Innherji
RÚV aftur úti á þekju í bankasölumálinu
Allt frá því að fjármálaráðherra lýsti yfir áhuga á því að selja eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka hafa fullyrðingar um söluferlið verið eins misjafnar og þær eru margar. Ásakanir um spillingu, markaðsmisnotkun og svívirðilega undirverðlagningu á ríkiseign rötuðu beint á forsíður fjölmiðla án þess að mikið lægi að baki. Málið var teiknað upp sem pólitískur skandall en þegar kurlin koma til grafar virðist niðurstaðan vera sú að helstu brestina í söluferlinu megi rekja til Íslandsbanka sem hefur nú viðurkennt brot sín í hlutverki innlends umsjónaraðila í útboðinu.
Goldman Sachs: Olíuverð yfir 100 Bandaríkjadali á árinu
Bandaríski fjárfestinganbankinn Goldman Sachs spáir því að heimsmarkaðsverð á tunnunni af hráolíu muni ná 105 Bandaríkjadölum á fjórða ársfjórðungi þessa árs. Sterkur vöxtur í eftirspurn, einkum frá Kína er helsta skýringin á hækkandi olíuverði á árinu.
Fjölmiðlastyrkir nýtast illa í núverandi mynd og skekkja samkeppni „verulega“
Stjórnendur Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, mbl.is og K100, segja verulegt áhyggjuefni hvernig stjórnvöld og Alþingi hafa nálgast það að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Fyrirliggjandi frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningarráðherra fresti vanda einkarekinna miðla fremur en að leysa hann.
Krónan ekki veikari gegn evru í tvö ár þrátt fyrir inngrip Seðlabankans
Seðlabankinn beitti ítrekuðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að reyna stemma stigu við stöðugri gengisveikingu krónunnar. Þetta voru fyrstu inngrip bankans í tvo mánuði en þrátt fyrir að hafa selt talsvert magn af gjaldeyri þá lækkaði gengi krónunnar engu að síður um liðlega eitt prósent gagnvart evrunni.
Áforma að auka gjaldeyriseignir sínar um meira en 200 milljarða
Fyrirætlanir lífeyrissjóðanna gera ráð fyrir að þeir muni að óbreyttu auka gjaldeyriseignir sínar fyrir samanlagt vel á þriðja hundrað milljarða króna á árinu 2023, samkvæmt þeim fjárfestingastefnum sem þeir hafa sett sér. Lífeyrissjóður verslunarmanna, sá sjóður sem hefur síðustu árin jafnan verið með hæst hlutfall erlendra eigna, áformar hins vegar að viðhalda óbreyttu vægi gjaldeyriseigna í eignasafni sínu.
Metur Síldarvinnsluna fimmtungi undir markaðsgengi
Í nýjasta verðmati Jakobsson Capital á Síldarvinnslunni er verðmat félagsins hækkað, en er engu að síður ríflega 20 prósent undir markaðsgengi félagsins. Greinandi Jakobsson Capital gagnrýnir Síldarvinnsluna fyrir skort á upplýsingagjöf í tengslum við yfirtökuna á Vísi í Grindavík.
Félag Alfa Framtaks stækkaði hlut sinn í Origo um nærri 4 prósent
Félagið AU 22, sem er að fullu í eigu Umbreytingar II, framtakssjóðs í rekstri Alfa Framtaks, hefur stækkað eignarhlut sinn í upplýsingatæknifyrirtækinu Origo um tæplega 4 prósent frá áramótum.
Óvíst með skráningu Arctic Adventures eftir kaup fjárfesta á nærri helmingshlut
Hópur fjárfesta, leiddur af fyrrverandi forstjóra Arctic Adventures, er að kaupa rúmlega 40 prósenta hlut í íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu eftir að hafa nýtt sér forkaupsrétt og gengið inn í tilboð sem fjárfestingafélagið PT Capital frá Alaska gerði í byrjun desember. Kaupsamkomulagið er með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar en ólíklegt þykir, samkvæmt heimildum Innherja, að boðuð skráning Arctic Adventures á hlutabréfamarkað síðar á árinu verði að veruleika með þeim breytingum sem nú verða á hluthafahópnum.
Boðar skyldunámskeið um hatursorðræðu fyrir fjölda opinberra starfsmanna
Kjörnum fulltrúum og fjölda opinberra starfsmanna verður gert að sækja námskeið um hatursorðræðu samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun sem forsætisráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Drögin mæla fyrir um vöktun á því hvort opinberir starsfmenn sæki námskeiðið og jafnframt vilja stjórnvöld tryggja þátttöku sem flestra á hinum almenna vinnumarkaði.
Ekkert lát er á auknum verðtryggðum íbúðalánum hjá lífeyrissjóðum
Umskipti hafa orðið á íbúðalánamarkaði á síðustu mánuðum og misserum þar sem neytendur eru í síauknu mæli farnir að sækja á ný í verðtryggð íbúðalán umfram óvertryggð, bæði hjá bönkunum og lífeyrissjóðum, samhliða ört hækkandi vaxtastigi. Ný verðtryggð útlán lífeyrissjóða til heimila í nóvember á liðnu ári hafa ekki verið meiri frá því í marsmánuði við upphaf faraldursins 2020.
