Danir spara fé sem aldrei fyrr 3. apríl 2011 11:16 Danskur almenningur sparar nú fé sem aldrei fyrr. Sérfræðingar hafa töluverðar áhyggjur þessari þróun því efnahagur Danmerkur er mikið til drifinn áfram af einkaneyslu. Fjallað er um málið í Berlingske Tidende. Þar segir að frá því að fjármálakreppan skall á árið 2007 hafi danskur almenningur tvöfaldað sparnað sinn. Hver dönsk fjölskylda leggur nú árlega 34.000 kr. danskar eða tæplega 750.000 kr. inn á sparireikninga sína. Í heild nemur sparnaðurinn 86,5 milljörðum danskra kr. eða tæplega 1.900 milljörðum kr. Upphæð sem liggur nokkuð fyrir ofan landsframleiðslu Íslands. Á sama tíma og sparnaðarreikningar fitna dregur úr einkaneyslunni. Samdrátturinn er þegar orðinn svo mikill að sérfræðingar ræða um að „japanskt ástand" sé að myndast í Danmörku. Í Japan hefur mikill sparnaður almennings á kostnað einkaneyslu leitt til stöðnunar í áratugi. Johannes Andersen lektor í stjórnvísindum við Háskóla Álaborgar segir að þróunin sé ógnvænleg. Hún skýrist hinsvegar af því að Danir hafa sterka kreppuvitund. Margir óttist einnig atvinnuleysi og lækkandi húsnæðisverð. „Þetta fær okkur til að spara," segir Andersen. Sparnaðurinn er hinsvegar slæmar fréttir fyrir efnahagslífið. Sparnaður dregur verulega úr hagvextinum vegna Þess hve einkaneyslan er stór þáttur í landsframleiðslu landsins. Einkaneyslan er ráðandi afl þegar kemur að því að fjölga störfum, auka hagvöxtinn og draga úr fjárlagahallanum. Mest lesið Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Danskur almenningur sparar nú fé sem aldrei fyrr. Sérfræðingar hafa töluverðar áhyggjur þessari þróun því efnahagur Danmerkur er mikið til drifinn áfram af einkaneyslu. Fjallað er um málið í Berlingske Tidende. Þar segir að frá því að fjármálakreppan skall á árið 2007 hafi danskur almenningur tvöfaldað sparnað sinn. Hver dönsk fjölskylda leggur nú árlega 34.000 kr. danskar eða tæplega 750.000 kr. inn á sparireikninga sína. Í heild nemur sparnaðurinn 86,5 milljörðum danskra kr. eða tæplega 1.900 milljörðum kr. Upphæð sem liggur nokkuð fyrir ofan landsframleiðslu Íslands. Á sama tíma og sparnaðarreikningar fitna dregur úr einkaneyslunni. Samdrátturinn er þegar orðinn svo mikill að sérfræðingar ræða um að „japanskt ástand" sé að myndast í Danmörku. Í Japan hefur mikill sparnaður almennings á kostnað einkaneyslu leitt til stöðnunar í áratugi. Johannes Andersen lektor í stjórnvísindum við Háskóla Álaborgar segir að þróunin sé ógnvænleg. Hún skýrist hinsvegar af því að Danir hafa sterka kreppuvitund. Margir óttist einnig atvinnuleysi og lækkandi húsnæðisverð. „Þetta fær okkur til að spara," segir Andersen. Sparnaðurinn er hinsvegar slæmar fréttir fyrir efnahagslífið. Sparnaður dregur verulega úr hagvextinum vegna Þess hve einkaneyslan er stór þáttur í landsframleiðslu landsins. Einkaneyslan er ráðandi afl þegar kemur að því að fjölga störfum, auka hagvöxtinn og draga úr fjárlagahallanum.
Mest lesið Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent