Tónlist

Tónlistarfólk í stjörnusápu

Amy Winehouse, Razorlight og Bloc Party leika í nýrri sjónvarpsseríu á netinu. Þá má sjá Duffy, Girls Aloud og The Feeling í aukahlutverkum. Sápan heitir 'The Secret World Of Sam King' og verður aðeins aðgengileg þeim sem nota Bebo-vefsvæðið.

Tónlist

Nóg að gera hjá Bang Gang

Hljómsveitin Bang Gang verður mikið á ferð og flugi næstu daga. Í gær var hún stödd í Frakklandi til að spila á rokktónlistarhátíðinni Plage de Rock sem haldin er rétt fyrir utan St. Tropez. Bang Gang heldur svo til Parísar í dag þar sem hljómsveitin verður með útgáfutónleika og að þeim loknum er ferðinni heitið alla leið austur á land þar sem hljómsveitin spilar á LungA á Seyðisfirði.

Tónlist

Timbaland og Jay-Z saman í hljóðveri

Stórpródúsentinn Timbaland segir þá Jay-Z stefna á samstarf við næstu plötu rapparans. Hafa þeir kappar áður starfað saman, til dæmis við „Big Pimpin“ sem sló í gegn á heimsvísu árið 2000.

Tónlist

Neðanjarðarrapp á Organ

Triangle Productions munstanda fyrir tónleikum á Organ í kvöld. Tónlistarmaðurinn Josh Martinez mun koma fram en hann er einn virtasti neðanjarðarrappari heimsins í dag og fékk plata hans Buck up Princess verðlaun fyrir bestu hiphop-plötu ársins í föðurlandi hans Kanada árið 2004.

Tónlist

Á morgun með Megasi

Loksins er komið nafn á fyrirhugaðan disk Megasar, Magnúsar Þórs Jónssonar, með safni laga úr ýmsum áttum. Hann er væntanlegur í verslanir í lok næstu viku og kallast safnið Á morgun.

Tónlist

Rod Stewart aftur með Faces

Unnið er að endurkomu hljómsveitarinnar Faces og nú er talið líklegt að Rod Stewart verði við hljóðnemann á tónleikaferðalagi sveitarinnar. Þetta fullyrðir Ian McLagan, einn meðlima Faces.

Tónlist

Haffi Haff syngur um Bin Laden

"Það er hægt að túlka þetta sem pólitískt lag,“ segir Haffi Haff sem er að senda frá sér lagið Bin Laden. Danslag af dýrari gerðinni með snert af ádeilu. "Það er verið að benda á ákveðna hluti sem eru að gerast í heiminum,“ segir Haffi en lagið er eftir Steina nokkurn og textinn líka. "Hann er snillingur. Hann valdi akkúrat réttu orðin í textann.“

Tónlist

Fyrsta plata Merzedes Club í búðir á morgun

Langþráður frumburður hljómsveitarinnar Merzedes Club lítur dagsins ljós á morgun, þegar platan „I wanna touch you“ kemur út. Slagara á borð við „Ho ho ho we say hey hey hey“ og „Meira frelsi“ þarf vart að kynna fyrir mörgum, en þau eru bæði á plötunni. Titillagið „I wanna touch“ you hefur einnig vermt sæti á flestum vinsældalistum landsins. Nýjustu afurðina, „See me now“, er einnig að finna á plötunni, ásamt fleiri verðandi smellum.

Tónlist

Náttsöngvar í Skálholti

Tónlistarhátíðin í Skálholti heldur áfram með glæsilegu tónleikahaldi. Sönghópurinn Hljómeyki treður upp í kirkjunni í kvöld kl. 20 og verður þá mikið um dýrðir. Hópurinn flytur Náttsöngva Rachmaninovs, en um er að ræða eitt af sannkölluðum stórvirkjum tónbókmenntanna.

Tónlist

Tónlistin út til fólksins

Tvennir útitónleikar verða haldnir í gamla Sirkus­portinu í kvöld og annað kvöld. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð sem verða núna í júlímánuði.

Tónlist

Fönkið endurvakið

Hljómsveitin Ermar - Featuring Horny Horns mun spila fönktónlist á Glaumbar í kvöld. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Bít Box sem verður á Glaumbar alla fimmtudaga í sumar. Bít Box er samstarf Samma í Jagúar og Steinars sem rekur Glaumbar og vildu þeir með framtakinu skapa vettvang fyrir rytmíska tónlist hér í Reykjavík og hefur Tómas R. Einarsson meðal annars spilað á slíku kvöldi.

Tónlist

Sumargleði Kima

Það er engu logið um það að Kimi Records á Akureyri er hressasta plötuútgáfa landsins um þessar mundir. Á meðan varla heyrist múkk frá öðrum útgáfum dælir Baldvin Esra hjá Kima út nýjum plötum og dreifir öðru eins. Það er því við hæfi að fjögur Kima-bönd taki höndum saman og fari um landið undir yfirskriftinni Sumargleði Kima.

Tónlist

Fögnuðu nýrri plötu

Hljómsveitin Atómstöðin fagnaði útgáfu nýrrar plötu sinnar með partíi á Bar 11. „Það var fullt hús af fólki og ofsalega góð stemning,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, söngvari Atómstöðvarinnar, um útgáfupartí hljómsveitarinnar sem fram fór á Bar 11 síðastliðinn fimmtudag í tilefni af útgáfu plötunnar Exile Republic.

