Skoðun

Viljum við semja frið við náttúruna?

Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar

,,Mannkynið háir stríð gegn náttúrunni, þetta er sjálfsmorð”, sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í ræðu árið 2020, vegna ágangs mannkyns á jörðinni.

Skoðun

Virðing fyrir kennurum eykur árangur nem­enda

Íris E. Gísladóttir skrifar

Kennarar heyja nú baráttu sem varðar okkur öll, en samfélagið virðist ekki gera sér fulla grein fyrir alvarleika málsins. Íslenskt menntakerfi stendur á krossgötum, þar sem kennarar eru þvingaðir til verkfalla í leit að réttlátum kjörum á sama tíma og áhrifamiklir einstaklingar og foreldrar draga stöðu þeirra í efa opinberlega. Þetta er hættuleg þróun sem setur framtíð menntunar í landinu í stórhættu.

Skoðun

Hinn dökki fíll í rými jafn­réttis

Matthildur Björnsdóttir skrifar

Það voru aldrei neinar fréttir að ráði um nauðganir á mínum tímum. Hvað þá um kynferðislega misnotkun á börnum. Samt lærði ég þá, að það gerðist. Af því að nágrannakona mín sagði mér að bróðir hennar hafði gert henni það.

Skoðun

Keyrt í gagn­stæðar áttir við Vonar­stræti

Ólafur Stephensen skrifar

Borgarstjórn Reykjavíkur fjallar í dag um tillögu borgarstjórans um stórfellda hækkun gatnagerðargjalda í borginni. Hækkun gjaldsins fyrir fjölbýlishús verður 85%. Sennilegt er að afleiðingar þessarar skattahækkunar verði að verð fyrir íbúð í fjölbýlishúsi hækki að meðaltali um tvær milljónir króna.

Skoðun

Rann­sóknir í Hval­firði skapa enga hættu

Salome Hallfreðsdóttir skrifar

Leigutaki Laxár í Kjós skrifaði grein á Vísi í gær sem valdið hefur ákveðnum misskilningi sem ég vil leiðrétta. Þegar nefnd eru orð eins og eitrun og umhverfisslys er skiljanlegt að fólk leggi við hlustir. Það er hins vegar fjarri því sem fyrirhuguð vísindarannsókn felur í sér.

Skoðun

Litla flugan

Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar

Líffræðilegur fjölbreytileiki er hugtak sem lýsir náttúruauð, breytileika tegunda og erfðamengi þeirra. Þessi málaflokkur hefur ekki fengið mikla umfjöllun á Íslandi enda er tegundaauðgin hér á landi ekki til jafns á við frumskóga hitabeltisins, eða hvað?

Skoðun

Elskar þú að taka til?

Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar

Ég hef aldrei haft gaman af því að taka til. Tilfinningin á eftir er þó alveg ágætt, vita að hverju ég geng í hverjum skáp, þurfa ekki að setja innanhússmet í langstökki til að komast að rúminu og svo mætti áfram telja.

Skoðun

Kirkju­sókn ungra drengja

Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Það er gleðilegt í sjálfu sér að ungmenni fari í kirkju. Þar er ró og friður, falleg tónlist og þar er enginn í símanum. Hvert athæfi barna þar sem ekki er verið að glápa á tik tok mynbönd eða annað á netinu er gott fyrir geðheilsu þeirra.

Skoðun

Vig­dís og Súða­vík

Ásta F. Flosadóttir skrifar

Nýtt ár 2025. Það eru 50 ár síðan kvennafrídagurinn var haldinn, 45 ár síðan Vigdís var kjörin forseti Íslands og 30 ár síðan snjóflóðin fóru fyrir vestan. Allt eru þetta atburðir sem lifa ferskir í minni þeirra sem upplifðu þá. Vendipunktar í lífi þjóðar.

