Tónlist
Vinylútgáfa af Kajak
Nýjasta plata Benna Hemm Hemm, Kajak, er nú fáanleg í vinylútgáfu. Með útgáfunni fylgir sjötommu plata þar sem sænski tónlistarmaðurinn Jens Lekman tekur lagið með Benna Hemm Hemm.
Björk á Coachella
Björk Guðmundsdóttir mun spila á hinni árlegu tónlistarhátíð Coachella sem verður haldin í Kaliforníu dagana 27. til 29. apríl. Á meðal annarra þekktra nafna á hátíðinni verða Rage Against the Machine, sem hefur legið í dvala undanfarin ár, The Red Hot Chili Peppers, The Arcade Fire, Happy Mondays, Willie Nelson, Interpol, The Good, The Bad and the Queen og Artic Monkeys.
Frumkvöðull leikinn
CAPUT-hópurinn leikur í tilefni af Myrkum músíkdögum í Salnum í Kópavogi í kvöld. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir þýsk-hollenska tónskáldið Gottfried Michael Koenig.
The Peel Session - fjórar stjörnur
Breski útvarpsmaðurinn John Peel, sem féll frá fyrir rúmum tveimur árum, hefur sennilega haft meiri áhrif á tónlistarsöguna en nokkur annar fjölmiðlamaður a.m.k. síðustu 30 árin eða svo.
Stór og fjölbreytt
Hlustendaverðlaun útvarpsstöðvarinnar FM 957 verða haldin í sjöunda sinn í Borgarleikhúsinu í kvöld. Hátíðin verður jafnframt send út í heild sinni í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sirkus.
Söngvaskáld í Danaveldi
Tónlistarmaðurinn Pétur Ben heldur sína fyrstu tónleika í Danmörku í byrjun febrúar. Fyrst spilar hann í Álaborg hinn 6. og daginn eftir heldur hann tvenna tónleika í Kaupmannahöfn.
Tónleikaferð um Bretland
Hasarmyndahetjan Steven Seagal er farin á tónleikaferð um Bretland með blúshljómsveit sinni Thunderbox. Seagal, sem hefur leikið í myndum á borð við Under Siege og The Patriot, hefur spilað á gítar síðan hann var 12 ára.
Tónlistarpeningar
Tilkynnt var í gær um úthlutun úr Tónlistarsjóði sem tónlistarráð menntamálaráðuneytis er til ráðgjafar um. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra veitir styrki úr sjóðnum. Fjárþörf reyndist að þessu sinni langt umfram það sem til boða stóð, en sjóðurinn mun veita aðra eins fjárhæð, rúmar tuttugu milljónir, síðar á árinu.
Sylvía Nótt var prúðmennskan uppmáluð
Sylvía Nótt er orðin prúð í fasi. Í fyrstu umferð Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöldi mætti hún í hvítum englakjól og ráðlagði væntanlegum sigurvegurum að sýna hógværð og vera með fæturna á jörðinni, því það væri miklu meira “kúl” en þau látalæti sem hún varð á sínum tíma fræg fyrir.
Flex Music kynnir SOS á Nasa
Flex Music kynnir S.O.S á NASA, laugardagskvöldið 03. í samstarfi við Hljóð-X og Corona. S.O.S eða "Sex On Substance" eins og skammstöfunin stendur fyrir er ein eftirsóttasta og flottasta plötusnúða grúbban í heiminum í dag.
TOTO í Laugardalshöll
Hljómsveitin TOTO mun spila í Laugardalshöll 10. júlí næstkomandi. Það er mikill heiður að fá þessa snillinga hingað heim enda frábær 30 ára ferill að baki, yfir 25 milljónir plötur hafa selst sem innhalda t.d. lög eins og: Hold the line, Rosanna, Africa , Georgy Porgy & mörg fl.
Lay Low á Grand Rokk
Tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir eða Lay Low ásamt hljómsveit mun spila á tónleikum á Grand Rokk núna á laugardaginn 20. janúar. Lay Low og hljómsveit eru einmitt á leiðinni til Cannes á sunnudaginn til að spila á tónlistarhátíðinni Midem sem haldin er þar ár hvert.
Minningartónleikar Manuelu Wiesler
Haldnir verða tónleikar í Langholtskirkju sunnudaginn 21.janúar þar sem íslenskir flautuleikarar heiðra minningu Manuelu Wiesler sem lést 22.desember sl. Á tónleikunum verða leikin verk eftir íslensk tónskáld sem mörg hver voru samin sérstaklega fyrir Manuelu.
Blonde Redhead á Aldrei fór ég suður
Bandaríska indísveitin Blonde Redhead hefur boðað komu sína á Rokkhátið alþýðunnar eða Aldrei fór ég suður á Ísafirði í vor.
Ný smáskífa á leiðinni
Ný smáskífa frá Dr. Spock er væntanleg í búðir upp úr helgi. „Hún hefur verið í dálítilli biðstöðu, en hún er til og allt klárt,“ sagði Guðfinnur Karlsson, betur þekktur sem Finni, söngvari rokksveitarinnar.
Idolstjörnur áberandi í fyrsta holli Eurovision
„Ég tapaði veðmáli og þess vegna er ég með," segir Idolstjarnan Snorri Snorrason sem er einn þeirra söngvara sem flytja lag í fyrsta riðli undankeppni Eurovision á laugardaginn.
Gefur út dúettaplötu
Platan Two"s Company – The Duets með Cliff Richard er komin út. Þar tekur Cliff lagið með flytjendum á borð við Elton John, Daniel O"Donnell, Dianne Warwick og Barry Gibb.
Close to Paradise - fjórar stjörnur
Á hverju ári í janúar, rekst maður á plötur eins og þessa, sem er stórkostleg en var samt af einhverjum ástæðum hvergi að finna á árslistum gagnrýnenda.
Nýárstónleikar Tríó Artis
Tríó Artis heldur árlega nýárstónleika sína í Mosfellskirkju í Mosfellsdal á morgun sunnudag. Þetta er í fjórða skiptið sem tónleikarnir eru haldnir en á efnisskrá er jafnan ljúf tónlist fyrir flautu, víólu og hörpu.
Ljúka nýrri plötu á árinu
Hljómsveitin Sigur Rós hefur undanfarna tvo mánuði verið upptekin í hljóðveri sínu, Sundlauginni, í Mosfellsbæ við að taka upp lög á nýja plötu.
Slægur fer gaur með gígju
Á sunnudaginn var hófst endurflutningur á sjö þátta seríu um Bob Dylan frá árinu 1989. Umsjónarmaður þáttanna er Magnús Þór Jónsson, öðru nafni Megas og eru þættirnir á dagskrá Rásar 2 á sunnudagskvöldum klukkan 20:00.
Kennir aðdáendum að spila lögin sín
Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison eins og hann er jafnan kallaður, hefur bryddað upp á skemmtilegri nýjung á heimasíðu sinni, Mugison.com. Þar hefur kappinn tekið upp gítarkennslu fyrir aðdáendur sína. Mugison skrifar að aðdáendur hans óski oft eftir upplýsingum um hvaða grip hann noti í hverju lagi og hann hafi ákveðið að bæta úr skorti á þessum upplýsingum.
Nafn komið á nýja plötu
Næsta plata bresku hljómsveitarinnar Kaiser Chiefs mun heita Yours Truly, Angry Mob og er hún væntanleg 26. febrúar.
Orð eins árs
Haldið verður upp á eins árs afmæli hip hop-þáttarins Orð á Barnum í kvöld. Fyrsti árslisti þáttarins, sem er á dagskrá Flass 104,5, var fluttur í síðasta þætti og samanstóð hann af 25 bestu plötum ársins 2006 og 34 bestu lögunum.
Söngleikjafár á fjölunum á næstunni
Fimm íslenskir söngleikir eru væntanlegir á fjalirnar í vor og haust og má því með sanni segja að söngleikjafár ríði nú yfir landið.
Tónleikum frestað
Tónleikum sænsku hljómsveitarinnar Peter, Bjorn & John, sem áttu að fara fram hér á landi 27. janúar, hefur verið frestað til 31. mars vegna óviðráðanlegra orsaka.
Tvö lög frumflutt
Hljómsveitin Manic Street Preachers frumflutti nýverið tvö lög á tónleikum í Manchester. Sveitin hefur ekkert starfað síðan þeir James Dean Bradfield og Nicky Wire hófu sólóferil en ætlar nú að reyna fyrir sér á nýjan leik eftir tveggja ára hlé. Platan Send Away the Tigers er væntanleg í vor og lofa þeir félagar góðri endurkomu þar sem ferskleikinn verður í fyrirrúmi.
Ætlar ekki að gefast upp
Tónlistarmaðurinn og annar af meirihlutaeigendum húsnæðis Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar, Danny Pollock, játar að allt líti út fyrir að efnaðir menn ætli sér að kaupa húsnæðið, eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær.
Ítölsk-íslensk veisla í kvöld
Ítölsk-íslensk raftónlistarveisla verður haldin í Stúdentakjallaranum í kvöld. Fram koma Evil Madness, Fabrizio Modonese Palumbo og Paul Beauchamp.
Garðar Thór bjartasta vonin í Bretlandi
Breska tímaritið Classic FM Magazine gerir ferli stórsöngvarans Garðars Thórs Cortes góð skil í febrúarhefti sínu og segir hann vera björtustu vonina í óperuheiminum um þessar mundir, eða „Hot Property“.