Marel lækkar um sex prósent í Hollandi eftir að Arion leysti til sín bréf Árna Odds
Marel hefur lækkað um ríflega sex prósent í Kauphöllinni í Hollandi í morgun, en um þrjú prósent í íslensku kauphöllinni, eftir að forstjóri fyrirtækisins lét af störfum í kjölfar þess að Arion banki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, kjölfestufjárfesti í Marel.
Tengdar fréttir
Þegar „órólega deildin“ gerði byltingu í stærsta fjárfestingafélagi landsins
Eftir að feðgarnir Árni Oddur og Þórður Magnússon hafa farið með tögl og hagldir í Eyri Invest, kjölfestufjárfesti í Marel sem hefur löngum verið verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni, allt frá stofnun um síðustu aldamót er fjárfestingafélagið nú á tímamótum með uppstokkun í stjórn og brotthvarfi Þórðar sem stjórnarformanns til meira en tuttugu ára. Umdeild fjármögnun Eyris undir lok síðasta árs þegar styrkja þurfti fjárhagsstöðuna reyndist afdrifarík og jók mjög stuðning hluthafa við sjónarmið minni fjárfesta í eigendahópnum, stundum nefndir „órólega deildin“, um að tímabært væri að gera gagngerar breytingar á starfsemi stærsta fjárfestingafélags landsins.
Þórður Magnússon hættir sem stjórnarformaður Eyris eftir 23 ára starf
Þórður Magnússon hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn Eyris Invest. Hann hefur leitt félagið sem stjórnarformaður í 23 ár. Friðrik Jóhannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Burðarás, mun taka við sem stjórnarformaður fjárfestingafélagsins. Hann mun koma nýr inn í stjórnina ásamt Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans. Kristín Pétursdóttir, annar stofnandi Auðar Capital, mun ekki heldur gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Tekur Árni við af Árna?
Þeir sem eru öllum hnútum kunnugir í íslensku atvinnulífi hafa litið svo á að Árni Sigurðsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga hjá Marel, væri líklegastur til að taka við forstjórastólnum þegar Árni Oddur Þórðarson myndi vilja beina kröftum sínum annað.