Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Landsbankans og Íslandsbanka og tilkynnti jafnframt um breytingu á horfum úr stöðugum í jákvæðar. Þriðji stóri viðskiptabankinn, Arion banki, sleit samstarfi sínu við S&P fyrr á árinu. Viðskipti innlent 12.11.2024 16:12 Ísold ráðin markaðsstjóri Ísold Einarsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri upplýsingatækifyrirtækisins OK. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og ráðgjöf á tæknilausnum og tengdri þjónustu við mörg stærstu fyrirtæki landsins, stofnanir og alþjóðleg fyrirtæki. Viðskipti innlent 12.11.2024 14:19 Frá Bændasamtökunum til Samorku Sverrir Falur Björnsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri stefnumótunar og hagsmunagæslu hjá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Viðskipti innlent 12.11.2024 11:13 Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Kristján Ingi Mikaelsson, stjórnarformaður Rafmyntaráðs og meðstjórnandi Visku digital assets, segir rafmyntir eins og Bitcoin komnar til að vera. Það sé jafnvel jólagjöf ársins í ár. Bitcoin hefur hækkað töluvert síðasta daga og hefur gjaldmiðillinn aldrei verið verðmætari. Viðskipti innlent 12.11.2024 10:05 Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Fjarskiptafyrirtækið Míla hefur ráðið til sín þrjá nýja starfsmenn, deildarstjóra sölu- og viðskiptastýringar, lögfræðing og viðskiptastjóra. Viðskipti innlent 11.11.2024 15:24 Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Guðmundur Tómas Sigurðsson er nýr flugrekstrarstjóri Icelandair. Hann tekur við starfinu af Hauki Reynissyni sem ætlar að snúa aftur í flugstjórnarklefann. Viðskipti innlent 9.11.2024 13:44 Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Skúli Mogensen, stofnandi Wow air, og þrír stjórnarmenn flugfélagsins sáluga hafa verið sýknaðir af öllum kröfum þrotabús Wow air á hendur þeim í ellefu dómsmálum. Þrotabúið fékk þó fjölda ráðstafana félagsins í aðdraganda þrotsins rift. Viðskipti innlent 8.11.2024 12:41 Hafna ásökunum um smánarlaun Talsmenn Bakkavarar hafna alfarið ásökunum um greiðslu sultarlauna til starfsfólks verksmiðju í Englandi, en fulltrúar ensks stéttarfélags komu hingað til lands í vikunni og hófu herferð gegn íslenskum meirihlutaeigendum fyrirtækisins. Viðskipti innlent 8.11.2024 11:44 Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Eigandi nikótínpúðaverslunar fullyrðir að nýtt gjald sem á að leggja á púðana muni leiða til aukinnar notkunar rafrettna og tóbaks. Gjaldið þýði að sígarettupakkar og nikótínpúðadósir verði á svipuðu verði. Viðskipti innlent 8.11.2024 09:24 „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Enskt stéttarfélag krefst þess að Bakkavör greiði starfsfólki sínu í Bretlandi mannsæmandi laun, en það hefur verið í verkfalli í sex vikur. Fulltrúar stéttarfélagsins hafa varpað harðorðum skilaboðum á hús víða um borgina, til þess að ná athygli eigenda fyrirtækisins. Viðskipti innlent 7.11.2024 20:58 Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms frá því í fyrra um að íslenska ríkið þurfi að greiða sjávarútvegsfyrirtækinu Vinnslustöðinni bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 og 2018. Viðskipti innlent 7.11.2024 18:52 Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Þrír nýir stjórnendur hafa verið ráðnir til hugbúnaðarfyrirtækisins Wisefish ehf. Fyrirtækið starfar á sviði viðskiptalausna fyrir sjávarútveg og er hugbúnaður þess notaður víðsvegar um heiminn. Viðskipti innlent 7.11.2024 18:49 Nebraska heyrir sögunni til Veitingastaðnum og tískuvöruversluninni Nebraska, sem var til húsa á Barónsstíg 6, hefur verið lokað. Viðskipti innlent 7.11.2024 17:24 Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. Viðskipti innlent 7.11.2024 15:55 Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Gagnaversfyrirtækið atNorth hefur hafið stækkun tveggja gagnavera félagsins á Íslandi, ICE02 í Reykjanesbæ og ICE03, á Akureyri. Viðskipti innlent 7.11.2024 13:11 Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Samtök atvinnulífsins efna til kosningafundar með formönnum flokka í dag klukkan 12:00. Þar verður ljósi varpað á framtíðarsýn atvinnulífsins og áherslur ólíkra flokka. Fundurinn er í beinni á Vísi en yfirskrift hans er: SOS - Höldum okkur við aðalatriðin. Viðskipti innlent 7.11.2024 11:30 