ORCA Capital fær leyfi Seðlabankans til að stýra sérhæfðum sjóðum
Fyrrverandi forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) fer fyrir nýju sjóðastýringarfyrirtæki sem hefur fengið starfsleyfi hjá Seðlabanka Íslands sem rekstraraðili fyrir sérhæfða sjóði.
Gengi Marels hækkar í kjölfar verðmats ABN Amro
Hollenski bankinn ABN Amro heldur því fram í nýlegri greiningu á Marel að verðlagning félagsins sé orðin „aðlaðandi“ og mælir með kaupum í félaginu. Það sem af er degi hefur gengi bréfa Marels hækkað um tæp þrjú prósent.
Meginvandinn er sjálft regluverkið
Talsvert hefur verið rætt á undanförnum árum um svonefnda gullhúðun við innleiðingu á lagagerðum frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Er þar vísað til þess þegar gerðir eru innleiddar hér á landi meira íþyngjandi en þær koma frá sambandinu. Um er að ræða mál sem full ástæða er til þess að taka föstum tökum en á sama tíma er ljóst að ekki er um að ræða meginvandann í þeim efnum.
Verður þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtækið mælt í veltu
Fyrirhugaður samruni Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði er nýjasti gjörningurinn í þeirri samrunahrinu sem hafin er í íslenskum sjávarútvegi. Mælt í veltu verður sameinað félag þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi miðað við rekstrartölur ársins 2021.
Sinna íslensk stjórnvöld ekki sem skyldi öryggis- og varnarmálum?
Ásakanir um andvaraleysi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu standast ekki skoðun né heldur fullyrðingar um gerbreyttar aðstæður í íslenskum öryggis- og varnarmálum hennar vegna. Innrásin og stríðið í Úkraínu hafa ekki haft neinar afleiðingar sem veikja undirstöður varna- og öryggismála Íslands eða krefjast endurmats á þeim, hvað þá þess að fast herlið verði á landinu – eins og meðal annars hefur verið kallað eftir.
Viska skilaði 11 prósenta ávöxtun í krefjandi fjárfestingaumhverfi
Gengi Visku rafmyntasjóðs, fyrsta íslenska fagfjárfestasjóðsins sem sérhæfir sig í rafmyntum, hækkaði um 11 prósent frá stofnun sjóðsins í júlí fram til áramóta. Á tímabilinu þróaðist gengi sjóðsins með hagfelldari hætti en gengi tveggja stærstu rafmyntanna, íslensku úrvalsvísitölunnar og hinnar bandarísku S&P 500.
Seðlabankinn kippti markaðnum niður á jörðina
Það er útlit fyrir að undirliggjandi lykilbreytur líkt og fólksfjölgun og íbúðauppbygging muni frekar ýta undir verðlækkanir á húsnæðismarkaði en hækkanir á næstu árum.
„Ekki miklar líkur“ á að vanskil heimila aukist verulega, ekki verið lægri frá 2008
Vegnir meðalvextir óverðtryggðra lána með breytilega vexti, sem á við um meira en fjórðung allra fasteignalána neytenda, voru komnir upp í átta prósent undir lok síðasta árs en fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur samt „ekki miklar líkur“ á að vanskil muni aukast verulega. Heimilin eigi að geta endurfjármagnað íbúðalán til að létta greiðslubyrði ef þess gerist þörf. Þá segir nefndin að lífeyrissjóðirnir stefni að því að auka hlutfall erlendra fjárfestinga um 3,5 prósentu af heildareignum sínum á þessu ári.
Stöðutaka með krónunni minnkar um fjórðung á örfáum mánuðum
Talsvert hefur dregið úr væntingum útflutningsfyrirtækja og fjárfesta um að gengi krónunnar eigi eftir að styrkjast. Það má sjá þegar litið er til umfangs stöðutöku með krónunni, eða svonefnd gnóttstaða í gegnum framvirka samninga með gjaldeyri, en hún minnkaði um liðlega fjórðung á fáum mánuðum undir árslok 2022, eftir að hafa áður farið stöðugt vaxandi frá því í ársbyrjun 2021.
Ásgeir seðlabankastjóri ársins að mati tímaritsins The Banker
Að hækka stýrivexti þvert gegn ráðleggingum annarra hagfræðinga og seðlabanka krefst ekki aðeins hugrekkis heldur sömuleiðis ákveðni, eiginleikar sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri Íslands hefur yfir að bera, segir í umfjöllun The Banker. Alþjóðlega fjármálatímaritið, sem er gefið út af The Financial Times, hefur valið Ásgeir sem seðlabankastjóra ársins 2023.
Skásta afkoman hjá Arðgreiðslusjóði Stefnis á erfiðu ári á markaði
Nýliðið ár var langt frá því að vera ásættanlegt með tilliti til ávöxtunar á hlutabréfamarkaði. Gengi fjölmargra skráðra félaga í íslensku kauphöllinni lækkaði en mismikið þó. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar (OMXI10) lækkaði um nærri 27 prósent á árinu 2022. Öllum innlendum hlutabréfasjóðum tókst að skila skárri afkomu en Úrvalsvísitalan gerði, þó þeim hafi tekist misvel til, en margir skiluðu lakari ávöxtun en Heildarvísitala Kauphallarinnar sem lækkaði um 16,5 prósent.
Ætti að vera „auðsótt“ fyrir markaðinn að ráða við útgáfuþörf ríkissjóðs
Áætluð lánsfjárþörf ríkissjóðs á árinu 2023, sem hefur boðað útgáfu ríkisbréfa fyrir samtals um 140 milljarða, ætti ekki að valda miklum erfiðleikum fyrir innlendan skuldabréfamarkað, að sögn sérfræðinga, sem setja samt spurningamerki við litla áherslu á verðtryggða skuldabréfaútgáfu. Frekari sala á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka mun skipta höfuðmáli um hvort fjárþörf ríkissjóðs verði endurskoðuð til hækkunar eða lækkunar á árinu.
Útlit fyrir að gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafi tvöfaldast að umfangi í fyrra
Gjaldeyriskaup íslensku lífeyrissjóðanna jukust nokkuð hröðum skrefum á síðustu mánuðum ársins 2022 en samhliða því fór gengi krónunnar að gefa talsvert eftir. Útlit er fyrir að hrein gjaldeyriskaup sjóðanna í fyrra verði tvöfalt meiri borið saman við árið 2021 en svigrúm þeirra til að auka vægi fjárfestinga í erlendum gjaldmiðlum í eignasöfnum sínum hefur aukist talsvert eftir miklar verðlækkanir á alþjóðlegum mörkuðum.
Óður til sprengjugleðinnar
Seltjarnarnesbær stóð ekki fyrir flugeldasýningu á Valhúsahæð þetta árið en í tilkynningu til bæjarbúa kom fram að öryggis- og umhverfissjónarmið hefðu vegið þungt. Ákvörðunin var svo sem í samræmi við afstöðu Umhverfisstofnunar sem beindi því vinsamlega til landsmanna fyrir jól að finna sér umhverfisvænni áramótahefðir, til dæmis að öskra árið burt.
Héldu áfram að selja í verðbréfasjóðum þrátt fyrir hækkanir á mörkuðum
Hreinar innlausnir fjárfesta í innlendum verðbréfasjóðum á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2022 nema samanlagt yfir 37 milljarðar króna á tímabili sem hefur einkennst af mikilli óvissu og hræringum á mörkuðum um allan heim. Ekkert lát var á útflæðinu í nóvember, meðal annars í hlutabréfasjóðum, sem hafa skroppið saman um 30 milljarða frá því í ársbyrjun 2022.
Dísilolía flæðir frá Rússlandi í aðdraganda viðskiptabanns
Útflutningur á dísilolíu frá Rússlandi mun stóraukast í janúarmánuði frá desember. Þann 5. febrúar næstkomandi tekur gildi bann við innflutningi á rússnesku eldsneyti sjóleiðis.
Áformar að gefa út ríkisbréf fyrir 140 milljarða og skoðar erlenda fjármögnun
Ríkissjóður, sem verður rekinn með um 120 milljarða króna halla á árinu 2023 samkvæmt fjárlagafrumvarpi, áformar að mæta fjárþörf sinni með útgáfu ríkisbréfa fyrir um 140 milljarða króna. Það er litlu lægri fjárhæð en heildarútgáfa ársins 2022 en í ársáætlun lánamála ríkissjóðs segir að til greina komi að gefa út skuldabréf erlendis eða ganga á gjaldeyrisinnstæður ríkisins í Seðlabankanum til að mæta að hluta lánsfjárþörfinni á þessu ári.
Verður frábært að fá heilt rekstrarár án takmarkana vegna Covid-19
Það verður frábært að fá heilt rekstrarár án takmarkana vegna Covid-19 heimsfaraldursins, segir Hrefna Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri veitingastaðarins ROK við Frakkastíg, um komandi ár.
LSR byggir upp stöðu í fjarskiptafélaginu Nova
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) er orðinn einn allra stærsti hluthafi Nova eftir að hafa sópað upp bréfum í fjarskiptafélaginu á síðustu dögum ársins 2022. Hlutabréfaverð Nova, sem hefur átt undir högg að sækja frá því að það var skráð á markað um mitt síðasta ár, hefur farið hækkandi undanfarnar vikur og ekki verið hærra frá því um miðjan september.
Orkumál í brennidepli
Eitt brýnasta verkefnið að mati Samorku er uppbygging og viðhald flutnings- og dreifikerfis raforku því aðeins með sterku, áfallaþolnu kerfi sem lágmarkar töp skilar græna orkan sér þangað sem hennar er þörf. Þar hefur flókin lagaumgjörð á ýmsan hátt staðið í vegi fyrir raunverulegum umbótum. Úr þessu þarf að bæta til þess að metnaðarfull markmið um orkuöryggi og árangur í loftslagsmálum verði að veruleika.