Lífið

Fegurðar­drottning fékk nýtt her­bergi

Í fyrsta þætti af fimmtu þáttaröð af Skreytum hús, sem er í umsjón Soffíu Daggar Garðarsdóttur, heimsótti hún mæðgurnar, Emilíu Þóru Ólafsdóttur og Írisi Kristinsdóttur, gjarnan kennd við Buttercup, sem eru nýlega fluttar á Álftanes úr Grindavík.

Lífið

Segist aldrei myndu deita Depp

Camille Vasquez lögmaður Hollywood stjörnunnar Johnny Depp segir að hún myndi aldrei deita leikarann. Tilefnið er þrálátur orðrómur þess efnis að þau séu nú að stinga nefjum saman.

Lífið

Sunn­eva nefndi son Jóhönnu

Sunneva Einarsdóttir, áhrifavaldur og raunveruleikastjarna, gaf syni vinkonu sinnar, Jóhönnu Helgu Jensdóttur áhrifavalds og útvarpskonu á FM957, nafn við hátíðlega athöfn um helgina. Litli drengurinn fékk nafnið Styrmir Óli Geirsson. Tvær athafnir fóru fram, annars vegar skírn í kirkju og svo athöfnin í heimahúsi. 

Lífið

Meiri­hluti er haldinn loddaralíðan

Markþjálfi segir að rannsóknir sýni að mikill meirihluti fólks sé haldinn svokallaðri loddaralíðan. Konur og minnihlutahópar eru þar í miklum meirihluta en sé ekkert að gert geti það verið ávísun á kvíða, þunglyndi og að viðkomandi dragi sig til baka.

Lífið

Tveggja barna for­eldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu

Hjónin Greta Salóme Stefánsdóttir tónlistarkona og Elvar Þór Karlsson, eignuðust dreng þann 23. október síðastliðinn. Um að ræða þeirra annað barn saman en fyrir eiga þau Bjart Elí sem fæddist í nóvember árið 2022. Greta tilkynnti gleðitíðindin í færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið

Tapaði miklum peningum í vínbransanum

Halldór Laxness Halldórsson, Dóri DNA, segist hafa tapað miklum peningum með því að taka sér hlé frá uppistandi og hefja rekstur vínbars við Hverfsigötu. Lærdómurinn hafi verið mikilvægur.

Lífið

Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar

Hrekkjavökuteiti voru fyrirferðamikil hjá stjörnum landins í liðinni viku enda var hrekkjavakan haldin hátíðlega víðsvegar um heiminn síðastliðinn fimmtudag. Tónlistarkonan Salka Sól og félagar hennar héldu eitt flottasta hrekkjavökupartýið á laugardagskvöld þar sem stórstjörnur landsins komu saman. 

Lífið

Dawson's Creek leikari með krabba­mein

Bandaríski leikarinn James Van Der Beek hefur verið greindur með ristilkrabbamein. Van Der Beek er hvað þekktastur fyrir leik sinn í unglingaþáttunum Dawson‘s Creek og kvikmyndinni Varsity Blues. Hann er 47 ára gamall. Hann greindi frá greiningunni í viðtali við tímaritið People.

Lífið

Margot Robbie orðin mamma

Leikkonan Margot Robbie og Tom Ackerley eignuðust dreng í síðasta mánuði. Um er að ræða fyrsta barn þeirra hjóna sem hafa verið gift frá 2016.

Lífið

Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu?

Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu er há og hringlaga, skreytt elegant svörtum slaufum, miðað við val á kökum raunveruleikastjarnanna, Ástrósar Traustadóttur og Kylie Jenner. Báðar birtu mynd af sambærilegum kökum á Instagram í tilefni merkra tímamóta í lífi þeirra.

Lífið

Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna

Líkt og flestir vita fór hrekkjavökuhátíðin fram síðastliðinn fimmtudag. Stjörnurnar  Hollywood eru ekki undanskildar og halda hátíðlega upp á hrekkjavökuna ár hvert og keppast um að klæðast flottasta búningnum.

Lífið

Hlutir sem skapa nota­lega stemningu á heimilinu

Nóvember er genginn í garð og vetur konungur farinn að minna á sig. Nú er tíminn til að tendra á kertum og umvefja heimilið hlýlegri stemningu. Stofurýmið er aðalvistvera fólks, en það eru oftar en ekki smáatriðin sem skipta mestu máli. Hér að neðan má finna nokkrar hugmyndir sem gefa heimilinu aukna hlýju og karakter.

Lífið

Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu

„Ég er stolt af mömmu minni fyrir að taka áskorun minni og fara út fyrir kassann og prófa eitthvað nýtt. Hún sýnir kjark og þor og sannar að það er aldrei of seint að prófa nýja hluti og ögra sér. Svo finnst mér líka pínu gaman að því að þó við séum um margt líkar þá segir kynslóðabilið líka sitt,“ segir Helga Kristín Ingólfsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá Arion banka, um móður sína, Guðrúnu Ernu Þórhallsdóttur, aðstoðarskólastjóra í Árbæjarskóla, en þær mægður settu nýverið í loftið hlaðvarpið „Móment með mömmu“. 

Lífið

Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur

Það eru ekki margir sem státa af þeirri reynslu að hafa dáið og komið aftur til lífs. Og það eru líklega enn færri sem geta sagt að þeir gangi bókstaflega fyrir rafhlöðum. Þorvaldur Sigurbjörn Helgason er einn af þeim.

Lífið

Bjarni Ben orðinn tvö­faldur afi

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er orðinn afi í annað sinn. Margrét Bjarnadóttir elsta dóttir Bjarna og unnusti hennar Ísak Ernir Kristinsson eignuðust dóttur á þriðjudaginn.

Lífið

Hollywood stjarna til liðs við Lauf­eyju

Íslenska tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur sett sinn einstaka svip á jólalagið vinsæla „Santa Baby,“ sem var skrifað af Joan Javits og upprunalega flutt af Eartha Kitt árið 1953. Laufey sett lagið í djass-búning og fékk bandaríska Hollywood leikarann Bill Murray til liðs við sig. 

Lífið

Þurft að horfa í­trekað á mynd­bönd Jennifer Lopez

Fyrrverandi Playboy fyrirsætan Rachel Kennedy segir að tónlistarmaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Puff Daddy, hafi neytt hana til að horfa síendurtekið á tónlistarmyndbönd með tónlistarkonunni Jennifer Lopez í einu af alræmdum partýum hans árið 2000. Þar var reyndar enginn utan hans sjálfs.

Lífið

Brady í á­falli yfir barn­eignum Bündchen

Bandaríska NFL goðsögnin Tom Brady gat ekki ímyndað sér að fyrrverandi eiginkona hans og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen myndi eignast barn með núverandi kærasta sínum Joaquim Valente. Hann er sagður hafa verið gapandi hissa yfir tíðindunum.

Lífið