Dauður banki greiðir starfsmönnum stóra bónusa 22. desember 2009 08:53 Fjárfestingarbankinn Lehman Brothers er dauður fyrir löngu síðan en það kemur ekki í veg fyrir að bankinn greiði starfsmönnum sínum stóra bónusa. Lehman Brothers varð gjaldþrota með miklum hvelli í fyrrahaust og miða margir upphaf fjármálakreppunnar við hrun bankans. Á skrifstofum Lehman Brothers í London er þó enn verið að ráða starfsmenn til bankans og að sögn business.dk fékk bankinn í síðustu viku orð dómara fyrir því að hann mætti greiða starfsmönnum sínum 50 milljónir dollara, eða 6,4 miljarða kr. í bónusa. Það er tiltektin eftir gjaldþrotið sem kallar á fleiri starfsmenn að bankanum og þeir þurfa að fá góð laun fyrir því annars haldast þeir ekki í starfinu og hindra þannig að tiltektin verði eins vel úr garði gerð og hugsanlegt er. Einhvern veginn þannig hljómar rökstuðningurinn fyrir bónusgreiðslunum. „Það þarf nefnilega svo mikla tiltekt að aðeins skörpustu fjármálasérfræðingar og endurskoðendur geta komist til botns í skjalabunkunum og hinum mörgu kröfum frá kröfuhöfunum," segir í fréttinni á business.dk. Skrifstofa Lehman Brothers í London var sú stærsta utan höfuðstöðva bankans í Bandaríkjunum. Í góðærinu unnu þar um 5.300 manns. Þegar bankinn féll voru 2.800 þeirra yfirfærðir til Nomura en 1.000 voru reknir og aðrir 1.000 fundu sér annað starf. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjárfestingarbankinn Lehman Brothers er dauður fyrir löngu síðan en það kemur ekki í veg fyrir að bankinn greiði starfsmönnum sínum stóra bónusa. Lehman Brothers varð gjaldþrota með miklum hvelli í fyrrahaust og miða margir upphaf fjármálakreppunnar við hrun bankans. Á skrifstofum Lehman Brothers í London er þó enn verið að ráða starfsmenn til bankans og að sögn business.dk fékk bankinn í síðustu viku orð dómara fyrir því að hann mætti greiða starfsmönnum sínum 50 milljónir dollara, eða 6,4 miljarða kr. í bónusa. Það er tiltektin eftir gjaldþrotið sem kallar á fleiri starfsmenn að bankanum og þeir þurfa að fá góð laun fyrir því annars haldast þeir ekki í starfinu og hindra þannig að tiltektin verði eins vel úr garði gerð og hugsanlegt er. Einhvern veginn þannig hljómar rökstuðningurinn fyrir bónusgreiðslunum. „Það þarf nefnilega svo mikla tiltekt að aðeins skörpustu fjármálasérfræðingar og endurskoðendur geta komist til botns í skjalabunkunum og hinum mörgu kröfum frá kröfuhöfunum," segir í fréttinni á business.dk. Skrifstofa Lehman Brothers í London var sú stærsta utan höfuðstöðva bankans í Bandaríkjunum. Í góðærinu unnu þar um 5.300 manns. Þegar bankinn féll voru 2.800 þeirra yfirfærðir til Nomura en 1.000 voru reknir og aðrir 1.000 fundu sér annað starf.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira