Viðskipti erlent

Rússneskur auðmaður í tugmilljarða skilnaði

Rússneski auðmaðurinn Boris Berezovsky stendur nú í skilnaðarmáli við eiginkonu sína Galinu þótt að þau hafi ekki búið saman í 10 ár. Galina gæti fengið allt að 100 milljónir punda, eða ríflega 20 milljarða kr., út úr skilnaðinum við Berezovsky.

Viðskipti erlent

Sarkozy mokar 120 milljörðum í franska bændur

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti tilkynnti í dag efnahagsaðstoð upp á 650 milljónir evra eða um 120 milljarða kr. til handa frönskum bændum. Fyrir utan þessa aðstoð standa bændunum til boða ódýr lán upp á um 185 milljarða kr. í viðbót.

Viðskipti erlent

Álverðið fór yfir 2.000 dollara í London í morgun

Heimsmarkaðsverð á áli fór yfir 2.000 dollara á markaðinum í London í morgun og stendur nú í 2.010 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga. Hefur verðið ekki verið hærra í ár síðan í sumar þegar það fór yfir 2.000 dollara í skamman tíma.

Viðskipti erlent

Finnar búa við mesta velmegun heimsbúa

Finnland er það land í heiminum þar sem íbúarnir búa við mesta velmegun. Ekki bara í efnahagslegum skilningi heldur einnig hvað varðar lýðræði og stjórnkerfi. Þetta kemur fram í nýjum lista frá Legatum Prosperity Index sem birtur verður í þessari viku.

Viðskipti erlent

Lánshæfismat Rússlands orðið svipað og Íslands

Lánshæfismat Rússlands er nú á svipuðum slóðum og Íslands, það er skammt frá svokölluðum „rusl-flokki." Þetta kemur hinsvegar ekki í veg fyrir gríðarlegan áhuga á ríkisskuldabréfaútboði upp á 18 milljarða dollara sem rússnesk stjórnvöld áforma á næsta ári.

Viðskipti erlent

Nektardansmeyjar eiga að næla í kúnna til verslunarhúss

Franska verslunarhúsið Printemps í París hefur gripið til þess ráðs að ráða fimm nektardansmeyjar frá hinum þekkta kabarett The Crazy Horse í borginni til að troða upp í verslunargluggum sínum. Ætlunin er að lokka fleiri kúnna inn í Printemps sem orðið hefur illa úti í kreppunni eins og svo margar aðrar verslanir.

Viðskipti erlent

Samkeppnishæfni Dana á undir högg að sækja

Dönsk yfirvöld hafa nú áhyggjur af minnkandi samkeppnishæfni atvinnulífs landsins. Orsakir þessa eru launahækkanir innanlands og sterkt gengi dönsku krónunnar. Árið í fyrra var slæmt en árið í ár verður enn verra að því er segir á börsen.dk.

Viðskipti erlent

Norðurlönd með mikla þörf fyrir nýjar flugvélar

Flugfélögin á Norðurlöndunum munu þurfa 404 nýjar farþegaflugvélar með yfir 100 sæti næstu tuttugu árin, frá 2009-2028, samkvæmt nýjustu markaðsspá Airbus. Þörfin fyrir þessar nýju vélar er aðallega vegna endurnýjunar á eldri og eyðslufrekari vélum sem verður skipt út fyrir vistvirkari vélar sem endurspegla umhverfisvitundina á svæðinu.

Viðskipti erlent

Evran í 1.50 dollara er stórslys fyrir Evrópu

„Evran í 1.50 dollara er stórslys fyrir efnhag Evrópu og iðnað álfunnar," segir Heri Guaino hægri hönd Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta. Evran hefur hækkað um 15% gagnvart dollaranum frá því í mars s.l. og í gærdag fór hún í 1.50 dollara um skamma stund.

Viðskipti erlent