Veður

Hiti víða yfir tuttugu stigum á Austur­landi

Árni Sæberg skrifar
Víða viðrar vel á Austurlandi til þess að skella sér í sjósund, eins og þetta ágæta fólk gerði árið 2019.
Víða viðrar vel á Austurlandi til þess að skella sér í sjósund, eins og þetta ágæta fólk gerði árið 2019. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir að hiti fari víða yfir tuttugu stig á austurlandi í dag en lægð á Grænlandssundi veldur suðaustan strekkingi og rigningu seinni partinn.

Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að á Austurlandi ætti að vera hægari vindur og bjart norðaustantil. Skilin fari nokkuð hratt yfir og strax dragi úr rigningunni á suður- og vesturlandi í kvöld, en í nótt og fyrramálið líti út fyrir rigningu norðaustantil.

Þegar líður á morgundaginn stytti upp og ágætismöguleiki sé á að sólin sýni sig í flestum landshlutum seinni partinn. Hitatölur víða á bilinu tíu til sextán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×