Lífið

Saga og Villi eignuðust son

Ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson, oftast þekktur sem Villi naglbítur, eignuðust son fyrr í mánuðinum. 

Lífið

Lindsay Lohan er ólétt

Leikkonan Lindsay Lohan og eiginmaður hennar, Bader Shammas, eiga von á sínu fyrsta barni. Þau gengu í það heilaga á síðasta ári eftir að hafa verið trúlofuð í tæpt ár. 

Lífið

Styttist óðum í að ný og endurbætt verslun Góða hirðisins opni

Æstir aðdáendur Góða hirðisins geta fagnað því að ný verslun opnar innan skamms í gömlu Kassagerðinni. Undirbúningur er í fullum gangi en þegar eru um hundrað tonn af vörum í búðinni og bætist stöðugt við. Vöruúrval verður aukið og sérstakt rými frátekið til að hjálpa fólki að endurnýta og laga. Verkefnastjóri segir þetta tímamót í sögu Góða hirðisins og endurnotkun á Íslandi.

Lífið

Hjart­næmt mynd­skeið sýnir mæðgur sam­einaðar á ný eftir 29 ár

Meðfylgjandi myndskeið hefur fangað hug og hjörtu netverja eftir að hin bandaríska Allie Murphy Seabock birti það á TikTok nú á dögunum. Þar má sjá augnablikið þegar móðir Allie og dóttirin sem hún gaf til ættleiðingar nær þremur áratugum áður eru sameinaðar á ný, og eins og vænta má eru endurfundirnir afar tilfinningaþrungnir.

Lífið

Stjörnurnar fögnuðu í eftir­partýi Vanity Fair

Að Óskarsverðlaunahátíðinni lokinni er kvöldið þó rétt að byrja hjá stjörnunum sem tínast í hin ýmsu eftirpartý. Langstærst er eftirpartý tímaritsins Vanity Fair en þangað flykkjast allar stærstu stjörnurnar.

Lífið

Vand­ræða­legt við­tal við Hugh Grant vekur um­tal

Vandræðalegt viðtal við breska leikarann Hugh Grant á kampavínslitaða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær hefur vakið töluverða athygli. Netverjar eru ekki á sama máli um hvort sökin sé hjá leikaranum eða konunni sem tekur viðtalið við hann

Lífið

„Ég vona að þau verði látin sitja á Íslandi“

Harry Bretaprins og Meghan Markle hefur verið boðið að vera viðstödd krýningu föður hans Karls III Bretakonungs 6. maí næstkomandi en ef marka má heimildarmenn Daily Mail hyggjast meðlimir konungsfjölskyldunnar hunsa þau ef þau mæta.

Lífið

Þetta eru sigur­vegarar Óskarsins 2023

Kvikmyndin Everything, Everywhere All At Once er ótvíræður sigurvegari Óskarsverðlaunahátíðarinnar 2023. Myndin hreppti sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki, leikstjórn og sem besta mynd. Þýska stríðsmyndin All Quiet on the Western Front kom næst á eftir með fern verðlaun.

Lífið

Sara vann ekki Óskarsverðlaun

Sara Gunnarsdóttir vann ekki Óskarsverðlaun fyrir teiknaða stuttmynd sína, My Year of Dicks. Teiknimyndin The Boy, the Mole, the Fox and the Horse hreppti þess í stað verðlaunin.

Lífið

Óskarsvaktin 2023

Óskarsverðlaunin fara fram í kvöld í Dolby leikhúsinu þar sem allar skærustu stjörnur kvikmyndaheimsins koma saman og vonast eftir því að fara heim með gullstyttu. Dóra Júlía og Kristín Ólafsdóttir ætla að halda uppi vaktinni í nótt og fara með lesendum í gegnum rauða dregilinn og hátíðina. Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas er svo að lýsa hátíðinni í beinni á Stöð 2. 

Lífið