Viðskipti Guðný nýr forstjóri VÍS Guðný Helga Herbertsdóttir hefur verið ráðin forstjóri tryggingafélagsins VÍS. Hún hefur verið starfandi forstjóri síðan í janúar á þessu ári. Viðskipti innlent 24.2.2023 12:29 Benedikt ráðinn framkvæmdastjóri Benedikt Hálfdánarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Benchmark Genetics Iceland hf. Hann tekur við af Jónasi Jónassyni sem hefur gegnt starfinu síðan árið 2006. Viðskipti innlent 24.2.2023 09:32 Sjö vísbendingar um að þig skorti tilfinningagreind Tilfinningagreind er sagt eitt af þeim lykilatriðum sem sífellt verður mikilvægari hjá starfsfólki. Ekki síst nú þegar gervigreindin er fyrir alvöru að sýna sig á vinnumarkaði og á án efa eftir að skáka mörgum handtökunum. Atvinnulíf 24.2.2023 07:00 Bandarískur milljarðamæringur fannst látinn Bandaríski auðmaðurinn og fjárfestirinn Thomas H Lee, sem var einn af upphafsmönnum skuldsettra yfirtaka í bandarísku viðskiptalífi, hefur fundist látinn, 78 ára að aldri. Viðskipti erlent 24.2.2023 06:31 Staðan á fasteignamarkaði: Kaupsamningar geti varla verið færri Formaður Félags fasteignasala segir gríðarlega fækkun í kaupsamningsgerð á fasteignamarkaði. Hann segir fyrstu kaupendur virðast halda að sér höndum eftir aðgerðir seðlabankastjóra. Von sé á frekari lækkunum á húsnæðisverði. Viðskipti innlent 23.2.2023 23:10 Saka SBF og félaga um hundruð ólöglegra kosningaframlaga Bandarískir saksóknarar saka Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, og samverkamann hans um fleiri en þrjú hundruð ólögleg kosningaframlög. Þeir komust hjá reglum um hámarksframlög til frambjóðenda með því að notast við leppa og félög. Viðskipti erlent 23.2.2023 16:07 Ásta Sóllilja nýr framkvæmdastjóri Klak Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Klak - Icelandic Startups. Hún tekur við af Kristínu Soffíu Jónsdóttur sem starfar nú hjá Leitar Capital Partners. Viðskipti innlent 23.2.2023 14:38 Evolv í vexti og ræður þrjá starfsmenn Hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækið Evolv hefur ráðið inn þrjá nýja starfsmenn í teymið, Karítas Etnu Elmarsdóttur, Egil Agnar Októsson og Rebekku Rán Eriksdóttur Figueras, og munu þau öll aðstoða viðskiptavini Evolv við innleiðingu á stafrænu vinnuafli. Viðskipti 23.2.2023 13:09 Lilja Kristín nýr forstöðumaður hjá Vodafone Lilja Kristín Birgisdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður markaðs- og samskiptamála hjá Vodafone. Viðskipti innlent 23.2.2023 12:14 Þrír nýir stjórnendur hjá Coca-Cola á Íslandi Vilborg Anna Garðarsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona framlegðar og tekjustýringar Coca-Cola á Íslandi. Vilborg kemur til Coca-Cola á Íslandi frá UN Women á Íslandi þar sem hún starfaði sem fjármálastjóri. Áður en hún starfaði hjá UN Women var hún framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sixt í tæp tíu ár. Viðskipti innlent 23.2.2023 10:03 Brutu lög með auglýsingu um „allt að 40% ódýrara“ áfengi Rekstraraðili Nýju vínbúðarinnar braut lög með auglýsingum á heimasíðu sinni með fullyrðingum um „allt að 40% ódýrara“ vín, án þess að taka fram um við hvað væri átt. Neytendur 23.2.2023 09:52 Bílarisar boða ríflegar launahækkanir Japönsku bílarisarnir Toyota og Honda hafa ákveðið að veita starfsfólki sínu í Japan mestu launahækkun í nokkra áratugi. Viðskipti erlent 23.2.2023 07:28 „Þú kemst ekkert upp með að gera ekki það sem þú átt að gera“ Skeljungur er eitt þeirra fyrirtækja sem notar EOS módelið. Markvissari fundur og meiri árangur segir forstjórinn. Atvinnulíf 23.2.2023 07:00 Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði fer lækkandi Hlutfall íbúða sem sem selst yfir ásettu verði fer lækkandi. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 12,7 prósent íbúða í janúar yfir ásettu verði samanborið við 16,9 prósent í desember. Hlutfallið er því nú á svipuðu róli og það hefur verið á síðustu árum þegar ró hefur verið á fasteignamarkaðinum. Viðskipti innlent 23.2.2023 06:52 Óvænt loðna í Húnaflóa ávísun á mikil verðmæti Miklar loðnutorfur hafa óvænt fundist norður af Húnaflóa og tilkynnti Hafrannsóknastofnun í dag að búast mætti við að minnsta kosti eitthundrað þúsund tonna aukningu loðnukvótans. Viðbótin gæti skilað tíu milljarða króna útflutningsverðmæti. Viðskipti innlent 22.2.2023 22:45 Fyrirætlanir ESB setji stöðu Íslands í hættu Fái Ísland ekki undanþágu frá fyrirhuguðum hertum aðgerðum Evrópusambandsins til að sporna við mengun vegna flugsamgangna gæti landið misst stöðu sína sem tengipunktur milli Evrópu og Ameríku, með slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Þetta segir forstjóri Icelandair. Viðskipti innlent 22.2.2023 20:51 Kolefnisspor Landsvirkjunar minnkað um sextíu prósent Losun Landsvirkjunar á gróðurhúsalofttegundum hefur dregist saman um sextíu prósent frá 2008. Heildarlosun á orkueiningu minnkaði um tvö prósent á milli ára í fyrra en kolefnisspor fyrirtækisins stækkaði lítillega á milli ára. Viðskipti innlent 22.2.2023 14:57 Telur tjónið nú þegar nema hundruð milljónum króna Ferðamálastjóri telur að útvega þurfi nokkur hundruð ferðamönnum nýja gistingu því hótel hafi eða séu að loka vegna verkfalla Eflingarfélaga. Ferðaþjónustan hafi þegar orðið af hundruðum milljóna króna. Neyðarnúmer hefur verið virkjað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins væntir þess að félagsmenn SA munu samþykkja boðað verkbann en atkvæðagreiðslu um það lýkur í dag. Viðskipti innlent 22.2.2023 11:51 Skila öllu vatni sem þarf í kolefnisförgun aftur í jörðina Vatni sem dælt verður upp úr ferskvatnsstraumi neðanjarðar við Straumsvík fyrir kolefnisförgunarstöð Carbfix verður öllu skilað aftur ofan í jörðina og hefur ekki áhrif á vatnsból. Opinberar stofnanir segja að rannsaka verði vel umhverfisáhrif gríðarlegrar vatnsnotkunar stöðvarinnar. Viðskipti innlent 22.2.2023 11:02 Þórunn Káradóttir í fjártæknigeirann Þórunn Káradóttir hefur verið ráðin til fjártæknifyrirtækisins YAY sem lögfræðingur. Viðskipti innlent 22.2.2023 10:26 Enn lækkar íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,5 prósent milli desember og janúar. Þetta er þriðja mánuðinn í röð sem íbúðaverð lækkaði. Ekki hafa verið undirritaðir færri kaupsamningar á mánuði síðan í janúar árið 2011. Viðskipti innlent 22.2.2023 10:18 Fá um 190 þúsund vegna altjóns á ferðatösku af dýrari gerðinni Icelandair hefur verið gert að greiða viðskiptavinum tæpar 190 þúsund krónur vegna tjóns sem varð á innritaðri ferðatösku af dýrari gerðinni á meðan hún var í vörslu flugfélagsins. Neytendur 22.2.2023 09:30 Mikilvægt að fleiri leggi stund á umhverfisfræði „Enn er margt óljóst um áhrif hlýnunar jarðar. Áhrifanna gætir hraðar en áður var talið á stöðum sem liggja hátt og við verðum að skilja betur hvernig þeir munu halda áfram að breytast og hvernig við þurfum að bregðast við og aðlagast breytingum. Það er því afar mikilvægt að fleiri leggi stund á umhverfisfræði,“ segir Alejandro Salazar Villegas brautarstjóri Umhverfisbreytingar á Norðurslóðum (EnCHiL), tveggja ára meistaranámsbrautar við Landbúnaðarháskóla Íslands. Samstarf 22.2.2023 08:50 EOS módelið: Fundum breytt, forgangsröðun verkefna og allir mældir EOS er aðferðarfræði fyrir stærri og smærri fyrirtæki sem meðal annars tryggir að fundir séu