Viðskipti erlent

Google gefur kínverskum stjórnvöldum fingurinn

Leitarvélin Google hefur ákveðið að hundsa reglur kínverskra stjórnvalda um ritskoðun. Hefur netumferð Kínverja um Google nú verið flutt yfir á netþjónabú í Hong Kong en reglurnar um ritskoðunina ná ekki þangað. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð kínverskra stjórnvalda sem að öllum líkindum munu henda Google alfarið út úr landinu.

Viðskipti erlent

Royal Greenland kaupir verksmiðju af Icelandic Seafood

Grænlenski útgerðar og fiskvinnslurisinn Royal Greenland (RG) hefur fest kaup á kavíarverksmiðjunni Westfalia-Strentz Gmbh í Cuxhaven af Icelandic Seafood. RG hefur séð verksmiðjunni fyrir grásleppuhrognum í fjölda ára en mun nú sjálft annast allan ferilinn frá veiðum til vinnslu og sölu kavíars að því er segir á vefsíðu RG.

Viðskipti erlent

Vangaveltur um að Pfizer losi Deutsche Bank við Actavis

Financial Times greinir frá því að bandaríski lyfjarisinn Pfizer gæti losað Deutsche Bank við höfuðverkinn Actavis. Þetta virðist upplagður samingur, Pfizer þarf að eignast samheitalyfjafyrirtæki og Deutsche Bank þarf að losna við um 4 milljarða evra sem bankinn lánaði Actavis þegar Björgólfur Thor Björgólfsson keypti félagið 2007.

Viðskipti erlent

Tölvuþrjótur græddi tugi milljóna á hlutabréfum

Rússneski tölvuþrjóturinn Valery Maltsev græddi um 30 milljónir kr. með því að „hakka“ sig inn í hlutabréfaviðskiptakerfið hjá Scotttrade og breyta þar kaupverðum á hlutabréfum. Scotttrade er stærsta vefsíða heimsins þar sem boðið er upp á hlutabréfaviðskipti.

Viðskipti erlent

Samdráttur í fiskútflutningi kemur við kaunin í Grimsby

Töluverður samdráttur í útflutningi íslenskra útgerða á ferskum fiski til Bretlands frá áramótum kemur nú við kaunin á fiskvinnslum í Grimsby. Blaðið Grimsby Telegraph greinir frá þessu og þar segir að höfuðorsökin liggi í 5% gjaldi á þennan útflutning sem Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra boðaði fyrr í vetur.

Viðskipti erlent

Læknir með Asperger einn sárafárra sem sá bankahrunið fyrir

Bandarískur læknir með einhverfu var einn sárafárra einstaklinga sem sá bankahrunið fyrir. Hann veðjaði gegn Wall Street og græddi nánast óskiljanlega háar upphæðir fyrir vikið. Hinn umdeildi Íslandsvinur Michael Lewis komst að þessu en hann segir að kapítalistarnir hafi næstum tortímt markaðshagkerfinu með eigin heimsku.

Viðskipti erlent

Actavis gæti reynt að kaupa Stada Arzneimittel

Töluverðar vangaveltur eru komnar upp í Þýskalandi um að Actavis og bandaríski lyfjarisinn Pfizer leggi fram tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Stada Arzneimittel. Eins og kunnugt er af fréttum í gær töpuðu Actavis og Pfizer baráttunni um Ratiopharm til Teva.

Viðskipti erlent

Teva bauð töluvert meir en Actavis í Ratiopharm

Stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins, Teva frá Ísrael, bauð talsvert hærra verð en Actavis fyrir þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Samkvæmt frétt á Bloomberg mun Teva verða tilkynnt sem hinn nýji eigandi Ratiopharm á blaðamannafundi eftir hádegið.

Viðskipti erlent

Fjárfestagoðsögn: Evran deyr og tvær bólur bresta

Fjárfestagoðsögnin Jim Rogers er ekki að skafa af hlutunum í sýn sinni á framtíðina. Rogers segir að evran verði dauð sem gjaldmiðil innan 15 til 20 ára, pundið muni hrapa á dramatískan hátt og bandarísk ríkisskuldabréf og kínverski fasteignamarkaðurinn verði tvær næstu bólur sem bresta.

Viðskipti erlent

Actavis leggur fram lokatilboð í Ratiopharm

Actavis og Teva hafa verið beðin um að leggja fram lokatilboð sín í þýska samheitafyrirtækið Ratiopharm á morgun, fimmtudag, að því er heimildir Reuters herma. Hinsvegar mun bandaríski lyfjarisinn Pfizer leggja fram sitt lokatilboð í dag.

Viðskipti erlent

Lögmenn hagnast um 80 milljarða á Lehman Brothers

Tiltektin eftir fall Lehman Brothers í Bandaríkjunum hefur gefið lögmönnum 642 milljónir dollara eða um 80 milljarða kr. í aðra hönd. Alls hafa 28 lögmannstofur skrifað feita reikninga fyrir aðkomu sín að þrotabúinu frá haustinu 2008 að því er segir í frétt á CNN Money um málið.

Viðskipti erlent