Þjóðin hafi tekið rétta ákvörðun í Icesave málinu Lovísa Arnardóttir skrifar 22. maí 2024 09:39 Heiðar segir að íslenska ríkið væri líklega tugum eða hundruðum milljörðum fátækari hefðu samningarnir verið samþykktir. Aðsend og Vísir/Getty Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, segir Íslendinga hafa tekið rétta ákvörðun í Icesave-málinu. Skuldbindingar íslenska ríkisins hefðu getað hlaupið á hundruðum eða tugum milljörðum, eftir því hvaða samningar hefðu verið samþykktir. Þjóðin hafnaði tveimur samningum í þjóðaratkvæðagreiðslu árin 2010 og 2011. Íslenskar ríkið hafði einnig betur í EFTA-dómstólnum vegna málsins árið 2013. Heiðar fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Icesave voru reikningar á vegum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Þjónustan stóð viðskiptavinum í þessum löndum til boða þar til í október árið 2008 í bankahruninu. Kröfur vegna reikninga hjá Icesave námu um 1.330 milljörðum króna. Heiðar segir að á átta árum hafi Landsbankinn náð að greiða upp forgangskröfur, sem þar með voru Icesave reikningarnir, en samningarnir um Icesave sem kosið var um hafi verið þannig að það áttu að leggjast viðbótarvextir ofan á þetta. „Ef við hefðum samþykkt fyrstu samningana, eða aðra samningana, værum við tugum eða hundruðum milljörðum fátækari í dag. Vegna þess að þessir vextir hefðu komið til greiðslu,“ segir Heiðar. Vegna þess að samningarnir voru felldir voru engin vextir eða vaxtavextir ofan á upphæðina sem var greidd á tímabilinu 2008 til 2016. Umræðan skökk Hann segir að það megi alltaf rýna í baksýnisspegilinn og spá í hvað hefði gerst. Þetta hafi verið fyrsti boltinn sem rann af stað því það hafi önnur mál verið óuppgerð á Íslandi. Það hafi verið fleiri forgangskröfur og kröfur á bankana. „Umræðan var svo skökk hérna 2009, 2010 og 2011,“ segir Heiðar og að það hafi til dæmis verið aðilar í atvinnulífinu sem töluðu um að ríkið ætti að taka lán og greiða þetta upp. Hann segir vandann þó hafa verið þann að á Íslandi voru eignir í krónum en skuldir í erlendum gjaldmiðlum. Þess vegna hafi verið sett fjármagnshöft í hruninu og ef við hefðum fest þau enn frekar í sessi með því að samþykkja Icesave samningana gæti allt eins verið að við værum enn innan haftakerfis í dag, sem myndi rýra lífskjör mjög mikið. Heiðar segir vaxtaálagið sem hafi átt að vera á samningunum, 5,5 prósent, svakalega mikið. Sérstaklega ef tekið er mið af því að árið 2016 þegar málinu lýkur voru stýrivextir neikvæðir í Evrópu. Heiðar segir kröfu hollenska og breska ríkisins að íslenska ríkið endurgreiddi þeim það sem þau hefðu greitt út úr innistæðutryggingasjóðum eðlilega, en það verði að skoða á hvaða forsendum sú krafa hafi verið gerð og hvernig vextir hafi átt að vera á slíkri kröfu og hvort þetta ætti að vera umfram það sem þrotabú einkabankans, Landsbankans, gæti gert. Dómsmálið hafi gengið út á það. Hryðjuverkalög á Ísland Á sama tíma megi ekki gleyma því að málið hafi orðið mjög pólitískt og að bresk yfirvöld settu hryðjuverkalög á Ísland. „Bretar og Hollendingar með tilstilli Norðurlanda stöðvuðu eðlilega fyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslands,“ segir Heiðar og að Svíar hafi farið þar fremst í flokki. Skýr krafa hafi verið lögð fram um að ekki yrði sendur meiri peningur til Íslands ef ekki yrði gengið frá Icesave-samningunum. „Þetta var svona pólitískt ofbeldi, eins og ég sé það, á alþjóðavettvangi.“ Heiðar segir að innviðir hefðu líklega komið enn verr út úr hruninu og að ráðstöfunartekjur heimila hefðu aldrei vaxið með sama hætti ef samningarnir hefðu verið samþykktir. „Sem betur fer var þessu máli lokið svona. Því var hafnað að greiða einhverja vexti eða gangast við því að ríkið ætti að fara í ábyrgð við þessar kröfur.