Viðskipti innlent Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum og er eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun gott. Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa gæti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Þá eru einnig viðsjárverðir tímar á alþjóðavettvangi sem gætu haft ófyrirséð áhrif. Viðskipti innlent 4.12.2024 08:31 Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Á þriðja ársfjórðungi 2024 var 45,7 milljarða króna afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd. Það er 84 milljarða króna betri útkoma en ársfjórðunginn á undan en 40,9 milljarða króna lakari útkoma en á sama fjórðungi árið 2023. Viðskipti innlent 3.12.2024 11:33 Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Níu teymi kynntu verkefni sín á sviði ferðaþjónustu í viðskiptahraðalnum Startup Tourism 2024 á Hótel Reykjavík Natura í síðustu viku þar sem saman var kominn hópur fjárfesta og bakhjarla. Viðskipti innlent 3.12.2024 07:35 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Tólf starfsmönnum Heimkaupa hefur verið sagt upp störfum vegna skipulagsbreytinga. Vefverslun félagsins hefur verið rekin með tapi undanfarið og aukin áhersla verður lögð á rekstur lágvöruverðsverslunarinnar Prís. Viðskipti innlent 2.12.2024 14:04 Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Kaldbakur ehf., tiltölulega nýstofnað félag sem heldur utan um fjárfestingar Samherja hf., hefur keypt fjórar milljónir hluta í Högum hf., sem rekur meðal annars Bónus og Hagkaup, fyrir 400 milljónir króna. Viðskipti innlent 2.12.2024 13:52 Gunnars loksins selt Myllan-Ora ehf., sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, hefur fest kaup á Gunnars ehf., sem þekktast er fyrir framleiðslu á majónesi. Kaupin eru með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins hefur áður ógilt kaup á majónesframleiðandanum. Viðskipti innlent 2.12.2024 12:04 Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Verslunum Krambúðarinnar í Grímsbæ og Suðurveri verður lokað í dag. Öllu starfsfólki hafi verið boðin önnur störf hjá Samkaupum, sem rekur Krambúðina. Viðskipti innlent 2.12.2024 10:33 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum nóvembermánuði þar sem 75 starfsmönnum var sagt upp störfum. Viðskipti innlent 2.12.2024 10:09 Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Kristjana Thors Brynjólfsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Miðla og efnisveitna hjá Sýn. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 2.12.2024 09:53 Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tólf af sautján starfsmönnum Rannsóknarmiðstöðvar rannsóknarverkefna sem Íslensk erfðagreining rekur var sagt upp störfum í gærmorgun. Uppsagnirnar tengjast lokun miðstöðvarinnar eftir að stóru heilsurannsókn fyrirtækisins lauk. Viðskipti innlent 30.11.2024 14:17 Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Landeldisfyrirtækið First Water hefur náð samkomulagi við Landsbankann og Arion banka um 80 milljón evra fjármögnun, sem samsvarar um 12 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti innlent 29.11.2024 13:16 Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun og Fossvélar ehf. á Selfossi hafa samið um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar. Fossvélar munu meðal annars leggja veg að væntanlegu stöðvarhúsi og undirbúa plan undir vinnubúðir. Í þessum verkum felst upphaf eiginlegra virkjunarframkvæmda á svæðinu, en öll leyfi voru í höfn í lok október. Viðskipti innlent 29.11.2024 12:57 Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Herkastalinn, eitt sögufrægasta hús Reykjavíkur, hefur verið skráð á sölu og tilboða er óskað. Húsið er í eigu félags í eigu Quangs Lé, athafnamanns sem grunaður er um fjölda afbrota. Viðskipti innlent 29.11.2024 12:15 „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Stærsti verslunardagur ársins er genginn í garð en framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu hvetur neytendur til að vara sig á vafasömum erlendum netverslunum sem eigi það til að klekkja á neytendum. Viðskipti innlent 29.11.2024 12:07 Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Samkeppniseftirlitið hefur sektað Festi hf. um 750 milljónir vegna samkeppnislagabrota í tengslum við samruna félagsins og N1 hf. Fólust brotin í því að Festi virti ekki skilyrði sem gerð voru í sátt við eftirlitið, svo sem um sölu verslana og samstarf við keppinaut. Viðskipti innlent 28.11.2024 17:23 Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Greiningardeild Landsbankans hafði gert ráð fyrir því að vísitala neysluverðs lækkaði milli mánaða en hún hækkaði í staðinn. Deildin bjóst við því að verðbólga hjaðnaði í 4,5 prósent en hún mælist nú 4,8 prósent. Spá deildarinnar er nú svartsýnni en áður. Viðskipti innlent 28.11.2024 15:16 Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Forseti Alþýðusambands Íslands vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti frekari lækkun stýrivaxta. Alltof langt sé í næstu stýrivaxtaákvörðun í febrúar í ljósi nýjustu verðbólgumælinga. Raunvaxtastig á landinu sé nú í hæstu hæðum og ekki verði lengi við unað. Viðskipti innlent 28.11.2024 11:32 Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Lögreglan rannsakar nú tvo menn vegna meints ljúgvitnis fyrir dómi í máli félagsins Lyfjablóms gegn Þórði Má Jóhannessyni og Sólveigu G. Pétursdóttur, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, segir Björn Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Lyfjablóms. Viðskipti innlent 28.11.2024 11:25 Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Landsvirkjun hefur samið við þýska vindmylluframleiðandann Enercon um kaup, uppsetningu og rekstur á 28 vindmyllum sem settar verða upp í Búrfellslundi við Vaðöldu. Vindmyllurnar 28 kosta tuttugu milljarða króna. Viðskipti innlent 28.11.2024 10:46 Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Fyrstu skóflustungurnar að nýju vinnsluhúsi landeldisfyrirtækisins First Water voru teknar á Laxabraut 19 í Þorlákshöfn í fyrradag. Þegar vinnsluhúsið rís verður það eitt stærsta vinnsluhús landsins, alls 30.500 fermetrar. Viðskipti innlent 28.11.2024 10:27 Steyptu fyrsta gullmolann Íslenska námafyrirtækið Amaroq hefur tilkynnt að fyrsta framleiðsla og steypun á gulli hafi átt sér stað í Nalunaq gullnámu félagsins í Suður-Grænlandi. Viðskipti innlent 28.11.2024 09:55 Verðbólgan komin undir fimm prósent Verðbólga mælist nú 4,8 prósent og hefur ekki verið minni síðan í október árið 2021. Hún hjaðnar um 0,3 prósentustig milli mánaða. Viðskipti innlent 28.11.2024 09:05 Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Hagar hafa undirritað endanlegan kaupsamning vegna kaupa á færeyska verslanarisanum P/F SMS. Félagið rekur átta Bónusverslanir í Færeyjum, fjórar smærri verslanir í Þórshöfn undir nafninu Mylnan og stórverslunina Miklagarður í Þórshöfn. Viðskipti innlent 27.11.2024 16:59 Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Síminn hefur veitt forstjóra og tveimur framkvæmdastjórum kauprétt að samtals 22.500.000 hlutum í félaginu. Kaupréttur er veittur á hlutabréfum á grunnverðinu 12,31 króna á hlut, sem gerir grunnkaupverðið alls um 277 milljónir króna. Forstjóri fær helming kaupréttarins. Viðskipti innlent 27.11.2024 11:53 Helena til Íslandssjóða Helena Guðjónsdóttir hefur verið ráðin til að leiða viðskiptaþróun og sjálfbærni fyrir Íslandssjóði. Viðskipti innlent 27.11.2024 11:00 Two Birds verður Aurbjörg Fjártæknifyrirtækið Two Birds, sem er rekstraraðili og eigandi fjártæknivefsins Aurbjorg.is, hefur ákveðið að breyta nafni félagsins í Aurbjörg ehf. Viðskipti innlent 27.11.2024 09:53 Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Íslenska netöryggisfyrirtækið Varist ehf., áður dótturfélag OK (Opin kerfi), hefur tryggt sér 975 milljónir króna í nýtt hlutafé. Viðskipti innlent 27.11.2024 08:58 Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Pítsastaðnum Blackbox í Borgartúni hefur verið lokað. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn staðarins en viðskiptavinir sem áttu staðinn bókaðan komu að læstum dyrum um helgina. Viðskipti innlent 26.11.2024 17:52 Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Edda Rut Björnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri innanlandssviðs hjá Eimskip. Harpa Hödd Sigurðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs í stað Eddu Rutar. Viðskipti innlent 26.11.2024 17:04 Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Feðgarnir Skarphéðinn Berg Steinsson, fyrrverandi ferðamálastjóri, og Steinar Atli Skarphéðinsson hafa stofnað ráðgjafafyrirtækið Múlanes. Fyrirtækið mun sjá um sérhæfða rekstrarráðgjöf fyrir ferðaþjónustu. Viðskipti innlent 26.11.2024 16:53 « ‹ 4 5 6 7 8 9 10 11 12 … 334 ›
Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum og er eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun gott. Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa gæti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Þá eru einnig viðsjárverðir tímar á alþjóðavettvangi sem gætu haft ófyrirséð áhrif. Viðskipti innlent 4.12.2024 08:31
Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Á þriðja ársfjórðungi 2024 var 45,7 milljarða króna afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd. Það er 84 milljarða króna betri útkoma en ársfjórðunginn á undan en 40,9 milljarða króna lakari útkoma en á sama fjórðungi árið 2023. Viðskipti innlent 3.12.2024 11:33
Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Níu teymi kynntu verkefni sín á sviði ferðaþjónustu í viðskiptahraðalnum Startup Tourism 2024 á Hótel Reykjavík Natura í síðustu viku þar sem saman var kominn hópur fjárfesta og bakhjarla. Viðskipti innlent 3.12.2024 07:35
Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Tólf starfsmönnum Heimkaupa hefur verið sagt upp störfum vegna skipulagsbreytinga. Vefverslun félagsins hefur verið rekin með tapi undanfarið og aukin áhersla verður lögð á rekstur lágvöruverðsverslunarinnar Prís. Viðskipti innlent 2.12.2024 14:04
Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Kaldbakur ehf., tiltölulega nýstofnað félag sem heldur utan um fjárfestingar Samherja hf., hefur keypt fjórar milljónir hluta í Högum hf., sem rekur meðal annars Bónus og Hagkaup, fyrir 400 milljónir króna. Viðskipti innlent 2.12.2024 13:52
Gunnars loksins selt Myllan-Ora ehf., sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, hefur fest kaup á Gunnars ehf., sem þekktast er fyrir framleiðslu á majónesi. Kaupin eru með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins hefur áður ógilt kaup á majónesframleiðandanum. Viðskipti innlent 2.12.2024 12:04
Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Verslunum Krambúðarinnar í Grímsbæ og Suðurveri verður lokað í dag. Öllu starfsfólki hafi verið boðin önnur störf hjá Samkaupum, sem rekur Krambúðina. Viðskipti innlent 2.12.2024 10:33
75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum nóvembermánuði þar sem 75 starfsmönnum var sagt upp störfum. Viðskipti innlent 2.12.2024 10:09
Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Kristjana Thors Brynjólfsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Miðla og efnisveitna hjá Sýn. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 2.12.2024 09:53
Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tólf af sautján starfsmönnum Rannsóknarmiðstöðvar rannsóknarverkefna sem Íslensk erfðagreining rekur var sagt upp störfum í gærmorgun. Uppsagnirnar tengjast lokun miðstöðvarinnar eftir að stóru heilsurannsókn fyrirtækisins lauk. Viðskipti innlent 30.11.2024 14:17
Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Landeldisfyrirtækið First Water hefur náð samkomulagi við Landsbankann og Arion banka um 80 milljón evra fjármögnun, sem samsvarar um 12 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti innlent 29.11.2024 13:16
Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun og Fossvélar ehf. á Selfossi hafa samið um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar. Fossvélar munu meðal annars leggja veg að væntanlegu stöðvarhúsi og undirbúa plan undir vinnubúðir. Í þessum verkum felst upphaf eiginlegra virkjunarframkvæmda á svæðinu, en öll leyfi voru í höfn í lok október. Viðskipti innlent 29.11.2024 12:57
Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Herkastalinn, eitt sögufrægasta hús Reykjavíkur, hefur verið skráð á sölu og tilboða er óskað. Húsið er í eigu félags í eigu Quangs Lé, athafnamanns sem grunaður er um fjölda afbrota. Viðskipti innlent 29.11.2024 12:15
„Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Stærsti verslunardagur ársins er genginn í garð en framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu hvetur neytendur til að vara sig á vafasömum erlendum netverslunum sem eigi það til að klekkja á neytendum. Viðskipti innlent 29.11.2024 12:07
Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Samkeppniseftirlitið hefur sektað Festi hf. um 750 milljónir vegna samkeppnislagabrota í tengslum við samruna félagsins og N1 hf. Fólust brotin í því að Festi virti ekki skilyrði sem gerð voru í sátt við eftirlitið, svo sem um sölu verslana og samstarf við keppinaut. Viðskipti innlent 28.11.2024 17:23
Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Greiningardeild Landsbankans hafði gert ráð fyrir því að vísitala neysluverðs lækkaði milli mánaða en hún hækkaði í staðinn. Deildin bjóst við því að verðbólga hjaðnaði í 4,5 prósent en hún mælist nú 4,8 prósent. Spá deildarinnar er nú svartsýnni en áður. Viðskipti innlent 28.11.2024 15:16
Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Forseti Alþýðusambands Íslands vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti frekari lækkun stýrivaxta. Alltof langt sé í næstu stýrivaxtaákvörðun í febrúar í ljósi nýjustu verðbólgumælinga. Raunvaxtastig á landinu sé nú í hæstu hæðum og ekki verði lengi við unað. Viðskipti innlent 28.11.2024 11:32
Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Lögreglan rannsakar nú tvo menn vegna meints ljúgvitnis fyrir dómi í máli félagsins Lyfjablóms gegn Þórði Má Jóhannessyni og Sólveigu G. Pétursdóttur, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, segir Björn Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Lyfjablóms. Viðskipti innlent 28.11.2024 11:25
Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Landsvirkjun hefur samið við þýska vindmylluframleiðandann Enercon um kaup, uppsetningu og rekstur á 28 vindmyllum sem settar verða upp í Búrfellslundi við Vaðöldu. Vindmyllurnar 28 kosta tuttugu milljarða króna. Viðskipti innlent 28.11.2024 10:46
Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Fyrstu skóflustungurnar að nýju vinnsluhúsi landeldisfyrirtækisins First Water voru teknar á Laxabraut 19 í Þorlákshöfn í fyrradag. Þegar vinnsluhúsið rís verður það eitt stærsta vinnsluhús landsins, alls 30.500 fermetrar. Viðskipti innlent 28.11.2024 10:27
Steyptu fyrsta gullmolann Íslenska námafyrirtækið Amaroq hefur tilkynnt að fyrsta framleiðsla og steypun á gulli hafi átt sér stað í Nalunaq gullnámu félagsins í Suður-Grænlandi. Viðskipti innlent 28.11.2024 09:55
Verðbólgan komin undir fimm prósent Verðbólga mælist nú 4,8 prósent og hefur ekki verið minni síðan í október árið 2021. Hún hjaðnar um 0,3 prósentustig milli mánaða. Viðskipti innlent 28.11.2024 09:05
Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Hagar hafa undirritað endanlegan kaupsamning vegna kaupa á færeyska verslanarisanum P/F SMS. Félagið rekur átta Bónusverslanir í Færeyjum, fjórar smærri verslanir í Þórshöfn undir nafninu Mylnan og stórverslunina Miklagarður í Þórshöfn. Viðskipti innlent 27.11.2024 16:59
Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Síminn hefur veitt forstjóra og tveimur framkvæmdastjórum kauprétt að samtals 22.500.000 hlutum í félaginu. Kaupréttur er veittur á hlutabréfum á grunnverðinu 12,31 króna á hlut, sem gerir grunnkaupverðið alls um 277 milljónir króna. Forstjóri fær helming kaupréttarins. Viðskipti innlent 27.11.2024 11:53
Helena til Íslandssjóða Helena Guðjónsdóttir hefur verið ráðin til að leiða viðskiptaþróun og sjálfbærni fyrir Íslandssjóði. Viðskipti innlent 27.11.2024 11:00
Two Birds verður Aurbjörg Fjártæknifyrirtækið Two Birds, sem er rekstraraðili og eigandi fjártæknivefsins Aurbjorg.is, hefur ákveðið að breyta nafni félagsins í Aurbjörg ehf. Viðskipti innlent 27.11.2024 09:53
Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Íslenska netöryggisfyrirtækið Varist ehf., áður dótturfélag OK (Opin kerfi), hefur tryggt sér 975 milljónir króna í nýtt hlutafé. Viðskipti innlent 27.11.2024 08:58
Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Pítsastaðnum Blackbox í Borgartúni hefur verið lokað. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn staðarins en viðskiptavinir sem áttu staðinn bókaðan komu að læstum dyrum um helgina. Viðskipti innlent 26.11.2024 17:52
Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Edda Rut Björnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri innanlandssviðs hjá Eimskip. Harpa Hödd Sigurðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs í stað Eddu Rutar. Viðskipti innlent 26.11.2024 17:04
Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Feðgarnir Skarphéðinn Berg Steinsson, fyrrverandi ferðamálastjóri, og Steinar Atli Skarphéðinsson hafa stofnað ráðgjafafyrirtækið Múlanes. Fyrirtækið mun sjá um sérhæfða rekstrarráðgjöf fyrir ferðaþjónustu. Viðskipti innlent 26.11.2024 16:53