Innherji

Langflestir telja taumhald peningastefnunnar of laust

Mikill meirihluti markaðsaðila á skuldabréfamarkaði telur að taumhald peningastefnu Seðlabanka Íslands sé of laust um þessar mundir, eða 76 prósent aðspurðra, samkvæmt nýrri könnun bankans. Í nóvember var hlutfallið 56 prósent.

Innherji

Tugir með meira en 500 milljónir undir í Controlant

Vísissjóðurinn Frumtak 2, stærsti hluthafi Controlant, seldi fjórðung af eignarhlut sínum í íslenska tæknifyrirtækinu í fyrra. Hluthöfum fjölgaði töluvert á árinu 2021 og nú eiga fleiri en 90 hluthafar eignarhlut sem er metinn á meira en 100 milljónir króna. Þetta má lesa úr hluthafalista Controlant við árslok 2021 sem Innherji hefur undir höndum.

Innherji

Sjóðir Stefnis stækka stöðu sína í VÍS, en Akta selur

Tveir hlutabréfasjóðir í rekstri Stefnis hafa að undanförnu aukið við stöðu sína í VÍS og fara nú með samtals nálægt sex prósenta eignarhlut sem gerir sjóðastýringarfyrirtækið að fimmta stærsta hluthafanum. Markaðsvirði þess hlutar er í dag meira en tveir milljarðar króna.

Innherji

Svanhildur Hólm: Er ASÍ að hvetja til uppsagna?

Tólf mánaða verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið hærri í um áratug. Ljóst er að hækkandi verðbólga mun hafa áhrif á kjör landsmanna, vaxatastig Seðlabankans – og ekki síður á gerð kjarasamninga síðar á árinu.

Innherji

Uppstokkun á næsta aðalfundi Eikar

Fyrirséð er að stjórn Eikar fasteignafélags taki breytingum á næsta aðalfundi sem verður haldinn í lok mars en tveir stjórnarmenn félagsins hyggjast ekki sækjast eftir endurkjöri.

Innherji

Lífeyrissjóðir færast nær kaupum á fimmtungshlut í Mílu

Hópur íslenskra lífeyrissjóða er langt kominn með að ganga frá kaupum á um tuttugu prósenta hlut í Mílu, dótturfélagi Símans, fyrir vel yfir fimmtán milljarða króna, bæði í eigin nafni og eins í gegnum nýjan framtakssjóð í rekstri Summu sem mun sérhæfa sig í fjárfestingum í innviðum.

Innherji

Ás­dís hættir hjá SA og vill verða bæjar­stjóri

Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hyggst gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar og verða þar af leiðandi bæjarstjóraefni flokksins. Þetta herma öruggar heimildir Innherja.

Innherji

Nefco eignast hlut í banka Margeirs í Úkraínu

Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið (Nefco) hefur eignast tæplega 14 prósenta hlut í úkraínska bankanum Bank Lviv, sem er að stórum hluta í eigu Margeirs Péturssonar, stórmeistara í skák og stofnanda MP banka.

Innherji

Umboðsádrepa

Umboðsskylda stjórna lífeyrissjóða er vel skilgreind að mínu mati og mér þykir það miður að Ársæll telji að í fjárfestingastefnu Birtu felist blönduð áform og umboðsvandi. Fjárfestingastefna Birtu er skrifuð fyrir sjóðfélaga, til að kalla fram umræðu og það er sjálfstætt fagnaðarefni að hún skuli vera í kastljósinu.

Umræðan

Fjármálaráðherra hefur tilmæli Samkeppniseftirlitsins til skoðunar

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ráðuneytið muni, eftir því sem tilefni er til, bregðast við þeim alvarlegu athugasemdum sem Samkeppniseftirlitið hefur gert við starfsemi Isavia. Hann tekur þó fram að það sé ekki hlutverk ráðuneytisins að hlutast til um einstaka rekstrarákvarðanir. Þetta segir ráðherra í skriflegu svari við fyrirspurn Innherja.

Innherji

Varúð!

Það á til að gleymast í hita leiksins, að oflækningar smitsjúkdóma geta haft býsna alvarlegar aukaverkanir. Það er sömuleiðis engin ástæða til að skapa enn frekari fordæmi fyrir því að mjög takmörkuð neyð réttlæti víðtækar skerðingar á borgaralegum réttindum.

Umræðan

Væntingar um bankasölu magna upp sveiflur í Kauphöllinni

Fjárfestar halda að sér höndum vegna væntinga um sölu ríkissjóðs á stórum hlut í Íslandsbanka en lítil velta í Kauphöllinni hefur þannig magnað upp sveiflur sem rekja má til verðlækkana á erlendum hlutabréfamörkuðum. Viðmælendur Innherja á fjármálamarkaði benda þó á að skráðu íslensku félögin standi á styrkum fótum og samsetning Kauphallarfélaga sé hagfelld í þessum aðstæðum.

Innherji