Viðskipti erlent FIH bankinn gaf út skuldabréf fyrir einn milljarð dollara FIH bankinn í Danmörku stóð fyrir velheppnaðri skuldabréfaútgáfu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Alls var einn milljarður dollara í boði, eða rúmlega 126 milljarðar kr. Öll útgáfan seldist upp og fengu færri en vildu að kaupa bréfin. Viðskipti erlent 3.9.2009 08:16 Svikamylla Madoff var afhjúpuð fyrir áratug síðan Svikamylla Bernhard Madoff var afhjúpuð fyrir áratug síðan eða 1999 en samt fékk spilaborgin að standa uppi næstu tíu árin með tapi upp á fleiri tugi milljarða dollara fyrir fórnarlömb Madoff. Viðskipti erlent 2.9.2009 13:42 Yngstu starfsmennirnir verða oftast veikir Í nýrri könnun sem samtök vinnuveitenda í Danmörku (Dansk Erhverv) hafa gert meðal félagsmanna sinna kemur í ljós að það eru yngstu starfsmennirnir sem eru oftast forfallaðir í vinnu sinni vegna veikinda. Yfirleitt hefur verið talið að þessu sé öfugt farið og að veikindaforföll aukist með aldrinum. Viðskipti erlent 2.9.2009 11:28 Cayman eyjar á barmi gjaldþrots og íhuga skattheimtu Hið opinbera á Cayman eyjum rambar nú á barmi gjaldþrots og hafa stjórnvöld því íhugað að koma á fót skattheimtu á eyjunum til að bregðast við ástandinu. Bresk stjórnvöld, sem eyjarnar heyra undir, hafa hafnað því að draga stjórn Cayman að landi hvað þetta varðar. Viðskipti erlent 2.9.2009 09:16 Hamleys fjölgar verslunum og sölustöðum Leikfangakeðjan Hamleys mun halda áfram að fjölga verslunum sínum og sölustöðum það sem eftir er ársins og fram á næsta ár. Salan hjá Hamleys hefur tekið kipp upp á við eftir eitt erfiðasta rekstrarár í 249 ára sögu keðjunnar. Viðskipti erlent 2.9.2009 08:52 Stjórnarformaður Storebrand kaupir hluti í félaginu Birger Magnus stjórnarformaður norska tryggingarrisans Storebrand hefur fest kaup á 20 þúsund hlutum í félaginu á genginu 32,42 norskar kr. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar í Osló. Viðskipti erlent 1.9.2009 13:23 Álfyrirtæki ganga á birgðir til að nýta verðhækkanir Álverð á heimsmarkaði er aftur komið upp fyrir 1.900 dollara á tonnið hafa lækkað aðeins í síðustu viku. Á undanförnum tveimur vikum hefur álverð lækkað um 10% eftir umtalsverðar hækkanir í sumar. Viðskipti erlent 1.9.2009 10:55 Mesta atvinnuleysi innan ESB í áratug Atvinnuleysi meðal ríkjan innan ESB er hið mesta í áratug. Samkvæmt nýjum tölum sem birtar voru í morgun nam atvinnuleysið 9,5% innan sambandsins og hefur ekki verið meira síðan 1999. Atvinnuleysið jókst úr 9,4% í júní og í 9,5% í júlí. Viðskipti erlent 1.9.2009 09:51 eBay selur Skype til fjárfestingasjóða eBay er nú að selja netsímaþjónustu sína Skype til nokkurra fjárfestingarsjóða. Samkvæmt frétt um málið í The New York Times mun söluverðið nema um 2 milljörðum dollara eða um 250 milljörðum kr. Viðskipti erlent 1.9.2009 09:13 Franskir ofnasmiðir fækka fötum til að bjarga störfum sínum Starfsmenn hjá frönsku ofnasmiðjunni Chaffoteaux et Maury í Brittany ætla að fækka fötunum til að reyna að bjarga störfum sínum. Þeir ætla að koma fram naktir á dagatali í örvæntingarfullri tilraun til að bjarga 204 störfum í verksmiðju sinni. Viðskipti erlent 31.8.2009 14:24 Disney kaupir Marvel Entertainment Walt Disney samsteypan hefur fest kaup á Marvel Entertainment en frá þessu var greint í dag rétt fyrir opnun markaðarins á Wall Street. Viðskipti erlent 31.8.2009 13:43 Mikil lækkun hlutabréfa í Kína Hlutabréfamarkaðurinn í Shanghai í Kína féll um rúmlega 5% í dag. Markaðir í Kína hafa lokað enda er kvöldið að bresta á þar í landi. Á föstudaginn lækkuðu hlutabréf í Shanghai um 7% og því nemur lækkunin yfir 10% á undanförnum tveimur viðskiptadögum. Viðskipti erlent 31.8.2009 11:04 Yfir 100 milljarða dollara kröfur í þrotabú Lehman Brothers Skiptastjórar Lehman Brothers í London telja að kröfur á hinn gjaldþrota banka gætu numið allt að 100 milljörðum dollara. Það jafngildir um 12.600 milljörðum króna. Viðskipti erlent 31.8.2009 09:57 Nordea fékk Fionia Bank, Föroya Banki leitar annara kaupa Það var Nordea sem fékk Fionia Bank í sinn hlut en meðal þeirra sem buðu í bankann var Föroya Banki. Færeyingarnir hafa þó ekki gefist upp og halda áfram að leita eftir öðrum bankakaupum í Danmörku. Viðskipti erlent 31.8.2009 08:21 GM semur við kínverskan bílaframleiðanda Stjórnendur General Motors hafa skrifað undir 293 milljóna dala samning við kínverska ríkisbílaframleiðandann FAW um framleiðslu léttra flutningabíla og smárúta. Viðskipti erlent 30.8.2009 19:46 Íhuga að greiða launabónusa fyrr til að forðast tekjuskattshækkun Stjórnendur fjárfestingabanka sem greiða starfsmönnum yfirleitt launabónusa í apríl og maí velta því fyrir sér að greiða launabónusa fyrr á næsta ári en vanalegt er. Viðskipti erlent 30.8.2009 11:13 Starfsmenn VW verksmiðjanna vilja kaupa hlut í fyrirtækinu Starfsmenn Volkswagen og Porche verksmiðjanna, sem eru um 370 þúsund talsins, hyggjast kaupa allt að 50% hlut í fyrirtækinu bráðlega. Viðskipti erlent 29.8.2009 17:35 Efnahagslífið í Bretlandi skárra en búist var við Samdráttur í breska hagkerfinu varð ekki eins mikill á öðrum ársfjórðungi og óttast hafði verið, segir í frétt á vef Telegraph. Ástæðan er meðal annars rakin til betri sölu á breskum bifreiðum en gert hafði verið ráð fyrir. Breska hagstofan sagði í gær að landsframleiðslan þar í landi hefði dregist saman um 0,7% en ekki 0,8%, sem þýðir 5,5% samdráttur á ársgrundvelli í stað 5,6% eins og gert hafði verið ráð fyrir. Viðskipti erlent 29.8.2009 10:30 UK Coal skuldar Landsbankanum 1,2 milljarða Heildarútlán Landsbankans til UK Coal, stærsta kolanámufélags Bretlands, nam rúmum 5,7 milljónum punda sem jafngildir um 1,2 milljörðum króna. Heildarlánaheimildir til félagsins voru rúmar 21,4 milljónir punda eða tæplega 4,5 milljarðar króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í morgun glímir UK Coal nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Viðskipti erlent 28.8.2009 11:24 FIH bankinn í milljarða klemmu vegna Sjælsö Gruppen FIH bankinn og Amagerbanken í Danmörku eru í klemmu vegna sambankaláns sem þeir veittu Sjælsö Gruppen að upphæð 1,1 milljarð danskra kr. eða rúmlega 25 milljarða kr. Skilyrðin fyrir láninu eru ekki lengur til staðar en þau voru helst að eiginfjárhlutfall félagsins mætti ekki fara niður fyrir 40%. Það stendur nú í 35,3%. Viðskipti erlent 28.8.2009 10:59 Sælgætisframleiðandi í vanda vegna klámfenginna umbúða Sælgætisframleiðandinn Haribo er nú í stökustu vandræðum vegna þess að umbúðir utan um Maoam brjóstsykursmola þeirra þykja klámfengnar í meira lagi. Viðskipti erlent 28.8.2009 10:16 Landsbankinn flækir skuldavandamálin hjá UK Coal Stærsta kolanámufélag Bretlands, UK Coal, glímir nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Landsbankinn er einn af þremur viðskiptabönkum félagsins og hefur staða Landsbankans flækt samningaviðræður við lánadrottnanna um áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins. Viðskipti erlent 28.8.2009 09:32 FIH bankinn kemur Sjælsö Gruppen til hjálpar FIH bankinn er meðal þeirra dönsku lánastofnanna sem koma að fjárhagslegri endurskipulagningu fasteignafélagsins Sjælsö Gruppen. Alls nemur aðstoðin 505 milljónum danskra kr. eða rúmum 12 milljörðum kr. Viðskipti erlent 28.8.2009 08:46 Atvinnuleysi í Japan ekki meira síðan í stríðinu Atvinnuleysi í Japan hefur ekki mælst meira síðan í síðari heimsstyrjöldinni og telst nú 5,7 prósent. Síðan í mars á þessu ári hefur sigið æ hraðar á ógæfuhliðina hvað þetta snertir en skin og skúrir hafa skipst á í fréttum af efnahag landsins. Viðskipti erlent 28.8.2009 07:28 Föroya Banki ætlar að bjóða í Fionia Bank í Danmörku Föroya Banki ætlar að leggja fram tilboð í meirihluta Fionia Bank í Danmörku en sá banki komst í þrot s.l. vor. Þurftu dönsk stjórnvöld þá að leggja tæplega 800 milljónir danskra kr. í bankann og jafnframt yfirtók danska fjármálaeftirlitið starfsemi hans. Viðskipti erlent 27.8.2009 14:38 Bankadrottning Nígeríu fundin og komin í yfirheyrslur Tveimur af bankastjórnendum Nígeríu tókst að forðað handtöku og lögðu á flótta í vikunni. Annar þeirra, Cecilia Ibru, fyrrverandi framkvæmdastjóri Oceanic Bank, gaf sig fram við lögreglu síðdegis í gær og er verið að yfirheyra hana. Viðskipti erlent 27.8.2009 12:41 Bolton tapar á falli Landsbankans Borgarstjórn Bolton á Englandi hefur einungis fengið 16 prósent tilbaka af þeim fjármunum sem borgarstjórnin lagði inn á innlánsreikninga Heritable bank, dótturfélags Landsbankans á Bretlandi. Áður hafði verið gert ráð fyrir að borgarstjórnin fengi um 80% af fjárfestingum sínum tilbaka en nú bendir hins vegar allt til þess að borgarstjórnin fái einungis 70% af fjárfestingum sínum tilbaka. Viðskipti erlent 27.8.2009 12:09 Fyrrum Ikea-forstjóri meðeigandi Straums í Biva Anders Moberg fyrrum forstjóri Ikea er orðinn meðeigandi Straums að húsgagnaverslsunarkeðjunni Biva í Danmörku. Moberg mun jafnframt verða stjórnarformaður Biva. Viðskipti erlent 27.8.2009 10:14 Börsen: Skráning Össurar góðs viti fyrir markaðinn Skráning Össurar hf. í kauphöllina í Kaupmannahöfn er nú efsta frétt á vefsíðunni börsen.dk undir fyrirsögninni: Íslensk kauphallarburjun góðs viti fyrir dönsk hlutabréf. Viðskipti erlent 27.8.2009 09:30 Nígeríustjórn skutlar bankastjórum bak við lás og slá Efnahagsbrotadeild nígerísku lögreglunnar undirbýr nú málsókn gegn auðjöfrum í Afríkuríkinu sem nýttu ekki frest til dagsins í gær til að gera upp milljarðaskuldir sínar við fimm nígeríska banka sem stjórnvöld í landinu hafa tekið yfir til að forða þeim frá falli. Reglur um lánveitingar munu hafa verið brotnar og bankastjórnendum hefur mörgum verið stungið í steininn. Viðskipti erlent 26.8.2009 13:46 « ‹ 292 293 294 295 296 297 298 299 300 … 334 ›
FIH bankinn gaf út skuldabréf fyrir einn milljarð dollara FIH bankinn í Danmörku stóð fyrir velheppnaðri skuldabréfaútgáfu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Alls var einn milljarður dollara í boði, eða rúmlega 126 milljarðar kr. Öll útgáfan seldist upp og fengu færri en vildu að kaupa bréfin. Viðskipti erlent 3.9.2009 08:16
Svikamylla Madoff var afhjúpuð fyrir áratug síðan Svikamylla Bernhard Madoff var afhjúpuð fyrir áratug síðan eða 1999 en samt fékk spilaborgin að standa uppi næstu tíu árin með tapi upp á fleiri tugi milljarða dollara fyrir fórnarlömb Madoff. Viðskipti erlent 2.9.2009 13:42
Yngstu starfsmennirnir verða oftast veikir Í nýrri könnun sem samtök vinnuveitenda í Danmörku (Dansk Erhverv) hafa gert meðal félagsmanna sinna kemur í ljós að það eru yngstu starfsmennirnir sem eru oftast forfallaðir í vinnu sinni vegna veikinda. Yfirleitt hefur verið talið að þessu sé öfugt farið og að veikindaforföll aukist með aldrinum. Viðskipti erlent 2.9.2009 11:28
Cayman eyjar á barmi gjaldþrots og íhuga skattheimtu Hið opinbera á Cayman eyjum rambar nú á barmi gjaldþrots og hafa stjórnvöld því íhugað að koma á fót skattheimtu á eyjunum til að bregðast við ástandinu. Bresk stjórnvöld, sem eyjarnar heyra undir, hafa hafnað því að draga stjórn Cayman að landi hvað þetta varðar. Viðskipti erlent 2.9.2009 09:16
Hamleys fjölgar verslunum og sölustöðum Leikfangakeðjan Hamleys mun halda áfram að fjölga verslunum sínum og sölustöðum það sem eftir er ársins og fram á næsta ár. Salan hjá Hamleys hefur tekið kipp upp á við eftir eitt erfiðasta rekstrarár í 249 ára sögu keðjunnar. Viðskipti erlent 2.9.2009 08:52
Stjórnarformaður Storebrand kaupir hluti í félaginu Birger Magnus stjórnarformaður norska tryggingarrisans Storebrand hefur fest kaup á 20 þúsund hlutum í félaginu á genginu 32,42 norskar kr. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar í Osló. Viðskipti erlent 1.9.2009 13:23
Álfyrirtæki ganga á birgðir til að nýta verðhækkanir Álverð á heimsmarkaði er aftur komið upp fyrir 1.900 dollara á tonnið hafa lækkað aðeins í síðustu viku. Á undanförnum tveimur vikum hefur álverð lækkað um 10% eftir umtalsverðar hækkanir í sumar. Viðskipti erlent 1.9.2009 10:55
Mesta atvinnuleysi innan ESB í áratug Atvinnuleysi meðal ríkjan innan ESB er hið mesta í áratug. Samkvæmt nýjum tölum sem birtar voru í morgun nam atvinnuleysið 9,5% innan sambandsins og hefur ekki verið meira síðan 1999. Atvinnuleysið jókst úr 9,4% í júní og í 9,5% í júlí. Viðskipti erlent 1.9.2009 09:51
eBay selur Skype til fjárfestingasjóða eBay er nú að selja netsímaþjónustu sína Skype til nokkurra fjárfestingarsjóða. Samkvæmt frétt um málið í The New York Times mun söluverðið nema um 2 milljörðum dollara eða um 250 milljörðum kr. Viðskipti erlent 1.9.2009 09:13
Franskir ofnasmiðir fækka fötum til að bjarga störfum sínum Starfsmenn hjá frönsku ofnasmiðjunni Chaffoteaux et Maury í Brittany ætla að fækka fötunum til að reyna að bjarga störfum sínum. Þeir ætla að koma fram naktir á dagatali í örvæntingarfullri tilraun til að bjarga 204 störfum í verksmiðju sinni. Viðskipti erlent 31.8.2009 14:24
