Ríkislögmaður Dana glímir við vændiskonur án árangurs 4. janúar 2010 14:30 Ríkislögmaður Danmerkur, Kammeradvokaten, hefur um langt skeið reynt að koma vændiskonum út úr fjölda húsa í Viborg og víðar á Jótlandi en það gengur treglega. Forsaga málsins er sú að þegar hinn umdeildi viðskipamaður Jens „Låsby" Svendsen varð gjaldþrota á síðasta ári yfirtók ríkislögmaðurinn rekstur 120 fasteigna úr þrotabúinu. Í fjölda þeirra voru hóruhús í fullum rekstri. Samkvæmt frétt í Viborg Stifts Folkeblad hafa ítrekaðar aðgerðir lögreglu gegn þessum hóruhúsum borið lítinn árangur og að enn séu vændiskonur til staðar í fleiri af eignunum. Ríkislögmaðurinn, Boris Frederiksen, segir í samtali við blaðið að þótt lögreglan kasti vændiskonunum á dyr séu þær eða aðrar komnar inn í húsin aftur nokkrum tímum seinna. Í langflestum tilvika er um erlendar vændiskonur að ræða. Lausn ríkislögmannsins á þessu vandamáli var að afla sér fjár hjá sérstökum niðurrifssjóði á vegum stjórnvalda. Það fé ætlar hann að nota til að fá viðkomandi sveitar/bæjarfélög til að kaupa eignirnar og rífa þær niður. Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ríkislögmaður Danmerkur, Kammeradvokaten, hefur um langt skeið reynt að koma vændiskonum út úr fjölda húsa í Viborg og víðar á Jótlandi en það gengur treglega. Forsaga málsins er sú að þegar hinn umdeildi viðskipamaður Jens „Låsby" Svendsen varð gjaldþrota á síðasta ári yfirtók ríkislögmaðurinn rekstur 120 fasteigna úr þrotabúinu. Í fjölda þeirra voru hóruhús í fullum rekstri. Samkvæmt frétt í Viborg Stifts Folkeblad hafa ítrekaðar aðgerðir lögreglu gegn þessum hóruhúsum borið lítinn árangur og að enn séu vændiskonur til staðar í fleiri af eignunum. Ríkislögmaðurinn, Boris Frederiksen, segir í samtali við blaðið að þótt lögreglan kasti vændiskonunum á dyr séu þær eða aðrar komnar inn í húsin aftur nokkrum tímum seinna. Í langflestum tilvika er um erlendar vændiskonur að ræða. Lausn ríkislögmannsins á þessu vandamáli var að afla sér fjár hjá sérstökum niðurrifssjóði á vegum stjórnvalda. Það fé ætlar hann að nota til að fá viðkomandi sveitar/bæjarfélög til að kaupa eignirnar og rífa þær niður.
Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira