Golf Frábær árangur hjá Guðrúnu Brá á Garðavelli Guðrún Brá Björgvinsdóttir kylfingur úr GK náði frábærum árangri á Arion-bankamótaröð unglinga sem hófst um helgina á Garðavelli á Akranesi. Guðrún bætti vallarmetið á bláum teigum þegar hún lék á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Hún sigraði í flokki 17-18 ára en Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness sigraði í piltaflokki 17-18 ára. Henning Darri Þórðarson úr Keili náði áhugaverðum árangri í flokki 14 ára yngri en hann lék hringina tvo á samtals -2. Golf 21.5.2012 10:00 Kuchar vann Players-meistaramótið í golfi - fær 217 milljónir Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar tryggði sér sigur á Players-meistaramótið í golfi í gær en mótið fór fram á Ponte Vedra Beach í Flórída. Players-meistaramótið greiðir út hæstu sigurlaunin af öllum golfmótunum og er stundum talað um það sem fimmta risamótið. Golf 14.5.2012 09:45 Birgir Leifur hafnaði í 26.-32. sæti á Allianz-mótinu í Frakklandi Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 26.-32. sæti á opna Allianz-mótinu í Frakklandi í dag en mótið var hluti af áskorendamótaröð Evrópu. Golf 13.5.2012 16:57 Birgir Leifur í ágætum málum Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék á 72 höggum, eða tveim höggum undir pari, á þriðja degi Opna Allianz-mótsins sem fram fer í Frakklandi. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu sem Birgir hefur iðulega tekið þátt í. Golf 12.5.2012 18:06 Tiger komst ekki í gegnum niðurskurðinn Tiger Woods er úr leik á PGA-mótinu sem nú fer fram í Charlotte í Norður-Karólínu. Þetta er hans fyrsta mót eftir Masters-mótið í síðasta mánuði. Golf 5.5.2012 19:30 Dufner fagnaði sínum fyrsta sigri eftir bráðbana gegn Els Jason Dufner fagnaði sínum fyrsta sigri á PGA mótaröðinni í golfi í gær þegar hann hafði betur gegn Ernie Els frá Suður-Afríku í bráðabana á Zurich Classic meistararmótinu. Úrslitin réðust á annarri holu í bráðabananum en þeir léku hringina fjóra samtals á 19 höggum undir pari. Golf 30.4.2012 11:00 Níu metra pútt fyrir erni tryggði Dufner forystuna | Bubba þreyttur Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner setti niður níu metra pútt fyrir erni á 18. holunni á PGA-móti í New Orleans í Bandaríkjunum í gær. Púttið tryggði Dufner eins höggs forystu að loknum tveimur keppnisdögum. Golf 28.4.2012 12:30 Ben Curtis á sigurbraut á ný | sex ára bið eftir sigri á enda Bandaríkjamaðurinn Ben Curtis sigraði á Texas meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í gær og er þetta fyrsti sigur hans í sex ár. Curtis, sem sigraði á opna breska meistaramótinu í fyrstu tilraun árið 2003, var fyrir mótið ekki með keppnisrétta á PGA mótaröðinni eftir afleitt gengi á undanförnum árum. Með sigrinum tryggði hann sér keppnisrétt næstu tvö árin og 140 milljónir kr. í verðlaunafé. Golf 23.4.2012 10:30 Golfvellir landsins koma vel undan vetri Flestir golfvellir landsins koma vel undan vetri og nú styttist í að opnað verði inn á sumarflatir á mörgum þeirra. Forráðamenn Golfklúbbs Reykjavíkur hafa tilkynnt að opnað verði inn á sumarflatir á Grafarholtsvelli þann 1. maí og þann 28. apríl á Garðavelli á Akranesi. Korpúlfsstaðavöllur verður opnaður með formlegum hætti um næstu helgi þar sem að innanfélagsmót fer fram laugardaginn 21. apríl. Golf 19.4.2012 12:45 Rory kominn á topp heimslistans Rory McIllroy komst í dag í toppsæti heimslistans í golfi. Hann ýtti Luke Donald til hliðar og niður í annað sætið. Golf 