Tónlist

Loksins nýtt frá Emilíönu

Tónlistarkonan Emilíana Torrini stimplaði sig endanlega inn með plötunni Fisherman’s Woman, sem kom út í ársbyrjun 2005. Nú er loksins búið að tilkynna að næsta plata sé á leiðinni, hún mun heita Me and Armini og kemur út 8. september.

Tónlist

Væntanleg plata Cörlu Bruni á netið

Aðdáendum forsetafrúarinnar frönsku Cörlu Bruni gefst í dag möguleiki á því að hlusta á væntanlega plötu hennar í heild sinni á heimasíðu hennar. Platan kemur ekki út fyrr en í næstu viku, en með því að skrá sig á heimasíðu Bruni, www.carlabruni.com er hægt að hlusta á plötunna frítt í tvo tíma.

Tónlist

Níu íslensk popplög á Húnavöku

„Þetta er þriðja árið í röð sem Húnavakan er haldin frá því að hún var endurvakin, en í ár ákváðum við að gera eitthvað extra og halda popplagakeppni í tilefni af því að tuttugu ár eru liðin frá því að Blönduós fékk kaupstaðarréttindi," segir Einar Örn Jónsson framkvæmdastjóri Húnavökunnar og meðlimur hljómsveitarinnar Í svörtum fötum.

Tónlist

Klarínetta og orgel í hádeginu

Klarínettuleikarinn Einar Jóhannesson, einn af þekktustu einleikurum landsins, kemur fram á hádegistónleikum í Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun kl. 12.15 ásamt Douglas A. Brotchie, organista Háteigskirkju.

Tónlist

Madonna vill Britney

Orðrómur um að Britney Spears muni troða upp á tónleikaferðalagi Madonnu gengur nú fjöllunum hærra. Madonna er sögð hafa boðið Britney að ganga til liðs við sig í von um að hjálpa henni, en Britney er nú að reyna að koma söngferli sínum aftur á skrið eftir undangengna erfiðleika.

Tónlist

Beck með afmælisplötu

Í dag, á 38 ára afmæli Becks, kemur út áttunda platan hans, Modern Guilt. Tvö ár eru síðan síðasta platan hans kom út. Á nýju plötunni nýtur Beck meðal annars liðsinnis tónlistarkonunnar Cat Power, sem spilaði á Innipúkanum fyrir þremur árum, og Dangermouse, sem hljóðvann plötuna.

Tónlist

Coldplay prófar nýja liti

Nýja Coldplay-platan Viva La Vida or Death And All His Friends kom í verslanir í byrjun vikunnar. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn og forvitnaðist um hvað þeir félagar hafa aðhafst síðan síðasta plata, X&Y, kom út fyrir þremur árum.

Tónlist

Saga Sonic Youth á bók

Ævisaga hinnar áhrifamiklu rokkhljómsveitar Sonic Youth er nú komin út í bókinni Goodbye 20th Century eftir David Browne. Í bókinni er tæplega þrjátíu ára ferill sveitarinnar rakinn og þau áhrif sem hún hefur haft á samtímamenn eins og Beck, Nirvana og leikstjórann Spike Jonze tíunduð. Bókin er 422 blaðsíður og er kafað djúpt í efnið. Fjöldi ljósmynda prýðir bókina.

Tónlist

Ferð án fyrirheits

Söngvaskáld hafa lengi nýtt sér kvæði Steins Steinarr við lagasmíðar. Í kvöld verður hnykkur á ferð Jóns Ólafssonar tónlistarmanns þegar fyrri tónleikar af tveimur helgaðir lögum við ljóð Steins verða í Gamla bíói - Íslensku óperunni - á vegum Listahátíðar í Reykjavík.

Tónlist

HAM stækkar punginn

Rokkhátíðin Eistnaflug verður haldin í fjórða sinn á Norðfirði helgina 10.-13. júlí. „Pungurinn á hátíðinni stækkaði allverulega þegar HAM skrifaði undir," segir Stefán Magnússon, sundkennari og skipuleggjandi Eistnaflugs. „Þá vöknuðu margir enda er HAM náttúrlega besta hljómsveit í heimi."

Tónlist

Coldplay í tónleikaferð í sumar

Hljómsveitin Coldplay tilkynnti í dag um fyrirhugaða tónleikaferð sveitarinn. Tónleikaferðin ber heitið Viva La Vida, og hefst hún í Philadelphiu þann 29.júní og lýkur í Salt Lake City þann 22.nóvember.

Tónlist

Beck með nýja plötu

Goðsögnin Beck er farinn aftur af stað eftir nokkurt hlé. Hvorki upplýsingafulltrúi hans né útgáfufyrirtæki vilja staðfesta að nýja plata sé á leiðinni. MTV News segjast þó hafa heimildir fyrir því að ný plata komi út á næstu 4-6 vikum.

Tónlist

Klive gefur út plötu með hversdagslegum hljóðum

Klive gefur næstkomandi fimmtudag [8. maí 2008] út sína fyrstu plötu, Sweaty Psalms. Á henni er að finna ellefu elektrónísk lög unnin úr hversdagslegum hljóðum sem Klive hefur numið úr ferðalögum um Evrópu og Reykjavík.

Tónlist

Páll Óskar mokaði inn verðlaunum

Páll Óskar Hjálmtýsson vann öll verðlaun sem hann hugsanlega gat á hlustendaverðlaunum FM 957 í Háskólabíói um helgina. Palli var tilnefndur sem besti söngvari ársins, besti sólóartistinn, bestur á sviði, og fyrir besta lag og plötu ársins og hlaut verðlaunin í öllum þeim flokkum.

Tónlist