Viðskipti erlent

Amagerbankinn gjaldþrota

Amagerbankinn danski er gjaldþrota og var yfirtekinn af dönsku fjármálastöðugleikastofnuninni í gær. Þar með er lokið miklum darraðardansi sem stjórnendur bankans hafa staðið í allt frá því efnahagskreppan skall á, en oft hefur bankinn verið nærri því að leggja upp laupana. Það gerðist í gær í kjölfar þess að greint var frá því á föstudag að bankinn hefði þurft að afskrifa þrjá milljarða danskra króna af reikningum bankans á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Bankinn var sá níundi stærsti í Danmörku.

Viðskipti erlent

Tug milljarða bónusar til Nordea stjóra

Yfirmenn Nordea bankans, stærsta banka á Norðurlöndunum, munu fá um 1,3 milljarða danskra kr. eða rúmlega 27 milljarða kr., í bónusa fyrir síðasta ár. Bankinn skilaði methagnaði í fyrra eða 27 milljörðum danskra kr. sem svarar til um 570 milljarða kr.

Viðskipti erlent

Risatap á rekstri BP olíufélagsins í fyrra

Breska olíufélagið BP skilaði tæplega 5 milljarða dollara, eða hátt í 600 milljarða króna, tapi á síðasta ári. Er þetta í fyrsta sinn sem BP skilar tapi síðan árið 1992. Til samanburðar má nefna að BP skilaði tæplega 14 milljarða dollara hagnaði árið 2009.

Viðskipti erlent

Gates hjónin stofna banka fyrir fátæka

Bill Gates annar auðugasti maður heimsins og Melinda eiginkona hans ætla að verja 500 milljónum dollara eða hátt í 60 milljörðum króna á næstu tveimur árum í að koma á fót banka fyrir fólk sem engan aðgang hefur að bönkum eða lánastofunum.

Viðskipti erlent

Hrun var ekki óhjákvæmilegt

Bandarísk stjórnvöld og leiðtogar í bandarísku viðskiptalífi hefðu getað komið í veg fyrir fjármálahrunið árið 2008 ef þeir hefðu tekið mark á hættumerkjum og haft stjórn á áhættuþáttum.

Viðskipti erlent

Sölumet slegið hjá Christie´s í fyrra

Christie´s, stærsta uppboðshús fyrir listmuni í heiminum, sló sölumet sitt í fyrra. Salan nam 3,3 milljörðum punda, eða um 610 milljarða kr. Hefur salan aldrei verið jafnmikil í 245 ára gamalli sögu Christie´s og það þrátt fyrir að fjármálakreppunni í heiminum er ekki lokið.

Viðskipti erlent

Auðugur Rússi er leynilegur eigandi Saab

Þegar sænski bílaframleiðandinn Saab var seldur í fyrra gerði seljandinn, General Motors (GM), það að skilyrði að rússneski auðmaðurinn Vladimir Antonov yrði ekki í eigendahópnum. Svo virðist sem ekki hafi verið farið að óskum GM.

Viðskipti erlent