Skoðun

Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit

Halldór Reynisson skrifar

„Mér þykir nefnilega lítið til þeirra spekinga koma sem kalla það botnlausa heimsku og blygðunarleysi þegar einhver hælir sjálfum sér. Mér er sama hvað slíkum mönnum finnst um sjálfshólið, svo fremi sem þeir viðurkenna að það fari mér vel. Hvað er betur við hæfi en að heimskan frægi sjálfa sig og syngi sér dýrðaróð.“

Skoðun

Traustur leið­togi með fjöl­breytta reynslu

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Fjölbreytt reynsla Guðrúnar úr atvinnulífinu, úr félagsstarfi, á pólitískum vettvangi og ekki sízt sem dómsmálaráðherra á krefjandi tímum er reynsla sem ný forysta Sjálfstæðisflokksins þarf á að halda,“ segir meðal annars í ályktun sem sjálfstæðisfélögin í Árborg og fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í sveitarfélaginu sendu frá sér á dögunum.

Skoðun

Hver verður flottust við þing­setningu?

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Í dag kemur Alþingi Íslendinga saman og 156. löggjafarþing verður sett við hátíðlega athöfn. Undirritaða hefur klæjað í fingurna að hefja loks formleg þingstörf enda ótækt að ný ríkisstjórn starfi lengur án lögbundins eftirlits þingsins.

Skoðun

Vítisfjörður

Guðni Ársæll Indriðason skrifar

Maður hrekkur óneitanlega við þegar fréttist af tilraun í nærumhverfinu með vítissóta. Óhagnaðardrifin tilraun, já já kunna menn ekki einn annan? Það ætlar aldrei neinn að græða neitt á neinu, sér í lagi þegar þegar menn eru farnir að feta vafasama stíga.

Skoðun

Tíminn er núna

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar

Við sem samfélag höfum aldrei staðið frammi fyrir stærri áskorun þegar kemur að réttmæti og áreiðanleika í opinberri umræðu og upplýsingaóreiðu.

Skoðun

Slæmt hjóna­band

Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði orðrétt í viðtali þann 2. febrúar: „Það er ekki heppilegt þegar maður er að stofna hjónaband að vera í slagsmálum.”

Skoðun

Hinir heimsku Ólympíu­leikar

Rajan Parrikar skrifar

Fyrr á tímum hafði heimska sín eðlilegu mörk. Í versta falli gat heimskingi farið í taugarnar á fjölskyldu sinni, reynt á þolinmæði nágranna sinna og verið tilefni hláturs á staðarbarnum.

Skoðun

Að eitra Hval­fjörð

Haraldur Eiríksson skrifar

Hjá Utanríkisráðuneytinu liggur nú umsókn frá Rannsóknarfyrirtækinu Röst um að losa 20 tonn af vítissóda í Hvalfjörð um miðjan júlí næstkomandi. Slík tilraun gæti endað sem skólabókardæmi um umhverfisslys sem hefði áhrif á umhverfi, dýralíf og mannlíf í Hvalfirði, í fjöruborði höfuðborgarinnar.

Skoðun

Á að leyfa starfs­fólki að staðna?

Jón Jósafat Björnsson skrifar

Framfarirnar hefjast fyrir utan þægindarammann. Ef þú ert sammála þessari fullyrðingu ættir þú ekki að hafa áhyggjur af börnunum þínum, vinum eða vinnufélögum sem eru að verða fyrir tímabundnum óþægindum vegna þess að þau eru að læra eitthvað nýtt.

Skoðun

Fórnar­lömb fals­frétta?

Helgi Brynjarsson skrifar

Einn þekktasti bloggari landsins er án efa Þórður Snær Júlíusson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar.

Skoðun

Leður­blökur og aðrir laumufarþegar

Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar

Ein vinsælasta fréttin í íslenskum fjölmiðlum undanfarna daga hefur verið lítil leðurblaka sem fannst á förnum vegi í Reykjavík. Allsendis óljóst er hvernig leðurblakan laumaði sér til landsins, en lögregla var kölluð á staðinn. Leðurblakan náði að sleppa undan löggæslumönnum þann daginn en fannst að lokum af dýraþjónustunni tveim dögum seinna, var fönguð í net og svæfð svefninum langa.

Skoðun