Innherji

Miklar breytingar hjá Motus

Fjórir nýir stjórnendur hafi komið til starfa hjá Motus á sviði upplýsingatækni, innheimtu, samskipta og viðskiptastýringar. Þau eru Bjarki Snær Bragason, Eva Dögg Guðmundsdóttir, Magnea Árnadóttir og Sigríður Laufey Jónsdóttir. 

Klinkið

Enn um umboðsskyldu

Hætta er á að ESG fjárfestingar fórni hagsmunum umbjóðenda, til dæmis varðandi áhættudreifingu í safni. Fjárfestingastefna sem byggi á blönduðum ásetningi sé í raun ígildi þess að umboðsmaður láti greiðslu af hendi rakna frá umbjóðendum til þriðja manns. Það geti umboðsaðili ekki gert án þess að hafa skýrt umboð.

Umræðan

Rapyd tvöfaldaði hlutdeildina á tæpum tveimur árum

Færsluhirðirinn Rapyd hefur tvöfaldað markaðshlutdeild sína hér landi frá því að fyrirtækið kom inn á markaðinn með kaupum á KORTA fyrir tæpum tveimur árum síðan. Á sama tíma hefur markaðshlutdeild Saltpay, sem áður hét Borgun, dregist verulega saman.

Innherji

Tekjur Haga yfir væntingum vegna „innfluttrar verðbólgu“

Þrátt fyrir að vörusala Bónus, sem var 15 milljarðar króna á síðasta ársfjórðungi, hafi verið umfram áætlanir Haga þá er framlegðin enn undir langtímamarkmiðum félagsins. Það skýrist af kostnaðarverðshækkunum og hækkandi hrávöruverði auk þess sem flutningskostnaður hefur rokið upp sem má vænta að hafi einnig nartað í framlegð Haga.

Innherji

Heimsviðburður í miðbænum

Þrátt fyrir hinar takmarkandi tilskipanir Sóttvarnastofnunar ríkisins halda stórhuga veitingamenn áfram að fjárfesta. Merkilegustu tíðindin í veitingahúsaflóru landsins er stækkun Fiskmarkaðarins í formi nýs vínbars á annarri hæð.

Frítíminn

Tilefnislausu sóttvarnirnar

Ef þörf er á aðgerðum til að hindra neyðarástand í heilbrigðiskerfinu, er þá ekki nær að þær beinist að fámennum hópi, sem veldur hlutfallslega margfalt stærri vanda í heilbrigðiskerfinu en aðrir, en að setja hömlur á atvinnu- og athafnafrelsi allra?

Umræðan

Bjöguð niðurstaða könnunar ASÍ og BSRB

Nýbirt niðurstaða könnunar ASÍ og BSRB meðal félagsmanna vekur spurningar, bæði um aðferðafræði og notagildi til ályktana. Svo virðist sem 150.000 manns hafi verið gefinn kostur á að svara spurningalista og 6 prósent, 9.000 manns, hafi svarað.

Umræðan

Útboð hins opinbera dragast saman um 15 milljarða króna milli ára

Áætluð heildarupphæð í útboðum þeirra opinberu aðila sem fram komu á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins 2022 nemur á þessu ári samtals 109 milljörðum króna. Það er um 15 milljörðum minna en sömu aðilar áætluðu að yrði boðið út árið 2021. Þetta kemur fram í greiningu samtakanna.

Innherji

Slökkvistarf í borginni

Reglulega berast fregnir af húsnæðisskorti á höfuðborgarsvæðinu. Fyrstu vikuna í janúar voru á söluskrá 487 íbúðir, en það eru 20 prósent færri eignir en mánuði fyrr.

Umræðan

Heildsölur hafa ekki séð viðlíka hækkanir á einu bretti

Stærstu heildsölur landsins hafa ekki séð á eins víðtækar og skarpar verðhækkanir, og þær sem hafa gengið yfir á síðustu vikum. Fyrirtækin koma litlum vörnum við og telja að hækkanir frá erlendum framleiðendum og birgjum eigi eftir að seytla inn í smásöluverð á næstu mánuðum.

Innherji

Jakob Valgeir og Helgi Magnússon fjárfesta í Skeljungi

Tvö félög á vegum Jakobs Valgeirs Flosasonar, útgerðarmanns og fjárfestis, bættust við hluthafahóp Skeljungs fyrr í þessum mánuði þegar þau keyptu samanlagt um 1,55 prósenta hlut sem skilar honum í hóp tíu stærstu eigenda fyrirtækisins.

Innherji

Endurskoðun laga um opinber fjármál er tímabær

Lánshæfismatsfyrirtæki hafa ítrekað bent á er trúverðugleiki og ábyrgð í ríkisfjármálum grundvöllur góðs lánshæfismats ríkissjóðs og þar með góðra lánskjara. Það er því hagsmunamál skattgreiðenda að skuldbinding stjórnmálanna gagnvart ábyrgum fjármálareglum sé hafin yfir allan vafa.

Umræðan

Rammskakkt hagsmunamat

Setjum unga fólkið í fyrsta sæti. Hvetjum það til að hittast, hreyfa sig, brasa og lenda í hnjaski. Það fylgir því áhætta að fara úr húsi að morgni og COVID er þar aftarlega á lista yfir áhyggjuefni. Hættum þessu.

Umræðan

Andstaða oddvitans mælist illa fyrir í Valhöll

Marga rak í rogastans á fundi borgarstjórnar í gærkvöld þegar Eyþór Arnalds, fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokks, flutti tillögu um að fallið yrði frá þéttingaráformum við Háaleitisbraut og Bústaðaveg.

Klinkið

Fjarskiptafrumvarp gæti fælt erlenda fjárfesta

Frumvarp sem veitir ráðherra heimild til að binda erlenda fjárfestingu skilyrðum með vísan til þjóðaröryggis gæti fælt fjárfestingu frá landinu. Þetta er mat Samtaka iðnaðarins, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands en auk þess telja fjarskiptafyrirtækin að ákvæði laganna kunni að brjóta gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar.

Innherji