16.4.2012 16:45 Oosthuizen búinn að jafna sig eftir Masters Ekki ber á öðru en að Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen hafi látið dramatíkina á lokadegi Mastsers-mótsins um helgina hafa of mikil áhrif á sig. Golf 12.4.2012 14:45 Olazabal tekinn fyrir glannaakstur eftir Masters Spánverjanum Jose Maria Olazabal lá mikið á að komast burt frá Masters í gær. Svo mikið að lögreglan stöðvaði hann fyrir allt of hraðan akstur. Golf 10.4.2012 22:45 Bubba Watson: Draumar mínir hafa aldrei náð svona langt Bandaríkjamaðurinn, Bubba Watson, vann sitt fyrsta risamót í gærkvöldi þegar hann lagði Suður-Afríkumanninn, Louis Oosthuizen í ótrúlegum bráðabana á Mastersmótinu í golfi. Spennufallið var mikið hjá Bubba eftir mót á blaðamannfundi, en hann var skiljanlega mjög stoltur af afreki sínu í mótinu Golf 9.4.2012 13:29 Masters 2012: Hver er Bubba Watson? Gerry "Bubba" Watson er fæddur árið 1978 og hann hefur verið þekktur fyrir gríðarlega högglengd sína á PGA mótaröðinni. Þetta er fyrsti sigur hans á einu af risamótunum fjórum en hann tapaði í bráðabana á PGA meistaramótinu árið 2010 gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer. Golf 9.4.2012 00:07 Masters: Bubba Watson vann sitt fyrsta risamót Bubba Watson tryggði sér sigur á Mastersmótinu í golfi í kvöld eftir að hann vann Suður-Afríkumanninn Louis Oosthuizen í bráðabana. Golf 8.4.2012 23:37 Masters: Oosthuizen og Watson spila bráðabana um græna jakkann Louis Oosthuizen og Bubba Watson urðu efstir og jafnir á Mastersmótinu í golfi og þurfa að spila bráðabana um titilinn. Báðir léku þeir holurnar 72 á 10 höggum undir pari. Golf 8.4.2012 23:12 Versti árangur Tiger Woods á Mastersmótinu frá 1996 Tiger Woods var vægast langt frá sínu besta á Masters-mótinu í golfi en hann endaði á því að spila fjórða og síðasta hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Tiger lék hringina fjóra á 293 höggum eða fimm yfir pari. Golf 8.4.2012 22:18 Masters 2012: Gríðarleg spenna | rástímar á lokadeginum Gríðarleg spenna er fyrir lokahringinn á fyrsta stórmóti ársins í golfíþróttinni en það skýrist í kvöld hver sigrar á Mastersmótinu árið 2012. Keppt er á Augusta vellinum í Georgíu en bein útsending hefst á Stöð 2 sport kl. 18:00. Svínn Peter Hanson er efstur á -9 en höggi á eftir kemur Phil Mickelson frá Bandaríkjunum, þeir hefja leik 18:40. Golf 8.4.2012 11:46 Masters 2012: Hansen efstur fyrir lokadaginn | Mickelson höggi á eftir Peter Hanson lék frábært golf á þriðja keppnisdeginum. Alls fékk hann 8 fugla og einn skolla á hringnum og endaði hann á 65 höggum. Samtals er hann á -9 en hann bætti sig um 9 högg á milli annars og þriðja keppnisdags. Þetta er aðeins í annað sinn sem Hanson er að keppa á Mastersmótinu. Golf 7.4.2012 23:19 Tiger náði ekki að blanda sér í toppbaráttuna Kylfingurinn Tiger Woods lék örlítið betur á Masters í dag en hann fór hringinn á pari vallarsins. Woods náði aftur á móti ekki að komast nálægt toppnum og er enn langt frá efstu mönnum. Leikið er á Augusta Nationa-vellinum í Bandaríkjunum. Golf 7.4.2012 19:48 Master 2012: Rástímar á þriðja keppnisdegi | Tiger hefur leik 14:45 Þriðji keppnisdagur á Mastersmótinu í golfi fer fram í dag og verða Bandaríkjmennirnir Fred Couples og Jason Dufner í síðasta ráshópnum sem leggur af stað 18.45 að íslenskum tíma. Áhugamaðurinn Kelly Kraft, sigurvegarinn á bandaríska áhugamannameistaramótinu, fer fyrstur af stað í dag kl. 13.15 en hann verður einn í ráshóp. Tiger Woods hefur leik kl. 14:45 og verður hann með sigurvegara síðasta árs í ráshóp, Suður-Afríkumanninum Charl Schwartzel. Golf 7.4.2012 10:33 Masters 2012: Tiger Woods ætlar sér enn sigur | er í 40.-46. sæti "Ég lagði mig fram og reyndi mitt besta við hvert einasta högg. Halda einbeitingunni og slá næsta högg eins og ég ætlaði mér – það gekk nánast aldrei upp en ég var að reyna eins og ég gat,“ sagði Tiger Woods eftir að hafa leikið á 75 höggum á öðrum keppnisdegi Mastersmótsins í golfi. Tiger, sem er fjórfaldur sigurvegari á þessu risamóti, er samtals á +3 í 40.-46. sæti mótsins þegar kepni er hálfnuð. Golf 7.4.2012 00:30 Masters 2012: Couples og Dufner efstir | Tiger langt frá sínu besta Hinn 52 ára gamli Fred Couples stal senunni á öðrum keppnisdegi Mastersmótsins í golfi. Bandaríkjamaðurinn sem sigraði á þessu risamóti árið 1992 lék eins og unglingur þar sem hann fékk sjö fugla og endaði hann á 67 höggum eða -5. Hann deilir efsta sætinu með landa sínum Jason Dufner sem lék á 70 höggum á öðrum keppnisdeginum. Golf 6.4.2012 23:30 Masters 2012: Tiger Woods af stað 17:42 - allir rástímar dagsins Rory McIlroy frá Norður-Írlandi byrjaði vel á öðrum keppnisdegi Mastersmótsins í golfi en hann hefur leikið fjóra holur þegar þetta er skrifað og er hann samtals á 3 höggum undir pari. McIlroy lék á -1 á fyrsta keppnisdeginum en hann fékk fugla -1 á 2. og 3. braut Augusta vallarins. Lee Westwood frá Englandi er einnig byrjaður að leika í dag. Hann var efstur eftir fyrsta keppnisdaginn á -5 og hann er enn efstur þegar hann hefur leikið 6 holur. Westwood er enn á -5. Golf 6.4.2012 16:07 Donald slapp með skrekkinn | Leit út fyrir að hann yrði dæmdur úr leik Englendingurinn Luke Donald vill væntanlega gleyma fyrsta hringnum á Mastersmótinu sem fyrst. Lengi vel leit út fyrir að Donald, sem spilaði á þremur höggum yfir pari, yrði dæmdur úr leik. Golf 6.4.2012 00:12 Masters 2012: Westwood með eins höggs forskot | Tiger á pari Englendingurinn Lee Westwood spilaði manna best á fyrsta degi Masters-mótsins í golfi á Augusta-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Westwood lauk leik á fimm höggum undir pari. Golf 6.4.2012 00:01 Masters 2012: Aðeins þrír kylfingar hafa varið titilinn Aðeins 16 kylfingar hafa náð því að sigra oftar en einu sinni á Mastersmótinu. Jack Nicklaus á metið en hann á 6 græna jakka. Arnold Palmer og Tiger Woods koma þar næstir með alls 4. Aðeins þrír kylfingar hafa náð að verja titilinn á Masters. Golf 5.4.2012 15:00 Harrington og Byrd unnu Par 3 keppnina Írinn Pardraig Harrington og Bandaríkjamaðurinn Jonathan Byrd hrósuðu sigri á árlegri Par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. Hætta þurfti keppni vegna þrumuveðurs þegar nokkrir keppendur áttu enn eftir að skila sér í mark. Golf 5.4.2012 13:30 Masters 2012: Ofurparið Wozniacki og McIlroy Það eru ekki bara kylfingarnir sjálfir sem vekja eftirtekt heimspressunnar. Talsvert er skrifað og skrafað um eiginkonur kylfinganna. Skemmst er að minnast þess áhuga sem Elin Nordegren, fyrrverandi eiginkona Tigers Woods, vakti á hliðarlínunni þegar Woods var að keppa. Golf 5.4.2012 11:00 Masters 2012: Hver er efstur á "næstum því“ listanum? Bestu kylfingar heims sem enn hafa ekki náð að landa sigri á einu af stórmótunum fjórum vilja alls ekki bera þann titil að vera "sá besti“ sem hefur ekki náð risatitli. Phil Mickelson var ótrúlega lengi með þennan titil þar til hann náði loksins að vinna Mastersmótið árið 2004. Golf 5.4.2012 11:00 « ‹ 132 133 134 135 136 137 138 139 140 … 178 ›
Frábær árangur hjá Guðrúnu Brá á Garðavelli Guðrún Brá Björgvinsdóttir kylfingur úr GK náði frábærum árangri á Arion-bankamótaröð unglinga sem hófst um helgina á Garðavelli á Akranesi. Guðrún bætti vallarmetið á bláum teigum þegar hún lék á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Hún sigraði í flokki 17-18 ára en Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness sigraði í piltaflokki 17-18 ára. Henning Darri Þórðarson úr Keili náði áhugaverðum árangri í flokki 14 ára yngri en hann lék hringina tvo á samtals -2. Golf 21.5.2012 10:00
Kuchar vann Players-meistaramótið í golfi - fær 217 milljónir Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar tryggði sér sigur á Players-meistaramótið í golfi í gær en mótið fór fram á Ponte Vedra Beach í Flórída. Players-meistaramótið greiðir út hæstu sigurlaunin af öllum golfmótunum og er stundum talað um það sem fimmta risamótið. Golf 14.5.2012 09:45
Birgir Leifur hafnaði í 26.-32. sæti á Allianz-mótinu í Frakklandi Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 26.-32. sæti á opna Allianz-mótinu í Frakklandi í dag en mótið var hluti af áskorendamótaröð Evrópu. Golf 13.5.2012 16:57
Birgir Leifur í ágætum málum Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék á 72 höggum, eða tveim höggum undir pari, á þriðja degi Opna Allianz-mótsins sem fram fer í Frakklandi. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu sem Birgir hefur iðulega tekið þátt í. Golf 12.5.2012 18:06
Tiger komst ekki í gegnum niðurskurðinn Tiger Woods er úr leik á PGA-mótinu sem nú fer fram í Charlotte í Norður-Karólínu. Þetta er hans fyrsta mót eftir Masters-mótið í síðasta mánuði. Golf 5.5.2012 19:30
Dufner fagnaði sínum fyrsta sigri eftir bráðbana gegn Els Jason Dufner fagnaði sínum fyrsta sigri á PGA mótaröðinni í golfi í gær þegar hann hafði betur gegn Ernie Els frá Suður-Afríku í bráðabana á Zurich Classic meistararmótinu. Úrslitin réðust á annarri holu í bráðabananum en þeir léku hringina fjóra samtals á 19 höggum undir pari. Golf 30.4.2012 11:00
Níu metra pútt fyrir erni tryggði Dufner forystuna | Bubba þreyttur Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner setti niður níu metra pútt fyrir erni á 18. holunni á PGA-móti í New Orleans í Bandaríkjunum í gær. Púttið tryggði Dufner eins höggs forystu að loknum tveimur keppnisdögum. Golf 28.4.2012 12:30
Ben Curtis á sigurbraut á ný | sex ára bið eftir sigri á enda Bandaríkjamaðurinn Ben Curtis sigraði á Texas meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í gær og er þetta fyrsti sigur hans í sex ár. Curtis, sem sigraði á opna breska meistaramótinu í fyrstu tilraun árið 2003, var fyrir mótið ekki með keppnisrétta á PGA mótaröðinni eftir afleitt gengi á undanförnum árum. Með sigrinum tryggði hann sér keppnisrétt næstu tvö árin og 140 milljónir kr. í verðlaunafé. Golf 23.4.2012 10:30
Golfvellir landsins koma vel undan vetri Flestir golfvellir landsins koma vel undan vetri og nú styttist í að opnað verði inn á sumarflatir á mörgum þeirra. Forráðamenn Golfklúbbs Reykjavíkur hafa tilkynnt að opnað verði inn á sumarflatir á Grafarholtsvelli þann 1. maí og þann 28. apríl á Garðavelli á Akranesi. Korpúlfsstaðavöllur verður opnaður með formlegum hætti um næstu helgi þar sem að innanfélagsmót fer fram laugardaginn 21. apríl. Golf 19.4.2012 12:45
Rory kominn á topp heimslistans Rory McIllroy komst í dag í toppsæti heimslistans í golfi. Hann ýtti Luke Donald til hliðar og niður í annað sætið. Golf 16.4.2012 16:45
Oosthuizen búinn að jafna sig eftir Masters Ekki ber á öðru en að Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen hafi látið dramatíkina á lokadegi Mastsers-mótsins um helgina hafa of mikil áhrif á sig. Golf 12.4.2012 14:45
Olazabal tekinn fyrir glannaakstur eftir Masters Spánverjanum Jose Maria Olazabal lá mikið á að komast burt frá Masters í gær. Svo mikið að lögreglan stöðvaði hann fyrir allt of hraðan akstur. Golf 10.4.2012 22:45
Bubba Watson: Draumar mínir hafa aldrei náð svona langt Bandaríkjamaðurinn, Bubba Watson, vann sitt fyrsta risamót í gærkvöldi þegar hann lagði Suður-Afríkumanninn, Louis Oosthuizen í ótrúlegum bráðabana á Mastersmótinu í golfi. Spennufallið var mikið hjá Bubba eftir mót á blaðamannfundi, en hann var skiljanlega mjög stoltur af afreki sínu í mótinu Golf 9.4.2012 13:29
Masters 2012: Hver er Bubba Watson? Gerry "Bubba" Watson er fæddur árið 1978 og hann hefur verið þekktur fyrir gríðarlega högglengd sína á PGA mótaröðinni. Þetta er fyrsti sigur hans á einu af risamótunum fjórum en hann tapaði í bráðabana á PGA meistaramótinu árið 2010 gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer. Golf 9.4.2012 00:07
Masters: Bubba Watson vann sitt fyrsta risamót Bubba Watson tryggði sér sigur á Mastersmótinu í golfi í kvöld eftir að hann vann Suður-Afríkumanninn Louis Oosthuizen í bráðabana. Golf 8.4.2012 23:37
Masters: Oosthuizen og Watson spila bráðabana um græna jakkann Louis Oosthuizen og Bubba Watson urðu efstir og jafnir á Mastersmótinu í golfi og þurfa að spila bráðabana um titilinn. Báðir léku þeir holurnar 72 á 10 höggum undir pari. Golf 8.4.2012 23:12
Versti árangur Tiger Woods á Mastersmótinu frá 1996 Tiger Woods var vægast langt frá sínu besta á Masters-mótinu í golfi en hann endaði á því að spila fjórða og síðasta hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Tiger lék hringina fjóra á 293 höggum eða fimm yfir pari. Golf 8.4.2012 22:18
Masters 2012: Gríðarleg spenna | rástímar á lokadeginum Gríðarleg spenna er fyrir lokahringinn á fyrsta stórmóti ársins í golfíþróttinni en það skýrist í kvöld hver sigrar á Mastersmótinu árið 2012. Keppt er á Augusta vellinum í Georgíu en bein útsending hefst á Stöð 2 sport kl. 18:00. Svínn Peter Hanson er efstur á -9 en höggi á eftir kemur Phil Mickelson frá Bandaríkjunum, þeir hefja leik 18:40. Golf 8.4.2012 11:46
Masters 2012: Hansen efstur fyrir lokadaginn | Mickelson höggi á eftir Peter Hanson lék frábært golf á þriðja keppnisdeginum. Alls fékk hann 8 fugla og einn skolla á hringnum og endaði hann á 65 höggum. Samtals er hann á -9 en hann bætti sig um 9 högg á milli annars og þriðja keppnisdags. Þetta er aðeins í annað sinn sem Hanson er að keppa á Mastersmótinu. Golf 7.4.2012 23:19
Tiger náði ekki að blanda sér í toppbaráttuna Kylfingurinn Tiger Woods lék örlítið betur á Masters í dag en hann fór hringinn á pari vallarsins. Woods náði aftur á móti ekki að komast nálægt toppnum og er enn langt frá efstu mönnum. Leikið er á Augusta Nationa-vellinum í Bandaríkjunum. Golf 7.4.2012 19:48
Master 2012: Rástímar á þriðja keppnisdegi | Tiger hefur leik 14:45 Þriðji keppnisdagur á Mastersmótinu í golfi fer fram í dag og verða Bandaríkjmennirnir Fred Couples og Jason Dufner í síðasta ráshópnum sem leggur af stað 18.45 að íslenskum tíma. Áhugamaðurinn Kelly Kraft, sigurvegarinn á bandaríska áhugamannameistaramótinu, fer fyrstur af stað í dag kl. 13.15 en hann verður einn í ráshóp. Tiger Woods hefur leik kl. 14:45 og verður hann með sigurvegara síðasta árs í ráshóp, Suður-Afríkumanninum Charl Schwartzel. Golf 7.4.2012 10:33
