Bandaríkjamenn hamstra silfurmyntir 1. apríl 2011 09:19 Miklar verðhækkanir á silfri undanfarið ár hafa leitt til þess að almenningur í Bandaríkjunum hamstrar nú silfurmyntir af gerðinni American Silver Eagle. Salan á þessum myntum hefur fjórfaldast á undanförnum þremur árum. Fjallað er um málið á vefsíðunni e24.no. Þar segir að heimsmarkaðsverð á gulli og silfri sé nú í sögulegu hámarki. Fjárfestar leita í þessa málma, og þó einkum gull, þegar óvissa ríkir í efnahagsmálum heimsins og þegar talin er hætta á að verðbólga hækki mikið. Í nýrri skýrslu frá Deutsche Bank um silfurmarkaðinn segir að almenningur, eða smásparendur, sjái silfur sem ódýran valkost við gull til að halda uppi verðmæti eigna sinna þegar áhyggjur af verðbólgu og gengi dollarans eru til staðar. Verð á silfri hefur hækkað um 114% á síðustu 12 mánuðum og stendur nú í 37,5 dollurum á únsuna. Hefur verðið á silfrinu ekki verið hærra í þrjá áratugi eða síðan Hunt-bræðurnir í Texas reyndu að ná einokunarstöðu á markaðinum. Tengdar fréttir Silfurverðið ekki hærra síðan á tímum Hunt-bræðranna Heimsmarkaðsverð á silfri hefur ekki verið hærra í sögunni síðan að Hunt-bræðurnir í Texas reyndu að einoka markaðinn árið 1980. 18. febrúar 2011 14:52 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Miklar verðhækkanir á silfri undanfarið ár hafa leitt til þess að almenningur í Bandaríkjunum hamstrar nú silfurmyntir af gerðinni American Silver Eagle. Salan á þessum myntum hefur fjórfaldast á undanförnum þremur árum. Fjallað er um málið á vefsíðunni e24.no. Þar segir að heimsmarkaðsverð á gulli og silfri sé nú í sögulegu hámarki. Fjárfestar leita í þessa málma, og þó einkum gull, þegar óvissa ríkir í efnahagsmálum heimsins og þegar talin er hætta á að verðbólga hækki mikið. Í nýrri skýrslu frá Deutsche Bank um silfurmarkaðinn segir að almenningur, eða smásparendur, sjái silfur sem ódýran valkost við gull til að halda uppi verðmæti eigna sinna þegar áhyggjur af verðbólgu og gengi dollarans eru til staðar. Verð á silfri hefur hækkað um 114% á síðustu 12 mánuðum og stendur nú í 37,5 dollurum á únsuna. Hefur verðið á silfrinu ekki verið hærra í þrjá áratugi eða síðan Hunt-bræðurnir í Texas reyndu að ná einokunarstöðu á markaðinum.
Tengdar fréttir Silfurverðið ekki hærra síðan á tímum Hunt-bræðranna Heimsmarkaðsverð á silfri hefur ekki verið hærra í sögunni síðan að Hunt-bræðurnir í Texas reyndu að einoka markaðinn árið 1980. 18. febrúar 2011 14:52 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Silfurverðið ekki hærra síðan á tímum Hunt-bræðranna Heimsmarkaðsverð á silfri hefur ekki verið hærra í sögunni síðan að Hunt-bræðurnir í Texas reyndu að einoka markaðinn árið 1980. 18. febrúar 2011 14:52