“ Hefði ekki miklu breytt að samþykkja Heiðar segir mjög hæpið að ef það hefði verið gengið að samningunum að það hefði miklu breytt fyrir fjárfestingar á Íslandi en einhverjir notuðu það sem rök á sínum tíma. Að það myndi auka trúverðugleika að gangast við samningunum. Heiðar bendir á að á þessum tíma hafi verið fjármagnshöft og það sé ekki aðlaðandi fyrir fjárfesta. Þeir sem fjárfestu hér á þessum tíma hafi í raun fengið að gera það með afslætti með aflandskrónum. Heiðar segir mikilvægt að halda þessari atburðarás til haga. Um sé að ræða dæmi þar sem Ísland átti fáa vini alþjóðlega en það skipti okkur miklu máli að hafa traustar alþjóðlega tengingar. Þarna hafi ekki verið búið að rækta það. „Síðan að treysta eigin dómgreind,“ segir Heiðar og að það hafi verið mikill þrýstingur erlendis. Bretar og Hollendingar hafi sótt málið hart og við, Ísland, höfuð verið ákveðið eyland í þessu ferli. Bretland Holland Bítið Utanríkismál Tengdar fréttir „Ég get ekki annað en sagt satt“ Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi segist vera þannig gerður að hann geti ekki sagt ósatt þó það hagnaðist honum pólitískt. 4. maí 2024 10:23 Rifjaði upp þegar forsetinn bjargaði landinu Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar sagðist öllu vön að mæta á tónleika í Hörpu en það væri öðruvísi að skila inn framboði til forseta. Stórkostleg stund, sagði Helga. 26. apríl 2024 13:34 Mótleikur ESB vegna Icesave-málsins Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna aðildar landsins að EES-samningnum mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum í bönkum. 10. apríl 2024 11:00 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Þjóðin hafnaði tveimur samningum í þjóðaratkvæðagreiðslu árin 2010 og 2011. Íslenskar ríkið hafði einnig betur í EFTA-dómstólnum vegna málsins árið 2013. Heiðar fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Icesave voru reikningar á vegum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Þjónustan stóð viðskiptavinum í þessum löndum til boða þar til í október árið 2008 í bankahruninu. Kröfur vegna reikninga hjá Icesave námu um 1.330 milljörðum króna. Heiðar segir að á átta árum hafi Landsbankinn náð að greiða upp forgangskröfur, sem þar með voru Icesave reikningarnir, en samningarnir um Icesave sem kosið var um hafi verið þannig að það áttu að leggjast viðbótarvextir ofan á þetta. „Ef við hefðum samþykkt fyrstu samningana, eða aðra samningana, værum við tugum eða hundruðum milljörðum fátækari í dag. Vegna þess að þessir vextir hefðu komið til greiðslu,“ segir Heiðar. Vegna þess að samningarnir voru felldir voru engin vextir eða vaxtavextir ofan á upphæðina sem var greidd á tímabilinu 2008 til 2016. Umræðan skökk Hann segir að það megi alltaf rýna í baksýnisspegilinn og spá í hvað hefði gerst. Þetta hafi verið fyrsti boltinn sem rann af stað því það hafi önnur mál verið óuppgerð á Íslandi. Það hafi verið fleiri forgangskröfur og kröfur á bankana. „Umræðan var svo skökk hérna 2009, 2010 og 2011,“ segir Heiðar og að það hafi til dæmis verið aðilar í atvinnulífinu sem töluðu um að ríkið ætti að taka lán og greiða þetta upp. Hann segir vandann þó hafa verið þann að á Íslandi voru eignir í krónum en skuldir í erlendum gjaldmiðlum. Þess vegna hafi verið sett fjármagnshöft í hruninu og ef við hefðum fest þau enn frekar í sessi með því að samþykkja Icesave samningana gæti allt eins verið að við værum enn innan haftakerfis í dag, sem myndi rýra lífskjör mjög mikið. Heiðar segir vaxtaálagið sem hafi átt að vera á samningunum, 5,5 prósent, svakalega mikið. Sérstaklega ef tekið er mið af því að árið 2016 þegar málinu lýkur voru stýrivextir neikvæðir í Evrópu. Heiðar segir kröfu hollenska og breska ríkisins að íslenska ríkið endurgreiddi þeim það sem þau hefðu greitt út úr innistæðutryggingasjóðum eðlilega, en það verði að skoða á hvaða forsendum sú krafa hafi verið gerð og hvernig vextir hafi átt að vera á slíkri kröfu og hvort þetta ætti að vera umfram það sem þrotabú einkabankans, Landsbankans, gæti gert. Dómsmálið hafi gengið út á það. Hryðjuverkalög á Ísland Á sama tíma megi ekki gleyma því að málið hafi orðið mjög pólitískt og að bresk yfirvöld settu hryðjuverkalög á Ísland. „Bretar og Hollendingar með tilstilli Norðurlanda stöðvuðu eðlilega fyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslands,“ segir Heiðar og að Svíar hafi farið þar fremst í flokki. Skýr krafa hafi verið lögð fram um að ekki yrði sendur meiri peningur til Íslands ef ekki yrði gengið frá Icesave-samningunum. „Þetta var svona pólitískt ofbeldi, eins og ég sé það, á alþjóðavettvangi.“ Heiðar segir að innviðir hefðu líklega komið enn verr út úr hruninu og að ráðstöfunartekjur heimila hefðu aldrei vaxið með sama hætti ef samningarnir hefðu verið samþykktir. „Sem betur fer var þessu máli lokið svona. Því var hafnað að greiða einhverja vexti eða gangast við því að ríkið ætti að fara í ábyrgð við þessar kröfur.“ Hefði ekki miklu breytt að samþykkja Heiðar segir mjög hæpið að ef það hefði verið gengið að samningunum að það hefði miklu breytt fyrir fjárfestingar á Íslandi en einhverjir notuðu það sem rök á sínum tíma. Að það myndi auka trúverðugleika að gangast við samningunum. Heiðar bendir á að á þessum tíma hafi verið fjármagnshöft og það sé ekki aðlaðandi fyrir fjárfesta. Þeir sem fjárfestu hér á þessum tíma hafi í raun fengið að gera það með afslætti með aflandskrónum. Heiðar segir mikilvægt að halda þessari atburðarás til haga. Um sé að ræða dæmi þar sem Ísland átti fáa vini alþjóðlega en það skipti okkur miklu máli að hafa traustar alþjóðlega tengingar. Þarna hafi ekki verið búið að rækta það. „Síðan að treysta eigin dómgreind,“ segir Heiðar og að það hafi verið mikill þrýstingur erlendis. Bretar og Hollendingar hafi sótt málið hart og við, Ísland, höfuð verið ákveðið eyland í þessu ferli.
Bretland Holland Bítið Utanríkismál Tengdar fréttir „Ég get ekki annað en sagt satt“ Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi segist vera þannig gerður að hann geti ekki sagt ósatt þó það hagnaðist honum pólitískt. 4. maí 2024 10:23 Rifjaði upp þegar forsetinn bjargaði landinu Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar sagðist öllu vön að mæta á tónleika í Hörpu en það væri öðruvísi að skila inn framboði til forseta. Stórkostleg stund, sagði Helga. 26. apríl 2024 13:34 Mótleikur ESB vegna Icesave-málsins Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna aðildar landsins að EES-samningnum mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum í bönkum. 10. apríl 2024 11:00 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
„Ég get ekki annað en sagt satt“ Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi segist vera þannig gerður að hann geti ekki sagt ósatt þó það hagnaðist honum pólitískt. 4. maí 2024 10:23
Rifjaði upp þegar forsetinn bjargaði landinu Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar sagðist öllu vön að mæta á tónleika í Hörpu en það væri öðruvísi að skila inn framboði til forseta. Stórkostleg stund, sagði Helga. 26. apríl 2024 13:34
Mótleikur ESB vegna Icesave-málsins Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna aðildar landsins að EES-samningnum mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum í bönkum. 10. apríl 2024 11:00