Masters 2012: Tiger Woods ætlar sér enn sigur | er í 40.-46. sæti "Ég lagði mig fram og reyndi mitt besta við hvert einasta högg. Halda einbeitingunni og slá næsta högg eins og ég ætlaði mér – það gekk nánast aldrei upp en ég var að reyna eins og ég gat,“ sagði Tiger Woods eftir að hafa leikið á 75 höggum á öðrum keppnisdegi Mastersmótsins í golfi. Tiger, sem er fjórfaldur sigurvegari á þessu risamóti, er samtals á +3 í 40.-46. sæti mótsins þegar kepni er hálfnuð. Golf 7.4.2012 00:30
Masters 2012: Couples og Dufner efstir | Tiger langt frá sínu besta Hinn 52 ára gamli Fred Couples stal senunni á öðrum keppnisdegi Mastersmótsins í golfi. Bandaríkjamaðurinn sem sigraði á þessu risamóti árið 1992 lék eins og unglingur þar sem hann fékk sjö fugla og endaði hann á 67 höggum eða -5. Hann deilir efsta sætinu með landa sínum Jason Dufner sem lék á 70 höggum á öðrum keppnisdeginum. Golf 6.4.2012 23:30
Masters 2012: Tiger Woods af stað 17:42 - allir rástímar dagsins Rory McIlroy frá Norður-Írlandi byrjaði vel á öðrum keppnisdegi Mastersmótsins í golfi en hann hefur leikið fjóra holur þegar þetta er skrifað og er hann samtals á 3 höggum undir pari. McIlroy lék á -1 á fyrsta keppnisdeginum en hann fékk fugla -1 á 2. og 3. braut Augusta vallarins. Lee Westwood frá Englandi er einnig byrjaður að leika í dag. Hann var efstur eftir fyrsta keppnisdaginn á -5 og hann er enn efstur þegar hann hefur leikið 6 holur. Westwood er enn á -5. Golf 6.4.2012 16:07
Donald slapp með skrekkinn | Leit út fyrir að hann yrði dæmdur úr leik Englendingurinn Luke Donald vill væntanlega gleyma fyrsta hringnum á Mastersmótinu sem fyrst. Lengi vel leit út fyrir að Donald, sem spilaði á þremur höggum yfir pari, yrði dæmdur úr leik. Golf 6.4.2012 00:12
Masters 2012: Westwood með eins höggs forskot | Tiger á pari Englendingurinn Lee Westwood spilaði manna best á fyrsta degi Masters-mótsins í golfi á Augusta-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Westwood lauk leik á fimm höggum undir pari. Golf 6.4.2012 00:01
Masters 2012: Aðeins þrír kylfingar hafa varið titilinn Aðeins 16 kylfingar hafa náð því að sigra oftar en einu sinni á Mastersmótinu. Jack Nicklaus á metið en hann á 6 græna jakka. Arnold Palmer og Tiger Woods koma þar næstir með alls 4. Aðeins þrír kylfingar hafa náð að verja titilinn á Masters. Golf 5.4.2012 15:00
Harrington og Byrd unnu Par 3 keppnina Írinn Pardraig Harrington og Bandaríkjamaðurinn Jonathan Byrd hrósuðu sigri á árlegri Par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. Hætta þurfti keppni vegna þrumuveðurs þegar nokkrir keppendur áttu enn eftir að skila sér í mark. Golf 5.4.2012 13:30
Masters 2012: Ofurparið Wozniacki og McIlroy Það eru ekki bara kylfingarnir sjálfir sem vekja eftirtekt heimspressunnar. Talsvert er skrifað og skrafað um eiginkonur kylfinganna. Skemmst er að minnast þess áhuga sem Elin Nordegren, fyrrverandi eiginkona Tigers Woods, vakti á hliðarlínunni þegar Woods var að keppa. Golf 5.4.2012 11:00
Masters 2012: Hver er efstur á "næstum því“ listanum? Bestu kylfingar heims sem enn hafa ekki náð að landa sigri á einu af stórmótunum fjórum vilja alls ekki bera þann titil að vera "sá besti“ sem hefur ekki náð risatitli. Phil Mickelson var ótrúlega lengi með þennan titil þar til hann náði loksins að vinna Mastersmótið árið 2004. Golf 5.4.2012 11:00