markvissari, forgangsröðun verkefna sé alltaf í takt við markmið fyrirtækisins, gögn séu notuð og allir séu mældir. Atvinnulíf 22.2.2023 07:01 Slaufa auglýsingum á Stöð 2+ Frá og með 1. mars verður streymisveitan Stöð 2+ án auglýsinga. Engar auglýsingar verða spilaðar áður en efni fer í gang eins og verið hefur. Viðskipti innlent 22.2.2023 07:01 Methagnaður Landsvirkjunar fyrst og fremst sóttur til stóriðjunnar Landsvirkjun á núna Kárahnjúkavirkjun skuldlausa sem og allar virkjanir byggðar fyrir hennar tíma. Forstjórinn segir methagnað fyrirtækisins fyrst og fremst sóttan til stóriðjunnar en ekki til almennings. Viðskipti innlent 21.2.2023 22:30 Ráðinn til starfa í Hagfræðideild Landsbankans Hjalti Óskarsson hagfræðingur hefur verið ráðinn til starfa í Hagfræðideild Landsbankans. Viðskipti innlent 21.2.2023 14:14 Tvenn hjón: Vinna saman, ferðast saman og eru saman í frístundum Skjöldur Sigurjónsson rifjar upp skrautlega sögu verzlunarinnar Kormákur og Skjöldur en þeir reka líka saman Ölstofuna. Atvinnulíf 21.2.2023 13:02 Segir methagnað uppskeru af uppbyggingu virkjana Landsvirkjun skilaði fjörutíuogfimm milljarða króna hagnaði á síðastliðnu ári og leggur stjórn fyrirtækisins til að tuttugu milljarða króna arður verði greiddur í ríkissjóð, fimm milljörðum meira en fjárlög gera ráð fyrir. Forstjórinn segir þetta uppskeru virkjanauppbyggingar síðustu áratuga en endursamningar við stóriðju séu þó stærsti áhrifaþátturinn í góðri afkomu. Viðskipti innlent 21.2.2023 12:36 Í varnarham á opnum fundi Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var í varnarham í morgun á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um áhrif verðbólgu hér á landi, þar sem þingmenn spurðu hann spjörunum úr um aðgerðir Seðlabankans síðustu misseri. Viðskipti innlent 21.2.2023 11:39 « ‹ 127 128 129 130 131 132 133 134 135 … 334 ›
Guðný nýr forstjóri VÍS Guðný Helga Herbertsdóttir hefur verið ráðin forstjóri tryggingafélagsins VÍS. Hún hefur verið starfandi forstjóri síðan í janúar á þessu ári. Viðskipti innlent 24.2.2023 12:29
Benedikt ráðinn framkvæmdastjóri Benedikt Hálfdánarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Benchmark Genetics Iceland hf. Hann tekur við af Jónasi Jónassyni sem hefur gegnt starfinu síðan árið 2006. Viðskipti innlent 24.2.2023 09:32
Sjö vísbendingar um að þig skorti tilfinningagreind Tilfinningagreind er sagt eitt af þeim lykilatriðum sem sífellt verður mikilvægari hjá starfsfólki. Ekki síst nú þegar gervigreindin er fyrir alvöru að sýna sig á vinnumarkaði og á án efa eftir að skáka mörgum handtökunum. Atvinnulíf 24.2.2023 07:00
Bandarískur milljarðamæringur fannst látinn Bandaríski auðmaðurinn og fjárfestirinn Thomas H Lee, sem var einn af upphafsmönnum skuldsettra yfirtaka í bandarísku viðskiptalífi, hefur fundist látinn, 78 ára að aldri. Viðskipti erlent 24.2.2023 06:31
Staðan á fasteignamarkaði: Kaupsamningar geti varla verið færri Formaður Félags fasteignasala segir gríðarlega fækkun í kaupsamningsgerð á fasteignamarkaði. Hann segir fyrstu kaupendur virðast halda að sér höndum eftir aðgerðir seðlabankastjóra. Von sé á frekari lækkunum á húsnæðisverði. Viðskipti innlent 23.2.2023 23:10
Saka SBF og félaga um hundruð ólöglegra kosningaframlaga Bandarískir saksóknarar saka Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, og samverkamann hans um fleiri en þrjú hundruð ólögleg kosningaframlög. Þeir komust hjá reglum um hámarksframlög til frambjóðenda með því að notast við leppa og félög. Viðskipti erlent 23.2.2023 16:07
Ásta Sóllilja nýr framkvæmdastjóri Klak Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Klak - Icelandic Startups. Hún tekur við af Kristínu Soffíu Jónsdóttur sem starfar nú hjá Leitar Capital Partners. Viðskipti innlent 23.2.2023 14:38
Evolv í vexti og ræður þrjá starfsmenn Hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækið Evolv hefur ráðið inn þrjá nýja starfsmenn í teymið, Karítas Etnu Elmarsdóttur, Egil Agnar Októsson og Rebekku Rán Eriksdóttur Figueras, og munu þau öll aðstoða viðskiptavini Evolv við innleiðingu á stafrænu vinnuafli. Viðskipti 23.2.2023 13:09
Lilja Kristín nýr forstöðumaður hjá Vodafone Lilja Kristín Birgisdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður markaðs- og samskiptamála hjá Vodafone. Viðskipti innlent 23.2.2023 12:14
Þrír nýir stjórnendur hjá Coca-Cola á Íslandi Vilborg Anna Garðarsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona framlegðar og tekjustýringar Coca-Cola á Íslandi. Vilborg kemur til Coca-Cola á Íslandi frá UN Women á Íslandi þar sem hún starfaði sem fjármálastjóri. Áður en hún starfaði hjá UN Women var hún framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sixt í tæp tíu ár. Viðskipti innlent 23.2.2023 10:03
Brutu lög með auglýsingu um „allt að 40% ódýrara“ áfengi Rekstraraðili Nýju vínbúðarinnar braut lög með auglýsingum á heimasíðu sinni með fullyrðingum um „allt að 40% ódýrara“ vín, án þess að taka fram um við hvað væri átt. Neytendur 23.2.2023 09:52
Bílarisar boða ríflegar launahækkanir Japönsku bílarisarnir Toyota og Honda hafa ákveðið að veita starfsfólki sínu í Japan mestu launahækkun í nokkra áratugi. Viðskipti erlent 23.2.2023 07:28
„Þú kemst ekkert upp með að gera ekki það sem þú átt að gera“ Skeljungur er eitt þeirra fyrirtækja sem notar EOS módelið. Markvissari fundur og meiri árangur segir forstjórinn. Atvinnulíf 23.2.2023 07:00
Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði fer lækkandi Hlutfall íbúða sem sem selst yfir ásettu verði fer lækkandi. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 12,7 prósent íbúða í janúar yfir ásettu verði samanborið við 16,9 prósent í desember. Hlutfallið er því nú á svipuðu róli og það hefur verið á síðustu árum þegar ró hefur verið á fasteignamarkaðinum. Viðskipti innlent 23.2.2023 06:52
Óvænt loðna í Húnaflóa ávísun á mikil verðmæti Miklar loðnutorfur hafa óvænt fundist norður af Húnaflóa og tilkynnti Hafrannsóknastofnun í dag að búast mætti við að minnsta kosti eitthundrað þúsund tonna aukningu loðnukvótans. Viðbótin gæti skilað tíu milljarða króna útflutningsverðmæti. Viðskipti innlent 22.2.2023 22:45
Fyrirætlanir ESB setji stöðu Íslands í hættu Fái Ísland ekki undanþágu frá fyrirhuguðum hertum aðgerðum Evrópusambandsins til að sporna við mengun vegna flugsamgangna gæti landið misst stöðu sína sem tengipunktur milli Evrópu og Ameríku, með slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Þetta segir forstjóri Icelandair. Viðskipti innlent 22.2.2023 20:51
Kolefnisspor Landsvirkjunar minnkað um sextíu prósent Losun Landsvirkjunar á gróðurhúsalofttegundum hefur dregist saman um sextíu prósent frá 2008. Heildarlosun á orkueiningu minnkaði um tvö prósent á milli ára í fyrra en kolefnisspor fyrirtækisins stækkaði lítillega á milli ára. Viðskipti innlent 22.2.2023 14:57
Telur tjónið nú þegar nema hundruð milljónum króna Ferðamálastjóri telur að útvega þurfi nokkur hundruð ferðamönnum nýja gistingu því hótel hafi eða séu að loka vegna verkfalla Eflingarfélaga. Ferðaþjónustan hafi þegar orðið af hundruðum milljóna króna. Neyðarnúmer hefur verið virkjað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins væntir þess að félagsmenn SA munu samþykkja boðað verkbann en atkvæðagreiðslu um það lýkur í dag. Viðskipti innlent 22.2.2023 11:51