Disney kaupir Marvel Entertainment Walt Disney samsteypan hefur fest kaup á Marvel Entertainment en frá þessu var greint í dag rétt fyrir opnun markaðarins á Wall Street. Viðskipti erlent 31.8.2009 13:43
Mikil lækkun hlutabréfa í Kína Hlutabréfamarkaðurinn í Shanghai í Kína féll um rúmlega 5% í dag. Markaðir í Kína hafa lokað enda er kvöldið að bresta á þar í landi. Á föstudaginn lækkuðu hlutabréf í Shanghai um 7% og því nemur lækkunin yfir 10% á undanförnum tveimur viðskiptadögum. Viðskipti erlent 31.8.2009 11:04
Yfir 100 milljarða dollara kröfur í þrotabú Lehman Brothers Skiptastjórar Lehman Brothers í London telja að kröfur á hinn gjaldþrota banka gætu numið allt að 100 milljörðum dollara. Það jafngildir um 12.600 milljörðum króna. Viðskipti erlent 31.8.2009 09:57
Nordea fékk Fionia Bank, Föroya Banki leitar annara kaupa Það var Nordea sem fékk Fionia Bank í sinn hlut en meðal þeirra sem buðu í bankann var Föroya Banki. Færeyingarnir hafa þó ekki gefist upp og halda áfram að leita eftir öðrum bankakaupum í Danmörku. Viðskipti erlent 31.8.2009 08:21
GM semur við kínverskan bílaframleiðanda Stjórnendur General Motors hafa skrifað undir 293 milljóna dala samning við kínverska ríkisbílaframleiðandann FAW um framleiðslu léttra flutningabíla og smárúta. Viðskipti erlent 30.8.2009 19:46
Íhuga að greiða launabónusa fyrr til að forðast tekjuskattshækkun Stjórnendur fjárfestingabanka sem greiða starfsmönnum yfirleitt launabónusa í apríl og maí velta því fyrir sér að greiða launabónusa fyrr á næsta ári en vanalegt er. Viðskipti erlent 30.8.2009 11:13
Starfsmenn VW verksmiðjanna vilja kaupa hlut í fyrirtækinu Starfsmenn Volkswagen og Porche verksmiðjanna, sem eru um 370 þúsund talsins, hyggjast kaupa allt að 50% hlut í fyrirtækinu bráðlega. Viðskipti erlent 29.8.2009 17:35
Efnahagslífið í Bretlandi skárra en búist var við Samdráttur í breska hagkerfinu varð ekki eins mikill á öðrum ársfjórðungi og óttast hafði verið, segir í frétt á vef Telegraph. Ástæðan er meðal annars rakin til betri sölu á breskum bifreiðum en gert hafði verið ráð fyrir. Breska hagstofan sagði í gær að landsframleiðslan þar í landi hefði dregist saman um 0,7% en ekki 0,8%, sem þýðir 5,5% samdráttur á ársgrundvelli í stað 5,6% eins og gert hafði verið ráð fyrir. Viðskipti erlent 29.8.2009 10:30
UK Coal skuldar Landsbankanum 1,2 milljarða Heildarútlán Landsbankans til UK Coal, stærsta kolanámufélags Bretlands, nam rúmum 5,7 milljónum punda sem jafngildir um 1,2 milljörðum króna. Heildarlánaheimildir til félagsins voru rúmar 21,4 milljónir punda eða tæplega 4,5 milljarðar króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í morgun glímir UK Coal nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Viðskipti erlent 28.8.2009 11:24
FIH bankinn í milljarða klemmu vegna Sjælsö Gruppen FIH bankinn og Amagerbanken í Danmörku eru í klemmu vegna sambankaláns sem þeir veittu Sjælsö Gruppen að upphæð 1,1 milljarð danskra kr. eða rúmlega 25 milljarða kr. Skilyrðin fyrir láninu eru ekki lengur til staðar en þau voru helst að eiginfjárhlutfall félagsins mætti ekki fara niður fyrir 40%. Það stendur nú í 35,3%. Viðskipti erlent 28.8.2009 10:59
Sælgætisframleiðandi í vanda vegna klámfenginna umbúða Sælgætisframleiðandinn Haribo er nú í stökustu vandræðum vegna þess að umbúðir utan um Maoam brjóstsykursmola þeirra þykja klámfengnar í meira lagi. Viðskipti erlent 28.8.2009 10:16
Landsbankinn flækir skuldavandamálin hjá UK Coal Stærsta kolanámufélag Bretlands, UK Coal, glímir nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Landsbankinn er einn af þremur viðskiptabönkum félagsins og hefur staða Landsbankans flækt samningaviðræður við lánadrottnanna um áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins. Viðskipti erlent 28.8.2009 09:32
FIH bankinn kemur Sjælsö Gruppen til hjálpar FIH bankinn er meðal þeirra dönsku lánastofnanna sem koma að fjárhagslegri endurskipulagningu fasteignafélagsins Sjælsö Gruppen. Alls nemur aðstoðin 505 milljónum danskra kr. eða rúmum 12 milljörðum kr. Viðskipti erlent 28.8.2009 08:46
Atvinnuleysi í Japan ekki meira síðan í stríðinu Atvinnuleysi í Japan hefur ekki mælst meira síðan í síðari heimsstyrjöldinni og telst nú 5,7 prósent. Síðan í mars á þessu ári hefur sigið æ hraðar á ógæfuhliðina hvað þetta snertir en skin og skúrir hafa skipst á í fréttum af efnahag landsins. Viðskipti erlent 28.8.2009 07:28
Föroya Banki ætlar að bjóða í Fionia Bank í Danmörku Föroya Banki ætlar að leggja fram tilboð í meirihluta Fionia Bank í Danmörku en sá banki komst í þrot s.l. vor. Þurftu dönsk stjórnvöld þá að leggja tæplega 800 milljónir danskra kr. í bankann og jafnframt yfirtók danska fjármálaeftirlitið starfsemi hans. Viðskipti erlent 27.8.2009 14:38
Bankadrottning Nígeríu fundin og komin í yfirheyrslur Tveimur af bankastjórnendum Nígeríu tókst að forðað handtöku og lögðu á flótta í vikunni. Annar þeirra, Cecilia Ibru, fyrrverandi framkvæmdastjóri Oceanic Bank, gaf sig fram við lögreglu síðdegis í gær og er verið að yfirheyra hana. Viðskipti erlent 27.8.2009 12:41
Bolton tapar á falli Landsbankans Borgarstjórn Bolton á Englandi hefur einungis fengið 16 prósent tilbaka af þeim fjármunum sem borgarstjórnin lagði inn á innlánsreikninga Heritable bank, dótturfélags Landsbankans á Bretlandi. Áður hafði verið gert ráð fyrir að borgarstjórnin fengi um 80% af fjárfestingum sínum tilbaka en nú bendir hins vegar allt til þess að borgarstjórnin fái einungis 70% af fjárfestingum sínum tilbaka. Viðskipti erlent 27.8.2009 12:09
Fyrrum Ikea-forstjóri meðeigandi Straums í Biva Anders Moberg fyrrum forstjóri Ikea er orðinn meðeigandi Straums að húsgagnaverslsunarkeðjunni Biva í Danmörku. Moberg mun jafnframt verða stjórnarformaður Biva. Viðskipti erlent 27.8.2009 10:14
Börsen: Skráning Össurar góðs viti fyrir markaðinn Skráning Össurar hf. í kauphöllina í Kaupmannahöfn er nú efsta frétt á vefsíðunni börsen.dk undir fyrirsögninni: Íslensk kauphallarburjun góðs viti fyrir dönsk hlutabréf. Viðskipti erlent 27.8.2009 09:30
Nígeríustjórn skutlar bankastjórum bak við lás og slá Efnahagsbrotadeild nígerísku lögreglunnar undirbýr nú málsókn gegn auðjöfrum í Afríkuríkinu sem nýttu ekki frest til dagsins í gær til að gera upp milljarðaskuldir sínar við fimm nígeríska banka sem stjórnvöld í landinu hafa tekið yfir til að forða þeim frá falli. Reglur um lánveitingar munu hafa verið brotnar og bankastjórnendum hefur mörgum verið stungið í steininn. Viðskipti erlent 26.8.2009 13:46