golfklúbbar bæjarins eru áhugasamir um að reka nýjan völl. Innlent 3.2.2025 07:00 Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um tíuleytið í kvöld án þess að samningar næðust. Verkföll hefjast í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum í fyrramálið. Innlent 2.2.2025 22:39 Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, segir að hagsmunir sínir af strandveiðibáti í hans eigu séu óverulegir. Hann efast stórlega um að hann sé vanhæfur til að setja lög um sjávarútveg, en hann verður tilnefndur sem formaður atvinnuveganefndar þegar þing kemur saman, þar sem til stendur að semja löggjöf um eflingu strandveiða. Þá segir hann ekkert rangt við hagsmunaskráningu sína sem hafi verið fyllt út árið 2023. Innlent 2.2.2025 22:09 Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Félagsmálaráðuneytið hefur trassað í marga mánuði að svara Umboðsmanni Alþingis um breytt fyrirkomulag réttindagæslu fatlaðs fólks og hefur nú kallað eftir svörum á nýjan leik. Heildarsamtök fatlaðs fólks hafa gert alvarlegar athugasemdir við breytingarnar en lögmaður segir ljóst að stjórnvöld forgangsraði ekki þessum viðkvæma hópi fólks. Innlent 2.2.2025 21:02 Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að sagan sýni að tollastríð séu aldrei af hinu góða og gagnist engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún segir að gott samband okkar við Bandaríkin hafi verið okkur gríðarlega dýrmætt og mikilvægt sé að samskipti þar á milli séu góð. Ekkert bendi enn til þess að Ísland lendi í tollaálögum Trumps. Innlent 2.2.2025 20:32 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Íbúar og fulltrúar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar ráða sér ekki yfir kæti þessa dagana því í þorpinu í Reykholti voru að finnast tuttugu sekúndu lítrar af hundrað gráðu heitu vatni í fyrstu tilraun með jarðbornum Trölla. Innlent 2.2.2025 20:04 „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Foreldri leikskólabarns á Seltjarnarnesi finnst að kennarar ættu að fara í enn stærra verkfall til að auka slagkraftinn ef samningar nást ekki í dag. Engin niðurstaða liggur fyrir í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Innlent 2.2.2025 19:27 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
„Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendur sem fréttastofa ræddi við ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukin þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Þá ætlar einn að taka kjallarann heima hjá sér algjörlega í gegn Innlent 3.2.2025 22:03
Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Um hálfáttaleytið í kvöld varð tveggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi við Rauðavatn í Reykjavík. Innlent 3.2.2025 20:35
Eldur kom upp í matarvagni Eldur kom upp í matarvagni í Kópavogi. Tilkynning barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fyrir skemmstu og eru slökkviliðsmenn á leiðinni á vettvang. Innlent 3.2.2025 20:30
Vígðu bleikan bekk við skólann Bleikur bekkur var vígður í Verzlunarskóla Íslands í morgun til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, sem lést eftir stunguárás á menningarnótt. Bryndís Klara hefði orðið átján ára í gær og voru að því tilefni styrkir veittir úr minningarsjóði hennar í fyrsta sinn. Innlent 3.2.2025 20:02
Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, ætlar ekki að sækjast eftir því að verða formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. Innlent 3.2.2025 19:41
Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að 20 prósenta launahækkun hafi staðið kennurum til boða en að því hafi þeir hafnað. Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna kennaraverkfalls. Innlent 3.2.2025 19:07
Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna kennaraverkfalls. Nemendur sem fréttastofa heimsótti ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukinn þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Innlent 3.2.2025 18:07
Ríkisstjórnin sýndi á spilin Á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag kynntu formenn stjórnarflokkanna fyrstu verk ríkisstjórnarinnar og sögðu frá þingmálaskrá fyrir vorþingið. Innlent 3.2.2025 18:01
Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra um að stöðugildum innan lögreglu verði fjölgað um fimmtíu og að fjölgunin komi til framkvæmda þegar á þessu ári. Innlent 3.2.2025 16:15
Stefna kennurum Samband íslenskra sveitarfélaga hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn Kennarasambandi Íslands og krefst þess að verkföll Kennarasambandsins, sem nú hafa skollið á að nýju, verði dæmd ólögmæt. Innlent 3.2.2025 15:35
Söguleg skipun Agnesar E. Agnes Eide Kristínardóttir hefur verið skipuð yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún er fyrsta konan til að gegna stöðu yfirlögregluþjóns hjá embættinu. Á sama tíma er stokkað upp í stöðum aðstoðaryfirlögregluþjóna. Innlent 3.2.2025 15:18
Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fimm manns með íslenskan ríkisborgararétt voru undir lok síðasta árs á lista yfirvalda í Bandaríkjunum yfir þá sem hafa fengið höfnun um dvalarleyfi og á að vísa úr landi. Í heildina eru tæp ein og hálf milljón manna á listanum. Innlent 3.2.2025 14:38
Fjögur í framboði til formanns VR Fjögur framboð bárust til formanns VR. Framboðsfrestur rann út á hádegi í dag. Kosningar hefjast klukkan tíu að morgni fimmtudagsins 6. mars og þeim lýkur klukkan tólf á hádegi fimmtudaginn 13. mars. Einnig verður kosið í stjórn, varastjórn og trúnaðarráð. Innlent 3.2.2025 13:57
Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Ríkissáttasemjari segir að kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga hafi strandað á að kennarar hafi viljað meiri innspýtingar í virðismat á kennarastafinu en kom fram í innanhússtillögu hans. Fulltrúi í samninganefnd kennara taldi að kjaradeilan myndi leysast í gær. Hann telur að pólitík hafi spillt fyrir. Innlent 3.2.2025 12:41
Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Kona sem starfaði sem verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands hefur verið ákærð fyrir að koma því til leiðar að stofnunin greiddi eiginmanni hennar og tveimur sonum alls 156 milljónir króna. Synirnir sæta einnig ákæru fyrir peningaþvætti en þeir millifærðu þorra fjárins inn á reikninga móður sinnar. Innlent 3.2.2025 11:57
Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Hátt í tvö hundruð manns hafa tilkynnt um veikindi eftir að hafa sótt þorrablót á Suðurlandi um helgina. Sama veisluþjónusta kom að báðum þorrablótum, en sýni úr matvælum eru enn til rannsóknar. Innlent 3.2.2025 11:54
Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Haraldur Eiríksson, leigutaki Laxár í Kjós og Bugðu, telur stjórnsýsluna á afar furðulegu róli er varðar leyfisveitingar til handa rannsóknarfyrirtækinu Rastar sem Haraldur segir að vilji sturta 20 tonnum af vítissóda í Hvalfjörð. Innlent 3.2.2025 11:49
Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Í hádegisfréttum fjöllum við um verkföllin í grunn- og leikskólum víða um land sem nú eru skollin á. Innlent 3.2.2025 11:34
Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins kynna verkefnalista ríkisstjórnarflokkanna á vorþingi á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum. Innlent 3.2.2025 11:08
Nefndin einróma um kosningarnar Undirbúningsnefnd Alþingis er einróma um að niðurstöður Alþingiskosninganna 30. nóvember standa. Formaður nefndarinnar segir fulltrúa allra flokka hafa verið málefnalega við vinnuna og tekið hlutverk sitt af mikilli ábyrgð. Innlent 3.2.2025 10:17
Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara telur að Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sé hæfastur umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Jónas Þór Guðmundsson er talinn hæfastur sem dómari við Héraðsdóm Reykjaness. Innlent 3.2.2025 09:52
Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ekki rétt, eins og kom fram í frétt á Vísi og viðtali við Sigurjón Þórðarson, þingmann Flokks fólksins, að það varði brot á siðareglum Alþingis að Sigurjón fjalli um málaflokkinn sjávarútveg í heild sinni sem formaður atvinnuveganefndar, en það geti mögulega varðað brot á siðareglum Alþingis fjalli hann um strandveiðar sem formaður nefndarinnar. Innlent 3.2.2025 08:44
Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Verkföll eru á ný skollin á meðal félagsmanna Kennarasambands Íslands í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum víðsvegar um land. Innlent 3.2.2025 07:20
Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Formaður starfshóps sem Hafnarfjarðarbær hefur skipað til að finna staðsetningu fyrir nýjan golfvöll segist líta til þess að hann verði að almennu útivistarsvæði fyrir bæjarbúa. Báðir golfklúbbar bæjarins eru áhugasamir um að reka nýjan völl. Innlent 3.2.2025 07:00
Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um tíuleytið í kvöld án þess að samningar næðust. Verkföll hefjast í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum í fyrramálið. Innlent 2.2.2025 22:39
Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, segir að hagsmunir sínir af strandveiðibáti í hans eigu séu óverulegir. Hann efast stórlega um að hann sé vanhæfur til að setja lög um sjávarútveg, en hann verður tilnefndur sem formaður atvinnuveganefndar þegar þing kemur saman, þar sem til stendur að semja löggjöf um eflingu strandveiða. Þá segir hann ekkert rangt við hagsmunaskráningu sína sem hafi verið fyllt út árið 2023. Innlent 2.2.2025 22:09
Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Félagsmálaráðuneytið hefur trassað í marga mánuði að svara Umboðsmanni Alþingis um breytt fyrirkomulag réttindagæslu fatlaðs fólks og hefur nú kallað eftir svörum á nýjan leik. Heildarsamtök fatlaðs fólks hafa gert alvarlegar athugasemdir við breytingarnar en lögmaður segir ljóst að stjórnvöld forgangsraði ekki þessum viðkvæma hópi fólks. Innlent 2.2.2025 21:02
Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að sagan sýni að tollastríð séu aldrei af hinu góða og gagnist engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún segir að gott samband okkar við Bandaríkin hafi verið okkur gríðarlega dýrmætt og mikilvægt sé að samskipti þar á milli séu góð. Ekkert bendi enn til þess að Ísland lendi í tollaálögum Trumps. Innlent 2.2.2025 20:32
100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Íbúar og fulltrúar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar ráða sér ekki yfir kæti þessa dagana því í þorpinu í Reykholti voru að finnast tuttugu sekúndu lítrar af hundrað gráðu heitu vatni í fyrstu tilraun með jarðbornum Trölla. Innlent 2.2.2025 20:04
„Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Foreldri leikskólabarns á Seltjarnarnesi finnst að kennarar ættu að fara í enn stærra verkfall til að auka slagkraftinn ef samningar nást ekki í dag. Engin niðurstaða liggur fyrir í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Innlent 2.2.2025 19:27