Menning

Hluti af þjóðarsálinni

Tapas er eitt af því sem einkennir spænska matargerð og hefur gert það í mörg hundruð ár. Orðið tapas þýðir í raun og veru að hylja en þetta eru smáréttir sem eru borðaðir á krám og veitingahúsum fyrir hádegismat og kvöldmat til að seðja sárasta hungrið.

Menning

Vorblót í Vesturbænum

Síðustu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á þessu starfsári verða í Háskólabíói í kvöld. Vladimir Ashkenazy stjórnar hljómsveitinni, sem ætlar að flytja þrjú verk eftir Igor Stravinskí - Pulcinellu, Eldfuglinn og Vorblót.

Menning

Útvarpstækið ómissandi

Aino Freyju Järvelä leikkonu finnst útvarpstækið besti hluturinn í bílnum sínum. Hún segist yfir höfuð ekki hlusta mikið á útvarp en nýti tímann í það þegar hún sé að keyra.

Menning

Svört sveifla í hádeginu

"Það verður svört sveifla núna í hádeginu," segir Antonia Hevesi, organisti í Hafnarfjarðarkirkju, sem stendur fyrir fernum tónleikum á Björtum dögum í Hafnarfirði.

Menning

Hef verið latur að sýna á Íslandi

"Þetta er eins konar yfirlit yfir það sem ég hef veirð að fást við í myndlist frá upphafi, svona alveg frá því ég var ellefu ára gamall," segir Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður og rithöfundur, um stóra sýningu sem hann opnar í Hafnarhúsinu í kvöld.

Menning

Tilboð á hljóðfærum

Nú stendur yfir tilboð á hljóðfærum í versluninni Gítarnum að Stórhöfða 27. Í versluninni er yfirleitt reynt að vera með tilboð sem þessi reglulega og rík áhersla er lögð á gott verð á hljóðfærum.

Menning

Áhrifavaldurinn í lífi Freuds

Í Þýskalandi kom út á síðasta ári bókin Martha Freud: Die Frau des Genies eftir Katju Behling-Fischer. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta ævisaga Mörthu, eiginkonu Sigmunds Freud, frægasta sálkönnuðar sögunnar.

Menning

Dansinn dunar á leiksviðinu

"Dansleikhús er tiltölulega ung listgrein sem hefur átt auknum vinsældum að fagna úti í hinum stóra heimi, en hefur minna verið sinnt hérna þar sem leikhús og dans hafa meira verið sitt í hvoru lagi," segir Guðrún Vilmundardóttir, dramatúrg í Borgarleikhúsinu.

Menning

Dansa berfætt úti í garði

Björn Thors er tilnefndur til Grímuverðlaunanna í ár en hann kemur til með að spreyta sig á aðalhlutverkinu í Hárinu í Austurbæ í sumar.

Menning

Með næstum allt á hreinu

Sýningin Með næstum allt á hreinu verður frumsýnd á Broadway 2. október næstkomandi. Verður hún að hluta til byggð á tónlistinni úr hinni vinsælu Stuðmannamynd Með allt á hreinu.

Menning

Bestu kaupin í kassavínum

Í nýjasta hefti Gestgjafans fjallar Þorri Hreinsson vínrýnir um kassavín og er niðurstaðan af úttekt hans að hvítvínið Gruntrum Riesling séu bestu kaupin í kassavínum í Vínbúðum hérlendis. Þorri mælir með víninu einu og sér, með léttum fiskréttum og austurlenskum mat.

Menning

Tilboð á símaþjónustu

Hjá Símanum er nú hægt að nýta sér tilboð sem heitir Allt saman. Þar hefur þú heimasíma, ADSL-sítengingu og farsíma hjá Símanum og færð að launum ýmis frábær tilboð.

Menning

Liggur í loftinu í atvinnu

<strong>Regluleg laun hækkuðu</strong> að meðaltali um 1,5 prósent á milli fyrsta ársfjórðungs 2003 og fyrsta ársfjórðungs 2004.

Menning

Torfbæir og stemningsmyndir

"Við höfum verið í tvö ár að undirbúa þessa opnun," segir María Karen Sigurðardóttir, forstöðumaður Ljósmyndasafns Reykjavíkur, en myndavefur safnsins hefur verið opnaður.

Menning

Álfabikarinn

Álfabikarinn er margnota gúmmíbikar sem tekur við tíðablóði og kemur í stað dömubinda og tappa. Hann er gerður úr 100% náttúrulegu gúmmíi, án allra aukaefna og veldur því ekki ertingu. Engin tré eru felld til að afla hráefnisins heldur er gúmmíinu tappað af sömu trjám ár eftir ár. Enginn úrgangur fellur til við notkun hans.

Menning

Aðeins kristnir menn borða mýs

Tumi Tómasson, skólastjóri Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, hefur ferðast um allan heim í leit að efnilegum nemendum í skólann. Á ferðum sínum hefur hann komist í tæri við alls konar matargerð og er löngu hættur að kalla allt ömmu sína í þeim efnum.

Menning

Skemmtilegt að spara

Fyrsta spurning er: Hvað er besti kostur til að ávaxta litlar upphæðir til dæmis ef fólk leggur fyrir mánaðarlega. Önnur spurning: Hvaða kostur er bestur og öruggastur til að ávaxta stærri upphæðir án bindingar til margra ára.

Menning

Liggur í loftinu í fjármálum

<strong>100 ár</strong> eru nú liðin frá því að Íslandsbanki eldri opnaði. Í tilefni af því opnaði sögusýning í öllum útibúum Íslandsbanka í gær. Á sögusýningu minnast starfsmenn Íslandsbanka ásamt þjóðinni allri fjármálasögu bankans.

Menning

Er hægt að vera of vel tryggður?

Þegar hugað er að ferðalagi er gott að hafa varann á því margt getur komið uppá. Flestir reyna að fá sér eins víðtæka ferðatryggingu fyrir sig og sína og hægt er þegar haldið skal í ferð.

Menning