Veður

Djúp lægð skellur á landið eftir há­degið

Ört dýpkandi lægð nálgast nú landið úr suðvestri og má því reikna með vaxandi austanátt, 18 til 25 metrum á sekúndu síðdegis og víða snjókoma. Hvassara verður syðst á landinu fram á kvöld með talsverðri ofankomu.

Veður

Slydda eða snjókoma verður að rigningu

Spáð er sunnan 8 til 15 metrum á sekúndu og slyddu eða snjókomu í dag en það hlýnar með rigningu víða um land. Úrkomumest verður á Suður- og Vesturlandi en fram eftir morgni má búast við snjókomu fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig eftir hádegi í dag með hægari suðvestanátt síðdegis og kólnar smám saman með skúrum og síðar slydduéljum.

Veður

Vest­læg átt og sums staðar stormur

Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt í dag, hvassviðri og sums staðar stormi. Reikna má með slydduéljum eða éljum en dregur svo úr ofankomu þegar líður á daginn.

Veður

Mikið frost og léttskýjað

Í dag er spáð norðlægri átt 5-13 m/s í dag, en 13-18 við austurströndina. Víða léttskýjað, en skýjað með köflum og sums staðar skafrenningur austanlands. Frost verður á bilinu 5 til 18 stig.

Veður

Gular við­varanir og ó­vissu­stig víða

Gular veðurviðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Klukkan 10 tekur gul viðvörun einnig gildi á Breiðafirði. Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á fjölda vega á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi.

Veður

„Varasamt ferðaveður“ í dag

Í dag er spáð allhvassri eða hvassri norðaustanátt og éljagangi á norðvestanverðu landinu. Varasamt ferðaveður og líkur á að færð spillist þar. Þá á að hvessa enn frekar á morgun, sunnudag, og eru gular viðvaranir í gildi á Norðurlandi.

Veður