Menning

Túristi í einn dag

Ef til vill ertu einn af þeim sem ferðast út um allt og hafa skoðað sögufræga staði erlendis og gengið um hálendi Íslands en hafa samt aldrei farið í Bláa lónið, upp í Hallgrímskirkjuturn eða séð Gullfoss og Geysi.

Menning

Ferðast með börnin

"Ég ferðaðist mikið sem barn og man eftir því að hafa keyrt hinumegin á landið án þess að stoppa. Þá hossaðist maður í bílnum í níu klukkustundir og það var alveg hrikalegt," segir Þóra Sigurðardóttir, annar umsjónarmaður Stundarinnar okkar, en hún hefur mikið ferðast með börnum og hefur ráð undir rifi hverju um hvernig eigi að létta börnum langar bílferðir.

Menning

Línudans um landið

Jóhann Örn Ólafsson, yfirkennari Danssmiðjunnar, er betur þekktur um land allt sem Jói dans. Allavega eftir ferð sem hann fór í fyrrasumar þar sem fjölskyldan sameinaði skemmtiferð og vinnu og fór hringinn með línudansnámskeið.

Menning

Eldingavari við bílveiki

Í framhaldi af grein um bílveiki hér á síðunum hafa margir lesendur komið að máli við blaðið með ábendingar sem reynast vel við bílveiki. Algengast var að fólk benti á eldingavara sem góða lausn.

Menning

Morgunkorn óhollara í Bretlandi

Enskt morgunkorn er óhollara en sama morgunkorn í öðrum löndum, samkvæmt könnun gerðri af breska dagblaðinu Daily Mail. Leiddi könnunin í ljós að í Kelloggs-kornflögum seldum í Englandi, er sykurinnihald um tíu prósentum hærra og saltinnihald um tuttugu og fimm prósentum hærra en í sömu kornflögum seldum í Bandaríkjunum.

Menning

Mjóir vikudagar

"Ég hugsa nú voðalega lítið um heilsuna," segir Jón Þór Þorleifsson, pródúsent þáttarins Hjartsláttur á ferð og flugi hjá sjónvarpsstöðinni Skjá einum.

Menning

Munur á að skauta og skauta rétt

"Þetta er mjög holl hreyfing fyrir líkamann og ekkert högg á hné og mjaðmir eins og í hlaupi til dæmis," segir Helgi Páll Þórisson, annar eigandi linuskautar.is. Hann og Árni Valdi Bernhöft reka þetta fyrirtæki og er þetta þeirra fimmta sumar í bransanum.

Menning

Alka-Seltzer á Íslandi

Í fyrsta skipti á Íslandi er nú hægt að kaupa þynnkubanann og verkjalyfið fræga Alka-Seltzer sem ferðamenn hafa borið með sér að utan í áratugi.

Menning

Sodo gelin

Sodo gel er nýjung á íslenskum markaði. Þrenns konar gel standa til boða, brjóstagel sem nota má á brjóstin, upphandleggi og háls, andlitsgel sem má nota á andlitið og rasskinnagel má nota á rasskinnar, maga og læri.

Menning

Instant karma

Líkami og sál Guðjón Bergmann, jógakennari og rithöfundur, skrifar um að taka afleiðingum gjörða sinna.

Menning

Kvörtun yfir læknismeðferð

Vilji sjúklingur kvarta yfir meðferð hér á landi getur hann beint kvörtun sinni til landlæknis eða nefndar um ágreiningsmál, samkvæmt 5. mgr. 3. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990.

Menning

Öryggismyndavélum fjölgað

Til stendur að fjölga öryggismyndavélum á stærstu vegum í Svíþjóð um rúmlega helming eða úr 330 myndavélum í 700. Útreikningar sýna að um fjögur hundruð þúsund manns munu nást á filmu á ári eftir þessa fjölgun á myndavélum. Á síðasta ári var tekin mynd af aðeins tíu þúsund manns.

Menning

Snaggaralegir og sportlegir

Mitsubishi Motors Corporation frumsýnir þrjá nýja bíla á bílasýningunni í París í september. Bílarnir eru þriggja dyra Colt CZ3, þriggja dyra 150 hestafla Colt CZT með forþjöppu og 202 hestafla Outlander Turbo cross-over. Einnig ætlar Mitsubishi Motors að sýna alla bestu bíla sína í París, bæði fyrir kappakstur og almennan vegaakstur. Í síðarnefnda flokknum eru til dæmis Lancer Evolution VIII 2004.

Menning

Eigendur Toyota ánægðastir

Niðurstöður úr árlegri könnun könnunarfyrirtækisins J.D. Power og þýska bílatímaritsins MOT sýn að eigendur Toyota eru ánægðastir allra bílaeigenda í Þýskalandi. Þetta er þriðja árið í röð sem þýskir bílaeigendur eru ánægðastir með Toyota og hefur bílaframleiðandinn þónokkra yfirburði fram yfir þá bíla sem næstir koma.

Menning

Ísbjarnarkjöt og þverskorin ýsa

"Það jafnast ekkert á við heimabökuðu pitsuna okkar Massimos," segir Hörður Torfason tónlistarmaður, en í matargerðarlistinni opnaðist fyrir honum nýr heimur þegar hann kynntist ítölskum eiginmanni sínum.

Menning

Ofbeldi er ekki árstíðarbundið

Karlahópur Femínistafélagsins herjar nú á átakið Karlmenn segja nei við nauðgunum, líkt og fyrir síðustu verslunarmannahelgi. Hjálmar Sigmarsson er meðal þeirra og segir hann karlmenn hafa sloppið auðveldlega við umræðu um nauðganir. "Undanfarin ár hefur athyglin beinst að stelpum og hvað þær geta gert til að verjast nauðgunum. Við viljum einbeita okkur að því hvað karlmenn geta gert til að koma í veg fyrir nauðganir.

Menning

Þriggja hæða herleg terta

Bræðurnir Gunnar Jökull og Kjartan Tindur Gunnarssynir eiga afmæli með fárra daga millibili. Yfirleitt er haldið upp á þau með einni stórri sameiginlegri veislu og þar sem þau eru að sumarlagi er stundum hægt að halda hana úti í garði.

Menning

Ólíkar matarvenjur frændþjóðanna

Matarvenjur Norðurlandabúa eru ólíkar þrátt fyrir skyldleika þjóðanna. Norðmenn virðast hafa mesta reglu á máltíðunum meðan Svíar eru nútímalegastir og Finnarnir halda fastast í hefðirnar.

Menning

Stuðið kostar sitt

Þótt tilhlökkun sé vonandi sterkasta tilfinningin í aðdraganda verslunarmannahelgar er líka nauðsynlegt að hugsa fyrir útgjöldunum því allt kostar eitthvað.

Menning

Safnar Snæfellsnesinu saman

Í byrjun þessa árs gaf Reynir Ingibjartsson út sérkort og leiðarlýsingu af Inn-Snæfellsnesi. Nú hefur hann bætt um betur og gefið út þrjú önnur kort af Snæfellsnesi.

Menning

Námsmannatrygging

Tryggingamiðstöðin býður nú fyrst íslenskra tryggingafélaga upp á sérstaka námsmannatryggingu sem felur meðal annars í sér forfallatryggingu fyrir skólagjöldum.

Menning

Sumarhýran dugir til vors

"Ég næ oftast að safna mér góðum pening á sumrin og yfirleitt á ég afgang á vorin. Þó er ég dugleg að kaupa mér föt, fara í bíó og gera það sem mig langar til. Ég hef bara haft það góð laun á sumrin og síðan fæ ég dreifbýlisstyrk tvisvar á ári," segir Kristín Lilja Friðriksdóttir, 19 ára nemi við Kvennaskólann í Reykjavík.

Menning

Tjaldað til einnar nætur

Þeir sem ætla að "tjalda til einnar nætur" eða öllu heldur helgar, kjósa sumir að leigja sér tjald eða tjaldvagn í stað þess að fjárfesta í slíkum búnaði til frambúðar.

Menning

Losnað við yfirdráttinn

Góð ráð Ingólfur Hrafnkell Ingólfsson, félagsfræðingur og leiðbeinandi á námskeiðum Fjármála, svarar spurningu um yfirdrátt.

Menning

Norska húsið í Stykkishólmi

Þeir sem eiga leið í Stykkishólm ættu ekki að láta hjá líða að skoða Norska húsið í bænum, sem á sér langa sögu en þjónar nú sem Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Byggðasafnið telst stofnað árið 1956, þegar Ragnar Ásgeirsson fór um Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og hvatti fólk til að gefa gamla muni til stofnunar safns í sýslunni.

Menning