Viðskipti innlent

Sýknaðir af kröfum LS Retail í lógódeilu

Landsréttur sýknaði í síðustu viku Norðurturninn og Íslandsbanka af kröfum LS Retail sem hafði meðal annars krafist ógildingar á þeirri ákvörðun stjórnar skrifstofuturnsins að bankinn mætti einn leigutaka hengja vörumerki sitt utan á stigahús byggingarinnar.

Viðskipti innlent

Ekki hægt að líta fram hjá brotum Procar

Procar var í dag vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar. Bílaleigan hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur.

Viðskipti innlent

Íslandsvinurinn lætur gott heita

Bandaríski lögmaðurinn Lee Buchheit, sem er Íslendingum góðkunnur, lætur af störfum í lok næsta mánaðar. Hann hefur á ríflega fjörutíu ára ferli aðstoðað stjórnvöld í skuldugum ríkjum í glímunni við vogunarsjóði.

Viðskipti innlent

Ég var ekki lengur rétti forstjórinn

Reynir Grétarsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Creditinfo, vék úr starfi forstjóra eftir 20 ár og réð Ítalann Stefano M. Stoppani árið 2017. Neistinn var farinn. Við það fékk fyrirtækið tækifæri til að endurnýja sig.

Viðskipti innlent

Bætir við sig í Marel fyrir um milljarð

Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital bætti í liðinni viku við sig ríflega tveimur milljónum hluta í Marel, að virði um 940 milljónir króna, og fer nú með samanlagt 7,3 milljónir hluta í félaginu, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa þess.

Viðskipti innlent

Veik króna refsaði IKEA á metsöluári

Þrátt fyrir metveltu á síðasta rekstrarári dróst hagnaður IKEA á Íslandi verulega saman milli ára. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að þessa mótsögn megi nær alfarið að skrifa á sviptingar í gengi krónunnar.

Viðskipti innlent

Ugla í auglýsingarnar

Ugla Hauksdóttir leikstjóri er gengin til liðs við framleiðslufyrirtækið SNARK sem sérhæfir sig í auglýsingaframleiðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SNARK.

Viðskipti innlent