Innherji
Útgjöld vaxa lítið í sögulegu samhengi en ekki má mikið út af bera
Árlegur útgjaldavöxtur ríkissjóðs frá árslokum 2022 til ársloka 2026 verður 0,65 prósent að raunvirði. Í sögulegu samhengi er þetta lítill útgjaldavöxtur, að því er kemur fram í álitsgerð fjármálaráðs á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir tímabilið. Ráðið bendir þó á að stjórnvöld hafi ýtt vandanum við að stöðva vöxt skuldahlutfalls ríkissjóðs yfir á næsta kjörtímabil.
Þjóðmál í samstarf við Innherja
Hlaðvarpsþátturinn Þjóðmál, í umsjá Gísla Freys Valdórssonar, og Innherji hefja samstarf á allra næstu dögum.
Bíódagar á köldum klaka
Astraltertan stóð líklega í mörgum þegar fréttir bárust að því að í fjárlögum væri gert ráð fyrir hálfum milljarði í þróun á íslenskri streymisveitu á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og þar með íslenska ríkisins.
Áslaug Hulda stefnir á oddvitasætið í Garðabæ
Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar, býður sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ í prófkjöri sem haldið verður fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.
SA segja ljós við enda ganganna ekki réttlæta aðgerðaleysi í ríkisfjármálum
Samtök atvinnulífsins leggja einkum til þrenns konar úrbætur á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar í umsögn sinni við frumvarpið. SA gagnrýna þar einnig skort á aðhaldi í ríkisfjármálunum á sama tíma og vaxtastig fer hækkandi. Ljóst sé að umbætur þurfi á vinnumarkaðslíkaninu.
Bjarni segir auðvelt að koma í veg fyrir hagsmunaárekstrana sem Seðlabankinn varar við
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir auðvelt að koma í veg fyrir hagsmunaárekstrana sem Seðlabanki Íslands telur að geti orðið þegar æðstu stjórnendur ráðuneytisins sitja í stjórnum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda. Hann bendir á að áratugalöng hefð sé fyrir þessu fyrirkomulagi.
Ríkisábyrgðin hefur verið mikilvægur öryggisventill að mati Icelandair
Ríkisábyrgð á lánalínu til Icelandair hefur verið mikilvægur öryggisventill fyrir íslenska flugfélagið þrátt fyrir að félagið hafi ekki þurft að draga á línuna. Þetta kemur fram í svari flugfélagsins við fyrirspurn Innherja um hvort það hafi þurft eða muni hugsanlega þurfa að draga á lánalínuna áður en ríkisábyrgðin rennur út næsta haust.
Stjórnarandstaðan bindur miklar vonir við Björn Zoega
Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ánægðir með ráðningu Björns Zoega í heilbrigðisráðuneytið og telja ráðninguna merki þess að til standi að breyta um stefnu í heilbrigðismálunum. Tómas Andrés Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, hefði reyndar frekar viljað sjá Birgi í Play til ráðgjafar í heilbrigðismálunum. „Sá kann að stýra fyrirtæki," segir Tómas.
Ráðuneytisstjóri sagði sig úr stjórn LSR eftir þrýsting frá Seðlabankanum
Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sagði sig úr stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) fyrr á árinu eftir að Seðlabanki Íslands hafði gert margvíslegar athugasemdir við stjórnarsetu starfsmanna ráðuneytisins, einkum æðstu stjórnenda þess, í tveimur lífeyrissjóðum.
Rekstur sveitarfélaga ekki sjálfbær til lengri tíma litið
Á röskum 40 árum, frá árinu 1980 til 2020, sýna gögn hagstofu að heildarafkoma sveitarfélaga hefur verið neikvæð í 33 ár og jákvæð í aðeins 8 ár, síðast árið 2007. Þetta kemur fram í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjárlagafrumvarpið.
Viðskiptaverðlaun Innherja og 1881 veitt á miðvikudag
Viðskiptaverðlaun Innherja og velgjörðarfélagsins 1881 verða veitt á miðvikudaginn, þar sem fólk og fyrirtæki eru verðlaunuð fyrir góðan árangur. Dómnefnd Innherja byggir val sitt á tillögum sem bárust frá tugum manna, stjórnendum, fjárfestum og öðrum sérfræðingum úr viðskiptalífinu. Viðskiptaverðlaunin eru nú haldin í fyrsta sinn, en verða árviss viðburður, þar sem allur ágóði rennur til góðs málefnis.
Lagt til að Ásgeir taki við formennsku fjármálaeftirlitsnefndar af Unni
Seðlabankastjóri ætti að gegna formennsku í fjármálaeftirlitsnefnd í stað varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits að mati höfunda nýrrar skýrslu sem fjallar um reynsluna af starfi peningastefnunefndar, fjármálastöðugleikanefndar og fjármálaeftirlitsnefndar.
Slaki í ríkisfjármálum kyndi undir verðbólgu
Slaki í ríkisfjármálum verður litlu minni árið 2022 en hann var í hámarki faraldursins. Ef leiðrétt er fyrir stöðu hagsveiflunnar eru ríkisfjármálin þannig að styðja svipað mikið við eftirspurn í hagkerfinu á næsta ári eins og þau gerðu árið 2020. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs Íslands um fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár.
Borgarpólítíkin áberandi á topplista vikunnar
Reykjavíkurborg og Veðurstofa Íslands voru hástökkvarar vikunnar á topplista félaga og stofnana sem komu oftast fyrir í vikunni.
Dagur í lífi Davíðs: Morgunhúðrútínan, fréttatímarnir og sannar glæpasögur
Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna. Hann er með flókna morgunhúðrútínu, horfir á alla fréttatímana og lætur Eldum rétt ákveða hvað er í kvöldmatinn.
Alvotech, Kerecis og öll hin – ekki líta fram hjá Kauphöll Íslands
Áhugaverðir tímar eru framundan á Íslandi og sérstaklega fyrir fjárfesta, bæði einstaklinga og fagfjárfesta. Ef marka má nýjustu fregnir stefna nokkur fyrirtæki á hlutabréfamarkað á næstunni, meðal annars Alvotech, Kerecis, Arctic Adventures og fleiri þegar fram líða stundir.
Svava segir Boozt ekki vera að taka af NTC
Svava Johansen, kaupmaður í NTC, segir innreið netverslunar Boozt til Íslands vissulega kröftuga, en segir þó að staðan muni ekki skýrast fyrr en að áhrifum heimsfaraldurs á hegðun og ferðalög fólks linnir. Sjálf fagnar hún allri samkeppni og segir Boozt ekki fyrstu áskorunina í sínum verslunarekstri, sem spannar áratugi í borginni.
Vilja fella niður ríkisábyrgð á lánalínum Icelandair
Félag atvinnurekenda leggur til að heimildin til að veita Icelandair Group sjálfskuldaraábyrgð ríkissjóðs á lánum verði felld út úr fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögn félagsins.
Andrea Sigurðardóttir til Marels
Andrea Sigurðardóttir blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu hefur tekið við starfi hjá Marel en þar mun hún sinna verkefnastjórn á samskiptasviði.
Innherjaupplýsingar á ólíklegustu stöðum og miðlun þeirra
Þegar ég heyri orðin innherjaupplýsingar og innherjasvik hugsa ég oft til kvikmyndarinnar Wall Street frá árinu 1987 með Charlie Sheen og Michael Douglas sem hinn ógleymanlegi Gordon Gekko („greed is good“).
Markaðsvirði Controlant nálgast óðum 100 milljarða
Ekkert lát er á verðhækkunum á gengi óskráðra hlutabréfa íslenska hátæknifyrirtækisins Controlant, sem hefur meðal annars verið í lykilhlutverki við dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 fyrir lyfjarisann Pfizer, en markaðsvirði félagsins hefur hækkað um nærri fimmfalt á aðeins um einu ári.
Slíta Horni II eftir að hafa náð 25 prósenta árlegri ávöxtun
Framtakssjóðurinn Horn II er kominn í slitaferli eftir að hafa skilað fjárfestum hátt í þreföldun á fjármagninu sem var innkallað á fjárfestingatíma Horns II en sjóðnum var komið á fót árið 2013.
Baldur úr Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins
Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins á kjörtímabilinu sem lýkur í maí, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta staðfestir Baldur í samtali við Innherja.
Fortuna Invest vikunnar: Veist þú hvað er að frétta úr heimi viðskipta?
Aníta Rut Hilmarsdóttir, Rósa Kristinsdóttir og Kristín Hildur Ragnarsdóttir skipa fræðsluvettvanginn Fortuna Invest. Þær birta fjölbreytt efni á Innherja í hverri viku.
Verðmetur Sjóvá 15 prósentum yfir markaðsgengi
Verðmatsgengi Sjóvár, samkvæmt greiningu Jakobsson Capital, er 43,4 krónur á hlut en það er tæplega 15 prósentum yfir markaðsgengi tryggingafélagsins. Þetta kemur fram í nýju verðmati Jakobsson Capital.
Advania mun velta 150 milljörðum eftir yfirtöku á bresku skýjaþjónustufélagi
Advania hefur náð samkomulagi um kaup á breska upplýsingatæknifélaginu Content+Cloud af framtakssjóðnum ECI Partnes og öðrum hluthöfum en um er að ræða fyrstu yfirtöku Advania á félagi utan Norðurlanda.
Fossar markaðir að verða fjárfestingabanki
Íslenska verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir eru að færa út kvíarnar í starfsemi sinni og stefna nú að því að verða fjárfestingabanki. Samkvæmt heimildum Innherja skilaði félagið þannig nýlega inn umsókn til Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands þar sem óskað var eftir því að fá starfsleyfi sem fjárfestingabanki.
Þjóðarsjóður Kúveit kominn með um tveggja milljarða hlut í Arion
Þjóðarsjóður Kúveit, einn stærsti fjárfestingasjóður í ríkiseigu í heiminum, hefur nýlega aukið verulega við eignarhlut sinn í Arion banka og nemur markaðsvirði bréfa sjóðsins í bankanum nú um tveimur milljörðum króna.
Fyrstur sjóða á Íslandi til að hljóta hæstu ESG-einkunnina frá MSCI
Sjóðurinn Stefnir – Scandinavian Fund ESG hefur hlotið AAA-einkunn MSCI, þá hæstu sem veitt er og er hann fyrstur íslenskra sjóða til að hljóta þessa einkunn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðastýringarfyrirtækinu Stefni.
Viðskiptaverðlaun Innherja 2021: Fortuna Invest, Agnar Tómas Möller og Örn Þorsteinsson tilnefnd í flokknum Spámaðurinn
Fortuna Invest, Örn Þorsteinsson hjá Akta og Agnar Tómas Möller hjá Kviku eru öll tilnefnd til Viðskiptaverðlauna Innherja og 1881 í flokknum Spámaðurinn. Þetta er mat dómnefndar Innherja. Verðlaunin verða veitt og úrslit kunngjörð á Fullveldishátíð atvinnulífsins, miðvikudaginn 15. desember næstkomandi.