Golf

Tinna ætlar að fá nafn sitt að nýju á bikarinn

Tinna Jóhannsdóttir úr Keili hefur sigrað einu sinni á Íslandsmótinu í höggleik og hún stefnir á að fá nafnið sitt ritað á ný á verðlaunagripinn að loknu mótinu Strandarvelli á Hellu. Tinna hefur ekki náð sér á strik á þessu tímabili en hún er þrátt fyrir það bjartsýn á góðan árangur á mótinu.

Golf

Birgir Leifur ætlar sér að verða sá sigursælasti frá upphafi

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, stefnir á að landa fimmta Íslandsmeistaratitlinum á Íslandsmótinu í höggleik sem hófst í morgun á Strandarvelli á Hellu. Bigir hefur fjórum sinnum fagnað sigri á þessu móti og síðast árið 2010. Birgir segir að hann hafi sett sér það markmið að bæta metið sem þeir Björgvin Þorsteinsson og Úlfar Jónsson eiga – en þeir sigruðu sex sinnum á Íslandsmótinu í höggleik á sínum tíma.

Golf

Axel Bóasson: Hef undirbúið mig vel

Axel Bóasson hefur titil að verja á Íslandsmótinu í höggleik sem hefst á morgun, fimmtudag, á Strandarvelli á Hellu. Axel, sem er 22 ára gamall, hampaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn á Hólmsvelli i Leiru í fyrra.

Golf

Óskar, formaður GHR: Presturinn í klúbbnum samdi við veðurguðina

Íslandsmótið í höggleik 2012 fer fram dagana 26.-29. júlí á Strandavelli og er í umsjá Golfklúbbs Hellu. Óskar Pálsson er formaður Golfklúbbs Hellu segir það vera mikla tilhlökkun meðal klúbbsmeðlima að fá að taka á móti öllum bestu kylfingum landsins. Sigurður Elvar Þórólfsson ræddi við hann á kynningarfundi fyrir mótið sem haldinn var í dag.

Golf

Færri komust að en vildu

Íslandsmótið í höggleik í golfi hefst á fimmtudaginn og fer mótið fram á Strandarvelli á Hellu að þessu sinni. Axel Bóasson úr Keili og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hafa titla að verja á mótinu.

Golf

Tvöfaldur Skolli: Hvernig er best að leika Strandarvöll?

Íslandsmótið í höggleik í golfi fer fram á Strandarvelli á Hellu. Keppni hefst fimmtudaginn 26. júlí og eru allir bestu kylfingar landsins á meðal keppenda. Logi Bergmann og Þorsteinn Hallgrímsson fóru yfir það hvernig best er að leika Strandarvöll í þættinum Tvöfaldur Skolli sem sýndur er á Stöð 2 sport.

Golf

Adam Scott segist ekki hafa farið á taugum

Ástralski kylfingurinn Adam Scott segir að hann hafi ekki farið á taugum á síðustu holunum á lokakeppnisdegi opna breska meistaramótsins. Scott lék síðustu fjórar holurnar á fjórum höggum yfir pari og Ernie Els frá Suður-Afríku tryggði sér sigurinn á stórmótinu.

Golf

Gísli og Henning tryggðu sér sigur í rigningunni

Gísli Sveinbergsson og Henning Darri Þórðarson, báðir úr GK, fögnuðu sigri í unglingaflokkum drengja á Íslandsmótinu í höggleik sem lauk á Kiðjabergsvelli í kvöld. Gísli sigraði í flokki drengja 15-16 ára en Henning í flokki 14 ára og yngri.

Golf

Ólafía Þórunn og Signý meðal efstu í Silkeborg

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR og Signý Arnórsdóttir GK komust báðar í gegnum niðurskurðinn á Dilac-mótinu en keppt er í Silkeborg í Danmörku. Berglind Björnsdóttir GR náði ekki í gegnum niðurskurðinn.

Golf

Guðrún Brá og Ragnar Már leiða fyrir lokadaginn á Íslandsmóti unglinga

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK og Ragnar Már Garðarsson úr GKG hafa forystu fyrir lokahringinn á Íslandsmóti unglinga í höggleik en leikið er á Kiðjabergsvelli. Keppendur voru ræstir út snemma í morgun vegna slæmrar veðurspár og náðu flestir keppendur að ljúka leik við sómasamleg veðurskilyrði.

Golf

Ragnhildur og Nökkvi Íslandsmeistarar

Ragnhildur Sigurðardóttir GR og Nökkvi Gunnarsson NK tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitil í meistaraflokkum karla og kvenna á Icelandair 35 ára og eldri sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina.

Golf

Mickelson komst ekki í gegnum niðurskurðinn

Phil Mickelson komst ekki í gegnum niðurskurðinn á opna breska meistaramótinu í golfi að loknum öðrum keppnisdegi af alls fjórum. Mickelson, sem hefur sigrað á fjórum stórmótum, lék á 78 höggum og alls var hann á 11 höggum yfir pari eftir 36 höggum.

Golf

Guðrún Brá bætti vallarmetið á Kiðjabergsvelli

Í dag var leikin fyrsti hringurinn af þremur á Íslandsmóti unglinga en leikið er á Kiðjabergsvelli við frábærar aðstæður. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK lék fyrsta hringinn á 69 höggum, eða 2 höggum undir pari vallar. Hallgrímur Júlíusson úr GV er efstur í 17-18 ára flokki pilta en hann lék á einu höggi yfir pari eða 72 höggum.

Golf

Stór keppnishelgi í íslenska golfinu | 400 kylfingar taka þátt

Þrjú stór mót fara fram á vegum Golfsambands Íslands um helgina og er samanlagður fjöldi keppenda um 400. Íslandsmót unglinga í höggleik fer fram á Kiðjabergsvelli og eru þar 150 kylfingar sem taka þátt í mótinu. Leiknir verða þrír hringir og hefst mótið á morgun og lýkur á sunnudag. Leikið verður á Áskorendamótaröðinni á Svarfhólsvelli á Selfossi og eru þar um 100 kylfingar skráðir til leiks.

Golf

Adam Scott á besta skori dagsins | Tiger líklegur til afreka

Adam Scott frá Ástralíu er á besta skori dagsins á opna breska meistaramótinu í golfi sem hófst í morgun á Royal Lytham & St. Annes. Scott lék á 6 höggum undir pari vallar eða 64 höggum. Paul Lawrie frá Skotland er á 5 höggum undir pari eða 65 höggum. Tiger Woods hefur leikið 14 holur þegar þetta er skrifað og er hann á 4 höggum undir pari og Zach Johnson er á -6 en hann hefur leikið 6 holur.

Golf

Clarke á titil að verja en Tiger þykir líklegastur

Opna breska meistaramótið í golfi hefst í dag og að þessu sinni fer þetta stórmót fram á Royal Lytham & Annes vellinum á Englandi. Samkvæmt venju fer mótið fram á strandvelli eða "linksvelli" og er þetta í 141. skipti sem mótið fer fram.

Golf

Phil Mickelson á enn eftir að landa sigri á opna breska

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur á undanförnum tveimur áratugum verið í fremstu röð í heiminum en hann á enn eftir að ná þeim áfanga að landa sigri á opna breska meistaramótinu. Mickelson hefur sigrað þrívegis á Mastersmótinu, einu sinni á PGA meistaramótinu auk 40 sigra á PGA mótaröðinni.

Golf

Gullbjörninn hefur enn trú á því að Tiger jafni metið

Bandaríski kylfingurinn Jack Nicklaus á met sem margir telja að verði aldrei bætt. Nicklaus sigraði á 18 stórmótum á löngum ferli sínum og hann var 46 ára þegar hann náði þeim 18. á Mastersmótinu árið 1986. Nicklaus segir að samkeppnin sé mun meiri hjá bestu kylfingum heims í dag og það verði erfitt fyrir Tiger Woods að ná að jafna metið, en hann hefur sigrað á 14 stórmótum á ferlinum.

Golf

Woods mættur til Englands | býst við erfiðum aðstæðum

Tiger Woods er mættur til Englands þar sem hann undirbýr sig fyrir opna breska meistaramótið sem hefst á fimmtudaginn á Royal Lytham vellinum á Englandi. Bandaríski kylfingurinn, sem hefur sigrað á 14 stórmótum á ferlinum sagði eftir fyrsta æfingahringinn að karginn utan brautar væri gríðarlega erfiður á vellinum og á nokkrum stöðum væri ekki hægt að leika boltanum úr slíkri stöðu.

Golf

Johnson tryggði sér sigur eftir bráðabana

Bandaríski kylfingurinn Zach Johnson fagnaði sigri á John Deere meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í gær. Johnnson hafði betur gegn landa sínum Troy Matteson í bráðabana en þeir voru báðir 20 höggum undir pari að loknum 72 holum.

Golf

Enginn yfirburðamaður á Íslandi

Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, segir jákvæða þróun vera í íslenska golfinu. Það sé ekki lengur einn yfirburðamaður á landinu og breiddin sé orðin það mikil að menn þurfi að vera á tánum til þess að fá sæti í landsliðinu.

Golf

Golflandsliðið í erfiðum málum

Íslenska karlalandsliðið í golfi er að missa af lestinni í baráttu um laust sæti á EM á næsta ári. Íslenska liðið er tólf höggum frá sæti í mótinu en annar dagur undankeppninnar fór fram í dag.

Golf