Menning

Stærsta frumsýningin framundan

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, kvikmyndaleikstjóri, og Valgerður Rúnarsdóttir, dansari og danshöfundur, eru önnum kafið fólk. Hafsteinn frumsýndi París norðursins í gærkvöldi og Valgerður sýndi tvö frumsamin dansverk á árinu og dansar nú í því þriðja í Borgarleikhúsinu. Stærsti viðburður ársins verður þó eftir sex vikur.

Menning

Listasagan, vídeó og gagnvirkt verk

Þrjár sýningar verða opnaðar í Listasafni Reykjavíkur á morgun: Erró og listasagan, Skipbrot úr framtíðinni/Sjónvarp úr fortíðinni eftir Ásdísi Sif Gunnarsdóttur og Gagnvirkur veggur eftir Mojoko og Shang Liang.

Menning

Villtar í báðum merkingum orðsins

Ætar kökuskreytingar nefnist ljóðabók sem kemur út í dag á vegum Meðgönguljóða. Ljóðskáldið, Emil Hjörvar Petersen, er þekktari sem höfundur þríleiksins Sögu eftirlifenda en hann segist þó aldrei hafa lagt ljóðlistina á hilluna.

Menning

Nóg er eftir af engu

Forvitnin um hið óþekkta dregur listamennina Freyju Reynisdóttur og Arnar Ómarsson áfram í þverfaglegum tilraunum við að kanna það sem ekki er, eða er í öllu falli óskiljanlegt. Þau vinna nú saman að verkefni sem nefnist Núll.

Menning

Beðið eftir umsóknum í bréfapósti

Tinna Gunnlaugsdóttir hefur gegnt stöðu leikhússtjóra frá árinu 2004 eða í tíu ár. Skipað er í stöðuna til fimm ára í senn. Grunnlaun leikhússtjóra eru 659.654 krónur.

Menning

Söngperlur tenórsins

Elmar Gilbertsson tenór syngur fimm þekktar aríur á hádegistónleikum í Hafnarborg á morgun, þriðjudag.

Menning

Fyrsta bókin strax seld til 25 landa

Hinn sænski Fredrik T. Olsson varð heltekinn af hrollvekjandi hugmynd sem spratt fram og varð að að efni í hans fyrstu bók. Hún nefnist Slutet på kedjan á frummálinu og Síðasti hlekkurinn í íslenskri þýðingu Ísaks Harðarsonar sem Forlagið hefur gefið út.

Menning

Mjólkurrörin sjást í nýja listaverkinu

Staðreynd – Local Fact er heiti sýningar Örnu Valsdóttur myndlistarkonu sem hún opnar í dag klukkan 15 í Listasafni Akureyrar. Af sex vídeóverkum er eitt glóðvolgt úr smiðju hennar. Kórinn Hymnodia flytur sönggjörning við opnunina.

Menning

Kórstarf er óformlegt nám

Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir hefur birt grein í tímaritinu British Journal of Music Education um hvernig kórsöngvarar upplifa samvinnu og hversu kórastarf er menntandi.

Menning

Skemmtileg sýning og margslungin

Sýningunni Snertipunktum í Listasafni Árnesinga í Hveragerði hefur verið afar vel tekið af gestum á öllum aldri að sögn Ingu Jónsdóttur safnstjóra.

Menning

Rás mun snerta gesti

Sýningin Rás verður opnuð í Hafnarborg í Hafnarfirði á morgun, föstudag. Þar sýna sex einstaklingar sem hafa verið áberandi í myndlistarlífinu.

Menning

Söngur og gleði í Hamraborg

Búast má við einstakri stemningu í Hamraborg í Hofi á Akureyri annað kvöld þegar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands efnir til tónleikanna Syngdu með.

Menning

Vígtenntar kanínur og myndlistarpólitík

Götulistamaðurinn Pure Evil merkti sér svæði víðs vegar um borgina en hann er virtur listamaður innan götulistarheimsins. Verk hans eru metin á allt að sjö hundruð þúsund íslenskar krónur.

Menning

Frumsýna fimm verk

Leiklistarhátíðin Lókal hefst í dag. Þetta árið er áherslan á íslensk verk. Ragnheiður Skúladóttir stýrir hátíðinni ásamt Bjarna Jónssyni og Guðrúnu J. Guðmundsdóttur.

Menning