Skila öllu vatni sem þarf í kolefnisförgun aftur í jörðina Vatni sem dælt verður upp úr ferskvatnsstraumi neðanjarðar við Straumsvík fyrir kolefnisförgunarstöð Carbfix verður öllu skilað aftur ofan í jörðina og hefur ekki áhrif á vatnsból. Opinberar stofnanir segja að rannsaka verði vel umhverfisáhrif gríðarlegrar vatnsnotkunar stöðvarinnar. Viðskipti innlent 22.2.2023 11:02
Þórunn Káradóttir í fjártæknigeirann Þórunn Káradóttir hefur verið ráðin til fjártæknifyrirtækisins YAY sem lögfræðingur. Viðskipti innlent 22.2.2023 10:26
Enn lækkar íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,5 prósent milli desember og janúar. Þetta er þriðja mánuðinn í röð sem íbúðaverð lækkaði. Ekki hafa verið undirritaðir færri kaupsamningar á mánuði síðan í janúar árið 2011. Viðskipti innlent 22.2.2023 10:18
Fá um 190 þúsund vegna altjóns á ferðatösku af dýrari gerðinni Icelandair hefur verið gert að greiða viðskiptavinum tæpar 190 þúsund krónur vegna tjóns sem varð á innritaðri ferðatösku af dýrari gerðinni á meðan hún var í vörslu flugfélagsins. Neytendur 22.2.2023 09:30
Mikilvægt að fleiri leggi stund á umhverfisfræði „Enn er margt óljóst um áhrif hlýnunar jarðar. Áhrifanna gætir hraðar en áður var talið á stöðum sem liggja hátt og við verðum að skilja betur hvernig þeir munu halda áfram að breytast og hvernig við þurfum að bregðast við og aðlagast breytingum. Það er því afar mikilvægt að fleiri leggi stund á umhverfisfræði,“ segir Alejandro Salazar Villegas brautarstjóri Umhverfisbreytingar á Norðurslóðum (EnCHiL), tveggja ára meistaranámsbrautar við Landbúnaðarháskóla Íslands. Samstarf 22.2.2023 08:50
EOS módelið: Fundum breytt, forgangsröðun verkefna og allir mældir EOS er aðferðarfræði fyrir stærri og smærri fyrirtæki sem meðal annars tryggir að fundir séu markvissari, forgangsröðun verkefna sé alltaf í takt við markmið fyrirtækisins, gögn séu notuð og allir séu mældir. Atvinnulíf 22.2.2023 07:01
Slaufa auglýsingum á Stöð 2+ Frá og með 1. mars verður streymisveitan Stöð 2+ án auglýsinga. Engar auglýsingar verða spilaðar áður en efni fer í gang eins og verið hefur. Viðskipti innlent 22.2.2023 07:01
Methagnaður Landsvirkjunar fyrst og fremst sóttur til stóriðjunnar Landsvirkjun á núna Kárahnjúkavirkjun skuldlausa sem og allar virkjanir byggðar fyrir hennar tíma. Forstjórinn segir methagnað fyrirtækisins fyrst og fremst sóttan til stóriðjunnar en ekki til almennings. Viðskipti innlent 21.2.2023 22:30
Ráðinn til starfa í Hagfræðideild Landsbankans Hjalti Óskarsson hagfræðingur hefur verið ráðinn til starfa í Hagfræðideild Landsbankans. Viðskipti innlent 21.2.2023 14:14
Tvenn hjón: Vinna saman, ferðast saman og eru saman í frístundum Skjöldur Sigurjónsson rifjar upp skrautlega sögu verzlunarinnar Kormákur og Skjöldur en þeir reka líka saman Ölstofuna. Atvinnulíf 21.2.2023 13:02
Segir methagnað uppskeru af uppbyggingu virkjana Landsvirkjun skilaði fjörutíuogfimm milljarða króna hagnaði á síðastliðnu ári og leggur stjórn fyrirtækisins til að tuttugu milljarða króna arður verði greiddur í ríkissjóð, fimm milljörðum meira en fjárlög gera ráð fyrir. Forstjórinn segir þetta uppskeru virkjanauppbyggingar síðustu áratuga en endursamningar við stóriðju séu þó stærsti áhrifaþátturinn í góðri afkomu. Viðskipti innlent 21.2.2023 12:36
Í varnarham á opnum fundi Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var í varnarham í morgun á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um áhrif verðbólgu hér á landi, þar sem þingmenn spurðu hann spjörunum úr um aðgerðir Seðlabankans síðustu misseri. Viðskipti innlent 21.2.2023 11:39