Efasemdir um að lækkun bankaskatts skili sér til almennings Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2019 11:30 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki hafa séð það lækkunin hafi yfir höfuð nokkru sinni skilað sér í vasa almennings og þeirra sem þurfa á því að halda vísir/vilhelm Lækkun sérstaks bankaskatts í áföngum var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka en Viðreisnar efast stórlega um að lækkunin skili sér til viðskiptavina bankanna. Í greinargerð með frumvarpinu um lækkun bankaskattsins er vísað í stjórnarsáttmálann um áherslu á að unnið verði að frekari skilvirkni í fjármálakerfinu með það að leiðarljósi að lækka kostnað neytenda. Bankaskattur hafi verið óbreyttur í 0,376 prósentum frá árinu 2016 til 2019 á meðan framleiðsluspenna og þensla vegna eftirspurnar gengi yfir í hagkerfinu og ríkissjóður væri enn að greiða niður skuldir sem mynduðust eftir fjármálahrunið. Samkvæmt lögunum mun skatturinn lækka í fjórum jöfnum skrefum á árunum 2020–2023 niður í 0,145%. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði flokkinn leggjast gegn lækkuninni sem gerð væri til að gera bankana söluvænni. „Þetta er algerlega ótímabært. Það er líka ótímabært að fara að selja bankana í þeirri mynd sem þeir eru í dag,“ sagði Oddný við atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi í gær.Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm„Er íslenska ríkið búið að fá endurgreitt það sem það lagði út vegna hrunsins með vöxtum og áhættuálagi. Hafa Íslendingar fengið til baka það sem þeir þurftu að leggja út vegna falls bankanna. Þessu hefur ríkisstjórnin ekki getað svarað,“ sagði Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var hins vegar mjög sáttur við lækkun bankaskattsins, þótt hann gerði athugasemdir við að lækkunin tæki ekki að fullu gildi strax. „En þetta er gott mál. Enda er löngu búið að sýna fram á það meðal annars í ágætri skýrslu sem unnin var fyrir ríkisstjórnina og hæstvirtan fjármálaráðherra að þetta er skattur sem greiddur er af viðskiptavinum bankanna. Skilar sér í hærri þjónustugjöldum, hærra vaxtastigi en ella,“ sagði Þorsteinn. „Ég hef hingað til ekki getað séð það að þótt hér sé eitthvað lækkað að það hafi yfir höfuð nokkru sinni skilað sér í vasa almennings og þeirra sem þurfa á því að halda. Það situr eftir hjá þeim sem hafa fengið það til sín. Punktur og basta,“ sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins var hins vegar á öndverðum meiði við hana. „Í grunninn snýst þetta mál um það að búa hér til gjalda- og skattaumhverfi fyrir íslenskt fjármálakerfi sem er ekki lakara en það sem er í öðrum löndum. Að við aukum samkeppnishæfni fjármálakerfisins hér á Íslandi gagnvart erlendum fjármálafyrirtækjum,“ sagði Óli Björn Kárason. Alþingi Íslenskir bankar Skattar og tollar Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og allir hlutir til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Lækkun sérstaks bankaskatts í áföngum var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka en Viðreisnar efast stórlega um að lækkunin skili sér til viðskiptavina bankanna. Í greinargerð með frumvarpinu um lækkun bankaskattsins er vísað í stjórnarsáttmálann um áherslu á að unnið verði að frekari skilvirkni í fjármálakerfinu með það að leiðarljósi að lækka kostnað neytenda. Bankaskattur hafi verið óbreyttur í 0,376 prósentum frá árinu 2016 til 2019 á meðan framleiðsluspenna og þensla vegna eftirspurnar gengi yfir í hagkerfinu og ríkissjóður væri enn að greiða niður skuldir sem mynduðust eftir fjármálahrunið. Samkvæmt lögunum mun skatturinn lækka í fjórum jöfnum skrefum á árunum 2020–2023 niður í 0,145%. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði flokkinn leggjast gegn lækkuninni sem gerð væri til að gera bankana söluvænni. „Þetta er algerlega ótímabært. Það er líka ótímabært að fara að selja bankana í þeirri mynd sem þeir eru í dag,“ sagði Oddný við atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi í gær.Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm„Er íslenska ríkið búið að fá endurgreitt það sem það lagði út vegna hrunsins með vöxtum og áhættuálagi. Hafa Íslendingar fengið til baka það sem þeir þurftu að leggja út vegna falls bankanna. Þessu hefur ríkisstjórnin ekki getað svarað,“ sagði Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var hins vegar mjög sáttur við lækkun bankaskattsins, þótt hann gerði athugasemdir við að lækkunin tæki ekki að fullu gildi strax. „En þetta er gott mál. Enda er löngu búið að sýna fram á það meðal annars í ágætri skýrslu sem unnin var fyrir ríkisstjórnina og hæstvirtan fjármálaráðherra að þetta er skattur sem greiddur er af viðskiptavinum bankanna. Skilar sér í hærri þjónustugjöldum, hærra vaxtastigi en ella,“ sagði Þorsteinn. „Ég hef hingað til ekki getað séð það að þótt hér sé eitthvað lækkað að það hafi yfir höfuð nokkru sinni skilað sér í vasa almennings og þeirra sem þurfa á því að halda. Það situr eftir hjá þeim sem hafa fengið það til sín. Punktur og basta,“ sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins var hins vegar á öndverðum meiði við hana. „Í grunninn snýst þetta mál um það að búa hér til gjalda- og skattaumhverfi fyrir íslenskt fjármálakerfi sem er ekki lakara en það sem er í öðrum löndum. Að við aukum samkeppnishæfni fjármálakerfisins hér á Íslandi gagnvart erlendum fjármálafyrirtækjum,“ sagði Óli Björn Kárason.
Alþingi Íslenskir bankar Skattar og tollar Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og allir hlutir til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent