Sérfræðingar telja evruna í stórhættu vegna Spánar 30. maí 2010 21:00 Það er lágt risið á honum Zapatero þessa daganna. Sérfræðingar eru uggandi um hag evrunnar vegna efnahagsástandsins á Spáni en lánshæfismat landsins var lækkað um flokk á föstudaginn. Lækkun lánshæfismatsins var ekki tilkynnt fyrr en eftir lokun fjármálamarkaðanna á Spáni á föstudaginn og þess vegna er ekki að vænta viðbragða vegna þessa fyrr en á morgun þegar markaðir opna aftur. Spánn hefur átt í gríðarlegum fjárhagserfiðleikum og telja sumir að landið sé á sömu leið og Grikkland. Að auki telja sérfræðingar horfurnar mjög slæmar sem gerir það að verkum að tiltrú á evrunni fer minnkandi. Meðal annars eiga stórir bankar í miklum vandræðum í landinu en ríkið hefur þegar þurft að þjóðnýta einn banka. Ekki bætir úr skák að forsætisráðherra Spánar, José Luis Rodríguez Zapatero, nýtur þverrandi stuðnings almennings auk þess sem verkalýðsfélögin hóta allsherjarverkfalli. Ofan á allt saman þá óttast Frakkar nú að vandræði Spánar geti verið smitandi og haft alvarleg áhrif á efnahagsástandið þar í landi. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sérfræðingar eru uggandi um hag evrunnar vegna efnahagsástandsins á Spáni en lánshæfismat landsins var lækkað um flokk á föstudaginn. Lækkun lánshæfismatsins var ekki tilkynnt fyrr en eftir lokun fjármálamarkaðanna á Spáni á föstudaginn og þess vegna er ekki að vænta viðbragða vegna þessa fyrr en á morgun þegar markaðir opna aftur. Spánn hefur átt í gríðarlegum fjárhagserfiðleikum og telja sumir að landið sé á sömu leið og Grikkland. Að auki telja sérfræðingar horfurnar mjög slæmar sem gerir það að verkum að tiltrú á evrunni fer minnkandi. Meðal annars eiga stórir bankar í miklum vandræðum í landinu en ríkið hefur þegar þurft að þjóðnýta einn banka. Ekki bætir úr skák að forsætisráðherra Spánar, José Luis Rodríguez Zapatero, nýtur þverrandi stuðnings almennings auk þess sem verkalýðsfélögin hóta allsherjarverkfalli. Ofan á allt saman þá óttast Frakkar nú að vandræði Spánar geti verið smitandi og haft alvarleg áhrif á efnahagsástandið þar í landi.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira