
Skoðun

Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt?
Það er eiginlega illskiljanlegt, þegar góðir menn og gegnir, skynsamir menn, tjá sig með þeim hætti, að Atlantshafsbandalagið, NATO, full aðild og þáttaka í starfi þess, sé flott mál og fínt, en full aðild að ESB slæmt eða ómögulegt áform, sem hafna beri.

Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands!
Rektorskjör er á næsta leiti við Háskóla Íslands og margir frambærilegir frambjóðendur í kjöri sem líkast til veldur útbreiddum valkvíða. Um leið og Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki, tilkynnti um framboð sitt velktist ég þó ekki lengur í vafa um hver hlyti mitt atkvæði.

Af hverju kílómetragjald?
Til umræðu á Alþingi er nýtt tekjuöflunarfyrirkomulag ríkisins til að standa undir vegakerfinu. Þetta er stórt skref í átt að sjálfbærri, sanngjarnri og gagnsærri skattlagningu ökutækja og umferðar á Íslandi.

Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur
Háskóli Íslands stendur á tímamótum. Góð stefnumótun og framtíðarsýn skipta sköpum fyrir þróun hans sem alþjóðlegs rannsóknaháskóla sem leggur áherslu á kennslu og samtal við samfélagið.

Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú?
Eins og mörgum er kunnugt þá hefur nýkjörinn Bandaríkjaforseti ekki setið auðum höndum síðan hann tók við.

Flosa til formennsku í VR
Ég fagna því sem félagsmaður til áratuga í VR að Flosi Eiríksson hafi ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í félaginu. Það skiptir máli hver stýrir VR sem er stærsta verkalýðsfélag Íslands með rúmlega 40.000 meðlimi.

Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju
8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Í ár sameinumst við í kvennagöngu frá Arnarhóli klukkan 13 og endum á baráttufundi í Iðnó gegn hernaði og nýlenduhyggju. Við munum hlýða á ræður og tónlistaratriði frá breiðum hópi kvenna sem koma frá Íslandi, Palestínu, Úkraínu og Grænlandi.

Týndir hælisleitendur
Rúmlega 150 einstaklingar sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi eru týndir í kerfum lögreglunnar samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra og birtar voru í fjölmiðlum nýlega.

Stenzt ekki stjórnarskrána
Fundað var í dag í utanríkismálanefnd Alþingis um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um bókun 35 við EES-samninginn.

Skipulagsslys í Garðabæ
Óhætt er að segja að megn óánægja sé meðal íbúðaeigenda í Þorrasölum með fyrirhugaða vinnslutillögu skipulagsnefndar Garðabæjar að deiliskipulagi fyrir Vetrarmýri og Smalaholt, sem legið hefur frammi til forkynningar.

Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini
Þessa dagana er hópur landsmanna að fá boð um að taka þátt í skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Þar með er langþráðum áfanga náð og skimun fyrir þessari algengu tegund krabbameina að hefjast eftir langan undirbúning.

Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna
Síðustu áratugi hefur stjórnmálaumræða í Evrópu þróast á þann hátt að margir leiðtogar virðast hafa misst tengslin við raunveruleikann, líkt og Don Quixote, hetjan úr hinni frægu skáldsögu eftir Cervantes, hafa þeir elt vindmyllur hugmyndafræðinnar án þess að sjá hvað raunverulega skiptir máli.

Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti
Bræður Jósefs æsa hvern annan upp í ofbeldinu og sýna þannig hjarðhugsun og hjarðhegðun, en þegar fullorðnir leggja aðra í einelti fá þeir yfirleitt stuðning frá umhverfi sínu. Einelti er birtingarmynd menningar sem við höfum sammælst um að sé í lagi og samþykkjum.

Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands
Við erum öll starfsmenn Háskóla Íslands (HÍ) og Landspítala og styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands.

Innanlandsflug eru almenningssamgöngur !
Tryggja verður flug til Ísafjarðar til framtíðar. Engin óvissa má ríkja um svo mikið atvinnu og byggðamál fyrir Vestfirði og þjónustu við fólk og fyrirtæki. Allt frá frumdögum flugs á Íslandi hefur verið flogið milli Ísafjarðar og Reykjavíkur og jafnvel fleiri áfangastaða. Hagsmunir Icelandair geta ekki einir ráðið því hvort flogið verður áætlunarflug til og frá Ísafirði eða ekki.

Stígamót í 35 ár
Stígamót eru afsprengi kvennabaráttunnar sem reis hátt á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, en í þessari viku fagna Stígamót 35 ára afmæli. Það er reyndar undarlegt að tala um að fagna einhverju sem ætti ekki að þurfa að vera til í okkar samfélagi. Engu að síður ber að fagna því að brotaþolar hafi getað leitað skjóls og aðstoðar og að barátta Stígamóta fyrir betra samfélagi hafi skilað nokkrum árangri.

