Innherji
Nær allir stjórnendur telja að loftlagsáhrif hafi haft neikvæð áhrif á fyrirtæki þeirra
Hátt í 80 prósent stjórnenda fyrirtækja í 21 landi, þar á meðal á Íslandi, telja jörðina nálgast vendipunkt í loftlagsbreytingum og að það verði ekki aftur snúið. Sé aðeins litið til stjórnenda á Norðurlöndum þá eru um 72 prósent á þeirri skoðun en fyrir um ári síðan var það hlutfall 59 prósent.
Hvernig langar þig að hafa það?
Það segir sig sjálft að til þess að sparnaður gangi sem best er mikilvægt að forðast öll neyslulán eins og heitan eldinn. Að setja sér þá reglu að kaupa aldrei neitt og borga síðar þýðir að við getum greitt okkur sjálfum vexti í stað þess að leka mánaðarlega dýrmætu sparifé til annarra.
Metfé til framtakssjóða og vísissjóða svalar uppsafnaðri þörf
Nýir framtakssjóðir og vísissjóðir hafa á undanförnum tólf mánuðum safnað samtals 90 milljörðum króna frá fjárfestum. Aldrei áður hefur jafnmikið fjármagn leitað í fjárfestingafélög af þessum toga .
Kaldur ostur er ekki svalur
Þorramatur Santé er gjörólíkur hinum vel þekktu réttum úr íslenskri sveit. Á borðinu hjá Santé á þorranum eru ekki lundabaggar, selshreifar, súr sundmagi eða bringukollar.
Hættir hjá Landsbankanum og fer til Arctica Finance
Sveinn Þórarinsson, sem hefur verið helsti hlutabréfagreinandi Landsbankans á undanförnum árum, hefur hætt störfum hjá bankanum og ráðið sig til Arctica Finance.
Fyrirtækjalánin að færast úr bönkunum til fjárfesta og lífeyrissjóða
Á sama tíma og afar lítill vöxtur hefur verið í útlánum bankakerfisins til fyrirtækja um nokkurt skeið hefur atvinnulífið í auknum mæli verið að sækja sér fjármögnun til annars konar lánveitenda.
Ólafur Teitur til Carbfix
Ólafur Teitur Guðnason, fyrrverandi aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, mun hefja störf hjá fyrirtækinu Carbfix í mars.
Upphrópanir um að refsa atvinnulífinu stuðli að vandræðum á vinnumarkaði
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hlutverk samtakanna að standa vörð um og auka samkeppnishæfni atvinnulífsins.
Húsnæðismálin munu skipta sköpum inn í kjaraviðræðurnar að sögn forseta ASÍ
Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir vinnu standa yfir að kanna hug og stöðu félaga sinna til komandi kjaraviðræðna.
Eru íslensk fyrirtæki stöðnuð?
Of margir stjórnendur láta hjá leiðast að velta fyrir sér þjálfun og menntun starfsmanna. Þau segja að þörfin sé ekki fyrir hendi. Á sama tíma benda flestar rannsóknir sem hafa verið að skoða starfsþróun og breytingar á störfum í kringum starfrænar umbreytingar að meira en helmingur starfsmanna þarf verulega þjálfun og menntun til þess að halda í við nýja tækni.
Ásdís sögð hafa augastað á bæjarstjórastólnum í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson tilkynnti nokkuð óvænt í dag um að hann hyggðist ekki gefa kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, en hann hefur verið bæjarstjóri síðastliðin þrjú kjörtímabil.
Einkaneysla gæti farið fram úr spám Seðlabankans
Nýjustu kortaveltutölur Seðlabanka Íslands gefa vísbendingu um að vöxtur í einkaneyslu á fjórða fjórðungi síðasta árs verði umfram væntingar Seðlabankans, sem eykur líkur á frekari vaxtahækkunum. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka.
Ráðherra skipi sjö manna stjórn yfir Landspítalanum
Heilbrigðisráðherra mun skipa sjö manna stjórn yfir Landspítalanum til tveggja ára í senn en í henni þurfa meðal annars að vera tveir stjórnarmenn með sérþekkingu á rekstri og áætlanagerð.
Grænar fjárfestingar ekki pólitískari eða umdeildari en margt annað
Lífeyrissjóðurinn Birta telur að aukin áhersla á grænar fjárfestingar á komandi árum, sem fellur undir þau UFS-viðmið sem sjóðurinn hefur sett sér í fjárfestingarstefnu sinni, geti skilað sjóðsfélögum betri ávöxtun til lengri tíma litið. Sjóðurinn stefnir að því að um átta prósent af eignasafni hans verði í slíkum fjárfestingum fyrir árslok 2030. Það er um þrisvar sinnum hærra hlutfall en er í dag.
Seðlabankinn kynnir varanlegan lausafjárglugga fyrir fjármálafyrirtæki
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að koma á fót lausafjárglugga sem fjármálastofnanir sem eiga í viðskiptum við bankann geta haft aðgang að til að bregðast við óvæntri og tímabundinni lausafjárþörf sem gæti haft áhrif á fjármálastöðugleika.
Topplisti Creditinfo: Kauphöllin aftur í efsta sæti
Kauphöllin var það fyrirtæki sem kom oftast fyrir í fréttum í vikunni en þetta er önnur vikan í röð sem Kauphöllin er efst á lista.
Dagur í lífi Þórdísar Lóu: „Líður oftast eins og Rocky Balboa"
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Viðreisnar, segir uppáhalds árstímann vera háveturinn.
„Ég fékk þá tilfinningu að spítalinn væri einstaklega illa rekinn“
„Það vakti ekki hrifningu hjá mér hvernig Landsspítalinn nálgaðist fjárlagaumræðuna, mér fannst það ekki sérstaklega trúverðugt, þekkjandi til rekstrar. Ég fékk ekki tilfinningu fyrir því að þarna væri vel farið með opinbert fé. Þvert á móti fékk ég þá tilfinningu að spítalinn væri einstaklega illa rekinn.“
BSRB hafnar öllum hugmyndum um niðurskurð hjá hinu opinbera
Á undanförnum mánuðum hefur BSRB krafist þess að gripið verði til aðgerða til að auka jöfnuð og tryggja afkomuöryggi fólks, að sögn Sonju Ýr Þorbergsdóttir formanns BSRB.
Bera meðvirkni fjölmiðla nú saman við meðvirkni þeirra fyrir bankahrun
Það er töluverður skortur á því að fjölmiðlar spyrji gagnrýnna spurninga þegar kemur að sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda, ákvörðunum um það hvaða takmarkanir eru settar á, hvenær og hvernig og hvaða árangri þeim er ætlað að bera.
Krónutöluhækkanir komi ekki til greina framvegis
„Það liggur fyrir að lífskjarasamningarnir voru háskólamenntuðum um margt óhagfelldir. Það stefnir í að kaupmáttaraukning þeirra verði í besta falli engin á mörgum mörkuðum. Það mun hafa áhrif á okkar áherslur. Krónutöluhækkanir koma ekki til greina framvegis," segir Friðrik Jónsson, formaður BHM.
Þórdís Anna komin í stjórn Arctic Adventures
Þórdís Anna Oddsdóttir hefur tekið sæti í stjórn Arctic Adventures en hún kemur í stað Grétu Maríu Grétarsdóttur sem var nýlega ráðin forstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins.
Sjóðurinn sem selur þegar honum þykir nóg um
Það dró til tíðinda í síðustu viku þegar Gildi lífeyrissjóður seldi megnið af eignarhlut sínum í Skeljungi fyrir 2,3 milljarða króna. Gildi var annar stærsti hluthafinn fyrir söluna með tæp 10,7 prósent en fer nú með 2,7 prósent. Það er ekki algengt að lífeyrissjóður selji hlutfallslega svo mikið í skráðu félagi á einu bretti og þegar svo ber undir er yfirleitt sérstök ástæða að baki.
Tveir af stærstu lífeyrissjóðunum minnka áherslu á ríkisbréfakaup
Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) og Birta lífeyrissjóður stefna báðir að því að draga úr vægi ríkisskuldabréfa í eignasafni sínu á árinu 2022 en á sama tíma áformar LIVE, sem er næst stærsti lífeyrissjóður landsins, að auka hlutfall innlendra hlutabréfa sitt um liðlega fjórðung á milli ára.
Ragnar Þór segir þróun hlutabréfaverðs ekki til marks um áhyggjur fjárfesta af launahækkunum
Formaður VR segir kröfugerð félagsmanna VR inn í kjaraviðræður vera í fullum gangi og stefnt að því að hún verði klár á vormánuðum.
Fortuna Invest vikunnar: Þekkir þú þessa aðferð til fjárfestinga?
Fortuna Invest fara þessa vikuna yfir meðalverðsaðferðina (e. dollar-cost averaging) sem er fjárfestingaraðferð.
Unnur Brá og Steinar Ingi til Guðlaugs Þórs
Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, og Steinar Ingi Kolbeins varaformaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna eru sögð munu aðstoða Guðlaug Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra á kjörtímabilinu.
Átta prósent eignasafns Birtu verði í grænum fjárfestingum fyrir 2030
Lífeyrissjóðurinn Birta hefur sett sér það markmið að um átta prósent af eignasafni sjóðsins verði í grænum fjárfestingum fyrir lok árs 2030. Ekki verði hins vegar veittur afsláttur af arðsemismarkmiði sjóðsins við val á slíkum fjárfestingum.
Forstjóri Haga: Kostnaðarhækkanir „dynja yfir geirann“ sem munu skila sér út í verðlagið
Finnur Oddsson, forstjóri Haga sem reka meðal annars matvöruverslanirnar Bónus og Hagkaup, segir kostnaðarverðshækkanir „dynja yfir geirann þessar vikurnar“ og að það blasi við að þær muni „óhjákvæmilega“ finna sér leið út í verðlagið.
Framtakssjóðurinn VEX fjárfestir í hugbúnaðarfyrirtækinu Annata
Framtakssjóðurinn VEX I ásamt öðrum fjárfestum hafa gert bindandi samkomulag um kaup á allt að helmingshlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Annata. Það er í dag að fullu í eigu starfsmanna sem munu áfram leiða frekari uppbyggingu félagsins.