Sætanýtingin aldrei verið betri í október Flugfélagið Play flutti 138.155 farþega í október 2024, samanborið við 154.479 farþega í október í fyrra. Sætanýting félagsins í mánuðinum var 85,3 prósent, og hefur hún aldrei verið hærri í októbermánuði í sögu félagsins. Sætanýtingin í október á síðasta ári var 83 prósent. Viðskipti innlent 7.11.2024 10:39 ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Norska fjármála og tæknifyrirtækisins ECIT AS hefur keypt meirihluta í bókhalds- og launaþjónustu KPMG sem rekin hefur verið undir heitinu Bókað. Gert er ráð fyrir endanlegum frágangi viðskiptanna í ársbyrjun 2025 en KPMG verður áfram hluthafi. Greint er frá þessu í tilkynningu frá KPMG. Viðskipti innlent 6.11.2024 15:46 Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir mörg dæmi þess að fólk í atvinnuleit fái engin svör við umsóknum sínum. Sérfræðingurinn biðlar til atvinnurekenda um að svara, stór hluti atvinnuleitenda greini nú frá því að atvinnuleitin sé orðin þeim ansi þungbær. Viðskipti innlent 6.11.2024 14:05 Aukning í ferðalögum til landsins Icelandair flutti 409 þúsund farþega í október, 12 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Þar af voru 35 prósent á leið til Íslands, 17 prósent frá Íslandi, 42 prósent ferðuðust um Ísland og 6 prósent innan Íslands. Eftirspurn eftir ferðum til Íslands hefur aukist á nýjan leik eftir minni eftirspurn mánuðina á undan. Viðskipti innlent 6.11.2024 10:06 Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn Origo ehf. í kjölfar endurskipulagningar félagsins til að skilja að starfsemi eignarhaldsfélagsins og rekstrarfélagsins Origo. Viðskipti innlent 6.11.2024 08:18 Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Linda Kolbrún Björgvinsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra háttsemiseftirlits Seðlabanka Íslands. Starfið var var auglýst laust til umsóknar í lok september síðastliðinn. Viðskipti innlent 5.11.2024 15:41 Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Skúli Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish, sem ber ábyrgð á vöruþróun, sölu, framleiðslu og þjónustu fyrir viðskiptavini Marel í fiskiðnaði. Viðskipti innlent 5.11.2024 09:23 Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Daði Jóhannesson og Hrefna Haraldsdóttir hafa verið ráðin nýir deildarstjórar hjá Veitum. Viðskipti innlent 5.11.2024 09:06 Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 92 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja það skipta miklu máli fyrir rekstur þeirra að næsta ríkisstjórn skapi skilyrði fyrir lækkun vaxta og verðbólgu á næsta kjörtímabili. Um 79 prósent þeirra segja það skipta miklu máli að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að draga úr sköttum og gjöldum á fyrirtæki. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins. Viðskipti innlent 5.11.2024 07:50 Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og verður um 550 milljónum króna deilt milli alls 27 fjölmiðla. Árvakur og Sýn hljóta hæstu styrkina, um 124 milljónir króna hvor. Viðskipti innlent 5.11.2024 07:44 Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi í síðustu viku að vísa til bæjarstjórnar tillögu um byggingu nýs baðlóns á Skanshöfða í Vestmannaeyjum. Byggja á lónið og hótelið ofan á hrauni sem rann úr eldgosinu í Heimaey árið 1973. Viðskipti innlent 5.11.2024 06:19 Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Eybjörg Helga Hauksdóttir hefur verið ráðin forstjóri hjúkrunarheimilanna Eirar, Skjóls og Hamra. Hún tekur við starfinu þann 1. desember og verður þá fjórði forstjóri heimilanna og fyrsta konan í því starfi. Viðskipti innlent 4.11.2024 17:57 Akademias tekur yfir rekstur Avia Fræðslufyrirtækið Akademias tók nýverið yfir rekstur Avia, sem stofnað var árið 2021 og þjónustar nú þegar um fimmtán þúsund notendur hjá um fjörutíu vinnustöðum. Viðskipti innlent 4.11.2024 15:45 Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Íslandsbanki hefur ráðið í fjórar stöður stjórnenda hjá bankanum. Árdís Björk Jónsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður daglegra bankaviðskipta, Freyr Guðmundsson forstöðumaður stafrænnar þróunar, Guðmundur Böðvar Guðjónsson deildarstjóri vörumerkis og Petra Björk Mogensen forstöðumaður viðskiptaumsjónar. Viðskipti innlent 4.11.2024 13:15 « ‹ 4 5 6 7 8 9 10 11 12 … 334 ›
Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Landsbankans og Íslandsbanka og tilkynnti jafnframt um breytingu á horfum úr stöðugum í jákvæðar. Þriðji stóri viðskiptabankinn, Arion banki, sleit samstarfi sínu við S&P fyrr á árinu. Viðskipti innlent 12.11.2024 16:12
Ísold ráðin markaðsstjóri Ísold Einarsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri upplýsingatækifyrirtækisins OK. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og ráðgjöf á tæknilausnum og tengdri þjónustu við mörg stærstu fyrirtæki landsins, stofnanir og alþjóðleg fyrirtæki. Viðskipti innlent 12.11.2024 14:19
Frá Bændasamtökunum til Samorku Sverrir Falur Björnsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri stefnumótunar og hagsmunagæslu hjá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Viðskipti innlent 12.11.2024 11:13
Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Kristján Ingi Mikaelsson, stjórnarformaður Rafmyntaráðs og meðstjórnandi Visku digital assets, segir rafmyntir eins og Bitcoin komnar til að vera. Það sé jafnvel jólagjöf ársins í ár. Bitcoin hefur hækkað töluvert síðasta daga og hefur gjaldmiðillinn aldrei verið verðmætari. Viðskipti innlent 12.11.2024 10:05
Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Fjarskiptafyrirtækið Míla hefur ráðið til sín þrjá nýja starfsmenn, deildarstjóra sölu- og viðskiptastýringar, lögfræðing og viðskiptastjóra. Viðskipti innlent 11.11.2024 15:24
Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Guðmundur Tómas Sigurðsson er nýr flugrekstrarstjóri Icelandair. Hann tekur við starfinu af Hauki Reynissyni sem ætlar að snúa aftur í flugstjórnarklefann. Viðskipti innlent 9.11.2024 13:44
Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Skúli Mogensen, stofnandi Wow air, og þrír stjórnarmenn flugfélagsins sáluga hafa verið sýknaðir af öllum kröfum þrotabús Wow air á hendur þeim í ellefu dómsmálum. Þrotabúið fékk þó fjölda ráðstafana félagsins í aðdraganda þrotsins rift. Viðskipti innlent 8.11.2024 12:41
Hafna ásökunum um smánarlaun Talsmenn Bakkavarar hafna alfarið ásökunum um greiðslu sultarlauna til starfsfólks verksmiðju í Englandi, en fulltrúar ensks stéttarfélags komu hingað til lands í vikunni og hófu herferð gegn íslenskum meirihlutaeigendum fyrirtækisins. Viðskipti innlent 8.11.2024 11:44
Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Eigandi nikótínpúðaverslunar fullyrðir að nýtt gjald sem á að leggja á púðana muni leiða til aukinnar notkunar rafrettna og tóbaks. Gjaldið þýði að sígarettupakkar og nikótínpúðadósir verði á svipuðu verði. Viðskipti innlent 8.11.2024 09:24
„Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Enskt stéttarfélag krefst þess að Bakkavör greiði starfsfólki sínu í Bretlandi mannsæmandi laun, en það hefur verið í verkfalli í sex vikur. Fulltrúar stéttarfélagsins hafa varpað harðorðum skilaboðum á hús víða um borgina, til þess að ná athygli eigenda fyrirtækisins. Viðskipti innlent 7.11.2024 20:58
Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms frá því í fyrra um að íslenska ríkið þurfi að greiða sjávarútvegsfyrirtækinu Vinnslustöðinni bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 og 2018. Viðskipti innlent 7.11.2024 18:52
Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Þrír nýir stjórnendur hafa verið ráðnir til hugbúnaðarfyrirtækisins Wisefish ehf. Fyrirtækið starfar á sviði viðskiptalausna fyrir sjávarútveg og er hugbúnaður þess notaður víðsvegar um heiminn. Viðskipti innlent 7.11.2024 18:49
Nebraska heyrir sögunni til Veitingastaðnum og tískuvöruversluninni Nebraska, sem var til húsa á Barónsstíg 6, hefur verið lokað. Viðskipti innlent 7.11.2024 17:24
Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. Viðskipti innlent 7.11.2024 15:55
Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Gagnaversfyrirtækið atNorth hefur hafið stækkun tveggja gagnavera félagsins á Íslandi, ICE02 í Reykjanesbæ og ICE03, á Akureyri. Viðskipti innlent 7.11.2024 13:11
Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Samtök atvinnulífsins efna til kosningafundar með formönnum flokka í dag klukkan 12:00. Þar verður ljósi varpað á framtíðarsýn atvinnulífsins og áherslur ólíkra flokka. Fundurinn er í beinni á Vísi en yfirskrift hans er: SOS - Höldum okkur við aðalatriðin. Viðskipti innlent 7.11.2024 11:30
Sætanýtingin aldrei verið betri í október Flugfélagið Play flutti 138.155 farþega í október 2024, samanborið við 154.479 farþega í október í fyrra. Sætanýting félagsins í mánuðinum var 85,3 prósent, og hefur hún aldrei verið hærri í októbermánuði í sögu félagsins. Sætanýtingin í október á síðasta ári var 83 prósent. Viðskipti innlent 7.11.2024 10:39
ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Norska fjármála og tæknifyrirtækisins ECIT AS hefur keypt meirihluta í bókhalds- og launaþjónustu KPMG sem rekin hefur verið undir heitinu Bókað. Gert er ráð fyrir endanlegum frágangi viðskiptanna í ársbyrjun 2025 en KPMG verður áfram hluthafi. Greint er frá þessu í tilkynningu frá KPMG. Viðskipti innlent 6.11.2024 15:46
Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir mörg dæmi þess að fólk í atvinnuleit fái engin svör við umsóknum sínum. Sérfræðingurinn biðlar til atvinnurekenda um að svara, stór hluti atvinnuleitenda greini nú frá því að atvinnuleitin sé orðin þeim ansi þungbær. Viðskipti innlent 6.11.2024 14:05
Aukning í ferðalögum til landsins Icelandair flutti 409 þúsund farþega í október, 12 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Þar af voru 35 prósent á leið til Íslands, 17 prósent frá Íslandi, 42 prósent ferðuðust um Ísland og 6 prósent innan Íslands. Eftirspurn eftir ferðum til Íslands hefur aukist á nýjan leik eftir minni eftirspurn mánuðina á undan. Viðskipti innlent 6.11.2024 10:06
Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn Origo ehf. í kjölfar endurskipulagningar félagsins til að skilja að starfsemi eignarhaldsfélagsins og rekstrarfélagsins Origo. Viðskipti innlent 6.11.2024 08:18
Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Linda Kolbrún Björgvinsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra háttsemiseftirlits Seðlabanka Íslands. Starfið var var auglýst laust til umsóknar í lok september síðastliðinn. Viðskipti innlent 5.11.2024 15:41
Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Skúli Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish, sem ber ábyrgð á vöruþróun, sölu, framleiðslu og þjónustu fyrir viðskiptavini Marel í fiskiðnaði. Viðskipti innlent 5.11.2024 09:23
Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Daði Jóhannesson og Hrefna Haraldsdóttir hafa verið ráðin nýir deildarstjórar hjá Veitum. Viðskipti innlent 5.11.2024 09:06
Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 92 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja það skipta miklu máli fyrir rekstur þeirra að næsta ríkisstjórn skapi skilyrði fyrir lækkun vaxta og verðbólgu á næsta kjörtímabili. Um 79 prósent þeirra segja það skipta miklu máli að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að draga úr sköttum og gjöldum á fyrirtæki. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins. Viðskipti innlent 5.11.2024 07:50
Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og verður um 550 milljónum króna deilt milli alls 27 fjölmiðla. Árvakur og Sýn hljóta hæstu styrkina, um 124 milljónir króna hvor. Viðskipti innlent 5.11.2024 07:44
Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi í síðustu viku að vísa til bæjarstjórnar tillögu um byggingu nýs baðlóns á Skanshöfða í Vestmannaeyjum. Byggja á lónið og hótelið ofan á hrauni sem rann úr eldgosinu í Heimaey árið 1973. Viðskipti innlent 5.11.2024 06:19
Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Eybjörg Helga Hauksdóttir hefur verið ráðin forstjóri hjúkrunarheimilanna Eirar, Skjóls og Hamra. Hún tekur við starfinu þann 1. desember og verður þá fjórði forstjóri heimilanna og fyrsta konan í því starfi. Viðskipti innlent 4.11.2024 17:57
Akademias tekur yfir rekstur Avia Fræðslufyrirtækið Akademias tók nýverið yfir rekstur Avia, sem stofnað var árið 2021 og þjónustar nú þegar um fimmtán þúsund notendur hjá um fjörutíu vinnustöðum. Viðskipti innlent 4.11.2024 15:45
Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Íslandsbanki hefur ráðið í fjórar stöður stjórnenda hjá bankanum. Árdís Björk Jónsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður daglegra bankaviðskipta, Freyr Guðmundsson forstöðumaður stafrænnar þróunar, Guðmundur Böðvar Guðjónsson deildarstjóri vörumerkis og Petra Björk Mogensen forstöðumaður viðskiptaumsjónar. Viðskipti innlent 4.11.2024 13:15