Menning

Heitustu haustferðirnar

"Heitustu haustferðirnar hjá okkur eru til Krakár í Póllandi og Jamaica," segir Guðbjörg Sandholt hjá Heimsferðum. "Svo er Barcelona alltaf vinsæl líka á haustin, ásamt Prag, Búdapest og Kanarí.

Menning

Sjávarréttir við smábátahöfnina

Kaffi Duus í Keflavík er einn þeirra snotru veitingastaða á landinu sem njóta þess að vera við sjávarsíðuna, sem verður að teljast mjög vel við hæfi í útgerðarbæ. Smábátahöfnin blasir við með því athafnalífi sem þar er og Bergið myndar bakgrunninn

Menning

Sædís Ósk Helgadóttir 11 ára

Sædís Ósk Helgadóttir er nýkomin úr sumarbústað í grennd við Hveragerði með vinkonum sínum og dregur aðeins við sig jáið þegar hún er spurð hvort hún hlakki til þegar skólinn byrjar. Hún er ekkert sérstaklega spennt enda gaman að vera í fríi þegar veðrið er svona gott.

Menning

Ódýrustu vörurnar af hverri tegund

Verðkönnunin fór þannig fram að 10 starfsmenn fóru samtímis í 10 verslanir með innkaupalista. Hver og einn bað um verslunarstjóra eða fulltrúa hans þegar hann kom í viðkomandi verslun, gerði grein fyrir erindi sínu og fékk aðstoð hans eða annars starfsmanns til að finna ódýrustu vörurnar á listanum.

Menning

Hollt og gómsætt nesti alla vikuna

Í hugum margra er skóladagurinn langur. Frímínútur og nestishlé eru yfirleitt það sem brýtur upp daginn. Þá hittir maður líka vini og kunningja og getur spjallað um allt milli himins og jarðar. Mikilvægt er að borða vel í skólanum svo einbeitingin sé í lagi og þreytan hrjái engan.

Menning

Liggur í loftinu í fjármálum

Síminn hefur ákveðið að fella niður stofngjöld á heimilissíma og ISDN tengingum frá 16. ágúst - 6. september. Þarna er komið til móts við ungt fólk sem er stofna heimilissíma í fyrsta skipti.

Menning

Vandamál að týna vegabréfi

Að glata vegabréfinu sínu í útlöndum getur verið stórvandamál og jafn gott að geyma það á öruggum stað meðan á ferðalaginu stendur.

Menning

25.000 manna samsöngur í Tallin

Hrafnhildur Blomsterberg kórstjóri er svo heppin að vinnan hennar og áhugamálið fara saman. Hún fór með Kór Flensborgarskólans á kóramót á vegum Europa Cantat í lok júní

Menning

C vítamín liðkar liðina

Margir þjást af liðagigt eða stirðleika og óþægindum í liðamótum. Nú hefur komið í ljós að C vítamín sem kemur beint úr fæðunni getur reynst fyrirbyggjandi gegn sjúkdómum og óþægindum í liðum.

Menning

Hvellir og skellir eru verstir

Síðustu ár hafa erlendar rannsóknir sýnt að greinileg aukning er á heyrnarskaða hjá ungu fólki og heyrn þess er að verða eins og hún var hjá miðaldra fólki í næstu kynslóð á undan

Menning

Of þungur í tólf ár

"Ég er búinn að vera með einkaþjálfara í átta mánuði en er nú í mánaðarfríi. Ég er búinn að missa sautján kíló og byggja upp heilmikinn vöðvamassa," segir Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari, aðspurður um það hvernig hann haldi sér í formi.

Menning

Leiðandi í breyttum kennsluháttum

Eitt af hlutverkum nýs Fjölbrautaskóla á Snæfellsnesi er að vera leiðandi í breyttum kennsluháttum og í nýtingu upplýsingatækni í skólastarfi. Meginmarkmiðið með þessum nýju kennsluháttum er að nám nemendanna verði skilvirkara þannig að þeir nái betri tökum á námsefninu.

Menning

Mikill verðmunur á skólavörum

Verslunin Office 1 í Kringlunni býður lægsta verðið á skólavörum þetta haustið af þeim tíu verslunum sem Fréttablaðið gerði könnun í um hádegisbil á mánudag.

Menning

Maraþon og músík

Allir geta verið með í Reykjavíkurmaraþoninu, þeir sem ekki vilja hlaupa ættu að drífa sig út og hvetja hlauparana áfram," segir Hjördís Guðmundsdóttir hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur sem sér um framkvæmd hlaupsins

Menning

Lífið snýst um hegðun

Hegðun er það sem lífið snýst um segir heimþekktur fræðimaður á sviði atferlisgreiningar sem staddur er hér á landi vegna stofnunar samtaka áhugafólks um atferlisgreiningu. 

Menning

Leiðsögn um landið dásamleg vinna

Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur er ein þeirra mörgu sem hafa haft leiðsögn að aukastarfi og er nýkomin úr gönguferð um Viðey þegar við hittum hana. Þar hafði hún verið að uppfræða hóp af Íslendingum og segir ekkert síður þörf á góðri leiðsögn fyrir Íslendinga en útlendinga. "Ég hef leiðsagt talsvert fyrir Ferðafélag Íslands og fyrir 20 árum vissu þeir sem voru í hópnum oft miklu meira en ég en á tímabili breyttist það.

Menning

Iðnaðarmenn í bullandi atvinnu

Mér finnst ekki ganga nógu vel að fækka atvinnulausu fólki innan skrifstofu- og verslunargeirans og þar gengur enn margt fólk með tölvukunnáttu og reynslu í sölustarfsemi atvinnulaust," segir Jón Baldvinsson hjá Ráðningarþjónustunni á Háaleitisbraut.

Menning

Söluhæsti BMW bíllinn frá upphafi

Þrátt fyrir að BMW þrjú línan sé komin á sjöunda framleiðsluár er hún enn að seljast í Evrópu í svipuðu magni og á síðasta ári og er orðin söluhæsti bíll BMW frá upphafi. Sígild og sterk hönnun, góð tækni og frábærir aksturseiginleikar er meðal þess sem Helga Guðrún Jónasdóttir, kynningastjóri hjá B&L, telur skýra vinsældir bílsins.

Menning

Bílum fjölgar enn

Skráningum nýrra bíla hefur fjölgað um tæp 19 prósent það sem af er árinu og stefnir í töluverða aukningu á sölu bíla á árinu. Í fyrra voru skráðir rétt um 13.300 nýir bílar samanborið við um 8.500 bíla árið 2002.

Menning

Rósaleppaprjón í nýju ljósi

Í sumar hefur Hélene Magnússon unnið að verkefni um rósaleppaprjón en til þess fékk hún styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Hélene er frönsk og hefur búið á Íslandi í sjö ár en í vor útskrifaðist hún frá Listaháskóla Íslands úr textíl- og hönnunardeild. "Ég tek íleppamynstrið, stækka það og nota í peysur, vettlinga og fleira.

Menning