Nýtum atkvæði okkar VR-ingar
Kosningar eru í nánd í einu stærsta verkalýðsfélagi landsins VR, almennir félagsmenn hafa kost á því að velja nýja forystu og nýjan formann. Við erum einstaklega heppin með það sterka fólk sem hefur boðið sig fram til að leiða okkur, á erfiðum tímum er sterk verkalýðs forysta sérlega mikilvæg.

Hvað segir ein mynd af barni okkur?
Margir hafa bent á að menntamálum hafi ekki verið gert nægilega hátt undir höfði í stjórnmálaumræðunni. Því get ég verið sammála. Menntun og það skólaumhverfi sem börn alast upp í er gríðarlega mikilvægur þáttur í velferðarsamfélagi.

Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum
Í nýjum samstarfssáttmála Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna, þeirra fimm flokka sem myndað hafa sögulega umbótastjórn í Reykjavík á félagslegum grunni, er sett í forgang að taka vel utan um fólk, barnafjölskyldur, börn og dýr.

Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor
„Maður einfaldlega skilur allt betur sem Magnús Karl kennir,“ sagði læknanemi þegar kennsla hans í lyfjafræði barst í tal.

Er seinnivélin komin?
Þegar tengdadóttir mín flutti vestur á Ísafjörð úr Garðabæ, fannst henni áberandi hvað fólk var upptekið af fluginu, hvort væri flugveður, yrði flogið eða það fellt niður. Jafnvel þótt fólk væri ekki að fara nýta sér þessa þjónustu í það skipti. Á Ísafirði er þetta umræðuefni ágæt opnun á samskipti manna á milli í Nettó, flestir eru meðvitaðir og eru tilbúnir í samtalið.

Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands
Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur skipað sér í fremstu röð íslenskra fræðimanna á sviði næringarfræði og heilsu. Sem prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda og samfélags hefur hún haft veruleg áhrif á þróun og stefnu næringarfræðirannsókna á Íslandi. Hennar faglega nálgun, metnaður og frumkvæði hafa gert hana að einum af lykilpersónum í þessari fræðigrein og háskólasamfélaginu.

Rödd Íslands athlægi um allan heim
Í aðdraganda forsetakosninga á síðasta ári varaði ég við afleiðingum þess að stjórnvöld á Íslandi myndu draga okkar áður friðsælu þjóð með hernaðaráróðri í holræsi styrjalda.

Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands
Eftir að hafa kynnst Kolbrúnu Pálsdóttur í gegnum okkar eigin náms- og starfsár í Háskóla Íslands, erum við sannfærð um að hún sé rétti leiðtoginn til að stýra skólanum inn í framtíðina. Hún hefur verið námsbrautarformaður tómstunda- og félagsmálafræði og einnig sviðsforseti Menntavísindasviðs.

Lokað á lausnir í leikskólamálum
Það er afar leitt að sjá að „meirihlutinn“ sem vill ekki láta kalla sig meirihluta heldur „samstarfsflokka“ hafi ákveðið að láta kreddustjórnmál vinstri vængsins ráða för í leikskólamálum. Það kemur kannski ekki á óvart en nýr meirihluti hefur ákveðið að hafna hugmyndum um vinnustaðaleikskóla sem Framsókn reyndi að fá samþykktar í síðasta meirihluta.

Ég styð Magnús Karl
Það gladdi mig mikið þegar minn kæri vinur Magnús Karl sagði mér að hann ætlaði að gefa kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hann er ekki bara einn gáfaðasti maður sem ég hef kynnst heldur og ljúfmenni og sannur mannvinur.

Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi
Í ljósi stríðsins í Úkraínu og ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands um að fjármagna vopnakaup henni til stuðnings er mikilvægt að skoða mögulegar afleiðingar slíkrar stefnu. Jafnframt vaknar spurningin: Er sjálfsmynd okkar Íslendinga ekki lengur sú að vera hlutlaus friðflytjandi þjóð á alþjóðavísu, eins og hún hefur verið í aldanna rás?

Samningamaðurinn Trump & narssisisminn
Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem þjáist af narsissisma; „Narcissistic personality disorder“ (NPD) er haldið blindu um eigið ágæti og mikilvægi og hefur að sama skapi hvorki skilning eða áhuga á þörfum annarra. Undirliggjandi orsakir þessarar röskunar hafa verið tengdar við; áföll í æsku, sögu um erfið samskipti, erfðir, fjölskyldusögu, riðlun á taugaboðum í heila og fleiri þáttum.

Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar?
Bandaríkin hafa notið þeirra forréttinda að gjaldmiðillinn þeirra USD hefur verið notaður sem alþjóðlegur gjaldmiðill í marga áratugi. Þetta hefur veitt þeim gífurlegar tekjur og möguleika.

Hættum að segja „Flýttu þér“
Hugsið ykkur dæmigerðan morgun á íslensku heimili. Klukkan hringir, allir stökkva á fætur, flýta sér inní eldhús, Hvar er nesti? Hvar er pokinn? hvar eru skórnir? Á augabragði verður morguninn að hraðskreiðu kapphlaupi þar sem allir reyna að koma sér út um dyrnar í tæka tíð.