Tónlist

„Ég held nú að allir breytist aðeins með árunum“

Tónlistarmaðurinn Thorsteinn Einarsson er búsettur í Austurríki og hefur vakið mikla athygli fyrir tónlist sína víðs vegar, þó sérstaklega í Þýskalandi og Austurríki sem og hér heima. Hann gaf út sitt fyrsta lag átján ára gamall og á að baki sér marga smelli og tvær plötur. Thorsteinn Einarsson er tilnefndur sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár.

Tónlist

Markmiðið að gera skemmtilega tónlist og hafa gaman að vegferðinni

Sólveig Ásgeirsdóttir, Örlygur Smári og Valgeir Magnússon mynda hljómsveitina Poppvélin. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa elskað tónlist frá ungum aldri og þrátt fyrir ólíkan bakgrunn ná þau vel saman sem heild. Poppvélin er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár.

Tónlist

Danir senda pönk til Ítalíu

Danir völdu framlag sitt í Eurovision söngvakeppnina nú í kvöld. Kvennapönksveitin Reddi verður fulltrúi Dana þegar keppnin fer fram í Tórínó í maí.

Tónlist

Bríet er mætt á íslenska listann

Íslenska söngkonan Bríet er mætt á íslenska listann með nýjasta lag sitt Cold Feet. Lagið kom út 21. janúar síðastliðinn og situr í sextánda sæti listans fyrstu vikuna sína inni eftir að hafa verið kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku. Það er nóg um að vera hjá Bríeti en samkvæmt Instagram síðu hennar er nýtt lag væntanlegt 18. mars næstkomandi.

Tónlist

„Langar að koma lífinu öllu af stað og sjá hvar við endum“

Söngkonan Kolbrún Óskarsdóttir er 18 ára gömul og lýsir sér sem miðbæjarrottu úr Reykjavík. Þessi unga söngkona gengur undir listamannsnafninu KUSK og sendi frá sér sitt fyrsta lag í dag. Lagið heitir Flugvélar og er unnið með dúóinu Óviti, sem Hrannar Máni og Snorri Beck skipa.

Tónlist

„Ég er mad partý dýr“

Tónlistarmaðurinn Hugo kom fram á sjónarsviðið vorið 2021 þegar hann gaf út lagið HVÍL Í FRIÐI. Það sem einkennir þennan tónlistarmann er kannski fyrst og fremst það að enginn veit hver maðurinn á bak við Hugo er þar sem hann kemur alltaf fram með einhvers konar villikattar hjálm og hefur þetta vakið mikla athygli. Hugo er tilnefndur sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár.

Tónlist

Laddi fór á kostum á trommunum

Í Glaumbæ á föstudaginn mættu þeir Magni Ásgeirsson og Laddi í myndver og léku á als oddi. Magni er þekktur fyrir það að taka ábreiður af vinsælum lögum og Laddi er nokkuð liðtækur trommari.

Tónlist

„Ástríðan fyrir tónlistinni einhvern veginn alltaf fylgt mér“

Söngkonan Rakel Sigurðardóttir er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Hún er nýbyrjuð að gefa út eigið efni en hefur í gegnum tíðina komið fram með fjölda tónlistarfólks og er meðal annars á laginu Ég var að spá sem er tilnefnt sem Lag Ársins á hátíðinni.

Tónlist

„Erum fyrst og fremst bestu vinir í heiminum“

Hljómsveitin Hylur er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum 2022. Meðlimir sveitarinnar hafa í gegnum tíðina komið fram undir öðrum hljómsveitar nöfnum en alltaf haldið hópinn, enda bestu vinir í heiminum.

Tónlist

Samdi tónlist fyrir Netflix seríuna Vikings: Valhalla: „Maður verður ótrúlega meyr að heyra tónlistina sína í svona mögnuðum þáttum“

Íslenska tónlistarkonan Karlotta Skagfield er með mörg járn í eldinum þessa dagana en hún á meðal annars nokkur lög í nýju Netflix seríunni Vikings: Valhalla. Karlotta segir bransann vera virkilega krefjandi heim, sérstaklega fyrir konur og það þurfi að hafa mikið fyrir því að koma sér á framfæri. Þó sé það, blessunarlega, hægt og rólega að breytast í rétta átt. Blaðamaður tók púlsinn á þessari kraftmiklu ungu konu og fékk að heyra frá tónlistar ævintýrum hennar.

Tónlist

Sautján ára Íslendingur sem hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Kanye West

Konráð Darri Birgisson er sautján ára gamall tónlistarmaður, búsettur í Bandaríkjunum og gengur undir listamannsnafninu K1d Krono. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann náð gífurlegum árangri í tónlistarheiminum við að semja melódíur en hann á meðal annars hlut í laginu Louie Bags af plötunni Donda 2, sem hinn heimsfrægi rappari Kanye West gaf út á dögunum.

Tónlist

Börn og guðir í senn

Fannar Örn Karlsson og Júlíana Kristín Jóhannsdóttir mynda diskó-paunk dúettinn Guði hins nýja tíma en eru jafnframt tveir af fjórum meðlimum drungapaunksveitarinnar Barna, sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir gotaskotið síðpönk sitt og almenn drungalegheit.

Tónlist

Símon FKNHNDSM er plötusnúður mánaðarins

Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri „mixteip“ með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega.

Tónlist

Frumsýnir enska útgáfu myndbands í Söngvakeppninni: „Við búum í raun öll á einu stóru hringlaga eldgosi“

Haffi Haff ákvað að fara alla leið í gleðinni sem fylgir Eurovision-keppninni og fór sjálfur í gerð myndbanda við bæði íslensku og ensku útgáfuna af laginu sem hann flytur í undankeppninni, Gía eða Volcano á ensku. Í dag frumsýnir Lífið á Vísi myndband við ensku útgáfu lagsins, Volcano. Það er þó nokkuð ólíkt íslensku útgáfunni sem frumsýnt var hér á Vísi fyrir tveimur vikum.

Tónlist