Eyrir áformar að styrkja stöðuna með tólf milljarða innspýtingu frá hluthöfum
Stjórnendur og ráðgjafar Eyris Invest eiga nú í samtölum við hluthafa fjárfestingafélagsins um að leggja því til umtalsvert nýtt hlutafé í því skyni að treysta fjárhagsstöðuna eftir mikið verðfall á stórri hlutabréfaeign þess í Marel. Landsbankinn gerði í lok síðasta mánaðar veðkall í rúmlega eins prósenta hlut Árna Odds Þórðarson, þáverandi forstjóri Marels, í Eyri Invest í gegnum samnefnt eignarhaldsfélag hans eftir að það uppfyllti ekki lengur skilmála í lánasamningi við bankann.
Tengdar fréttir
Þegar „órólega deildin“ gerði byltingu í stærsta fjárfestingafélagi landsins
Eftir að feðgarnir Árni Oddur og Þórður Magnússon hafa farið með tögl og hagldir í Eyri Invest, kjölfestufjárfesti í Marel sem hefur löngum verið verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni, allt frá stofnun um síðustu aldamót er fjárfestingafélagið nú á tímamótum með uppstokkun í stjórn og brotthvarfi Þórðar sem stjórnarformanns til meira en tuttugu ára. Umdeild fjármögnun Eyris undir lok síðasta árs þegar styrkja þurfti fjárhagsstöðuna reyndist afdrifarík og jók mjög stuðning hluthafa við sjónarmið minni fjárfesta í eigendahópnum, stundum nefndir „órólega deildin“, um að tímabært væri að gera gagngerar breytingar á starfsemi stærsta fjárfestingafélags landsins.
Útlit fyrir að það sé „loksins farið að birta til hjá Marel“
Kaflaskil hafa orðið í rekstri Marels og framlegðarhlutfall fyrirtækisins, sem er samt enn lágt í sögulegu samhengi, virðist loks vera að ná sér á strik eftir „viðstöðulausa lækkun í mörg ár.“ Útlit er fyrir að það sé „loksins að birta til hjá Marel“, segir hlutabréfagreinandi sem hefur hækkað lítillega verðmat sitt á félaginu.
Eyrir Invest tapaði yfir 80 milljörðum eftir mikið verðfall á bréfum Marels
Mikil umskipti urðu á afkomu Eyris Invest á árinu 2022 samtímis verulegri lækkun á hlutabréfaverði Marels, langsamlega stærstu eign fjárfestingafélagsins, og nam tapið samtals um 83 milljörðum króna. Til að tryggja fjárhagsstöðuna þurfti félagið að ráðast í endurfjármögnun á skuldum sínum undir lok síðasta árs en virkir vextir á breytanlegu láni sem Eyrir fékk frá erlendum sjóðum eru 17,4 prósent.