Viðskipti

Til­boð berast í eignir þrota­búsins: „Alltaf með símann opinn ef menn hafa á­huga“

Borist hafa nokkur tilboð í ýmsar eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi sem verið er að yfirfara og bera saman. Ekkert nýtt tilboð hefur borist í allar eignir þrotabúsins í heilu lagi síðan ljóst varð að slíkt tilboð sem var til skoðunar næði ekki fram að ganga. Skiptastjóri segir fasteignirnar sem hýst hafi starfsemi fyrirtækisins vera þrotabúinu óviðkomandi þótt þær hafi verið forsenda í tilboðinu sem ekki varð að veruleika.

Viðskipti innlent

Rekstrar­hagnaður Sýnar nam 169 milljónum

Rekstrarhagnaður Sýnar hf. nam 169 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2024, samanborið við 1.002 milljónir á sama tímabili í fyrra. Tap eftir skatta á tímabilinu nam 339 milljónum samanborið við 483 milljón króna hagnað í fyrra. Árangurinn er í fullu samræmi við útgefna afkomuspá, að því er kemur fram í tilkynningu.

Viðskipti innlent

Hagnaður Skaga fyrstu sex mánuði ársins 273 milljónir

Kraftmikill viðsnúningur er í tryggingastarfsemi en á sama tíma litar krefjandi markaðsumhverfi afkomu Skaga, sem er samstæða Vátryggingafélags Íslands, áður VÍS. Hagnaður samstæðunnar fyrstu sex mánuði ársins eftir skatta voru 273 milljónir króna sem er töluvert lægri en á sama tíma í fyrra þegar hagnaður var rúmur milljarður. Þetta kemur fram í sex mánaða uppgjöri samstæðunnar fyrir árið í ár.

Viðskipti innlent

Hreyfill gerir sátt við Samkeppniseftirlitið eftir kvörtun Hopp

Samkeppniseftirlitið og leigubílafyrirtækið Hreyfill svf. hafa gert með sér sátt vegna háttsemi Hreyfils sem fólst í því að banna leigubifreiðastjórum sem eru í þjónustu hjá Hreyfli að nýta sér þjónustu annarra leigubifreiðastöðva. Upphaf málsins má rekja til kvörtunar Hopp leigubílum ehf. til eftirlitsins vegna háttsemi Hreyfils. Í sáttinni felst meðal annars að Hreyfill muni ekki hindra að leigubifreiðastjórar sem keyra fyrir stöðina nýti sér einnig aðra þjónustuaðila sem sinna leigubílaakstri.

Viðskipti innlent

Play fjölgar á­fanga­stöðum í Portúgal

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarflugi til borgarinnar Faro í Portúgal. Fyrsta flugið verður laugardaginn 12. apríl, í tæka tíð fyrir páska á næsta ári. Flogið verður tvisvar í viku á laugardögum og miðvikudögum til 29. október.

Viðskipti innlent

Zucker­berg harmar að hafa látið undan þrýstingi Bidens

Mark Zuckerberg forstjóri Meta segist sjá eftir því að hafa látið undan þrýstingi ríkisstjórnar Joe Biden um að ritskoða upplýsingar á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. Efnið sem hann var beðinn um að fjarlægja voru það sem stjórnvöld kölluðu misvísandi upplýsingar um ýmislegt tengt Covid-19, og fréttir um upplýsingar á fartölvu Hunter Biden, sonar Joe Biden Bandaríkjaforseta.

Viðskipti erlent

Sam­starfi um milljarðauppbyggingu slitið

Íslandshótel og Skógarböðin hafa slitið samstarfi um uppbyggingu og rekstur hótels við Skógarböðin í Eyjafirði sem áætlað var að opna á vormánuðum 2026. Viljayfirlýsing um samstarf var undirrituð í ársbyrjun en reiknað var með fjárfestingu upp á um fimm milljarða króna.

Viðskipti innlent

Fjöl­breyttar lausnir fyrir ís­lenskan markað

Hýsi er rótgróið fyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu við byggingariðnaðinn auk þess að sinna almennum fyrirtækjum, sveitafélögum, bændum og landbúnaðarfyrirtækjum og fjölbreyttum hópi ólíkra fyrirtækja í ferðaþjónustu.

Samstarf

Breska stjórnin sam­þykkir að efla London City-flugvöll

Breska ríkisstjórnin hefur samþykkt áætlun sem felur í sér að farþegum um London City-flugvöll fjölgar úr 6,5 milljónum á ári upp í níu milljónir farþega á ári fyrir árið 2031. Þetta gerist með því að fleiri flugferðir verða leyfðar snemma á morgnana virka daga vikunnar. Ósk um rýmkun opnunartíma vallarins á laugardögum var hins vegar hafnað.

Viðskipti erlent

Gervigreindin planaði sumar­frí fjöl­skyldunnar

Lóa Bára Magnúsdóttir markaðsstjóri Origo segir áríðandi að styðja við og valdefla konur í tækni og gervigreind. Með því að gera það verði til betri lausnir. Konur verði að fá tækifæri og rými til að læra á hana og taka þátt í að þróa hana. Það krefjist þess að kvenfyrirmyndir í tæknigeiranum séu áberandi og að konur fái tækifæri í bæði námi og starfi vilji þær skapa sér feril innan geirans.

Viðskipti innlent

Gildis­tími til­boðsins fram­lengdur

John Bean Technologies Corporation hefur tilkynnt að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi í dag samþykkt beiðni félagsins um framlengingu á gildistíma valfrjáls tilboðs til hluthafa Marel hf. í allt útgefið og útistandandi hlutafé í félaginu.

Viðskipti innlent

Góð ráð til að hvetja starfs­fólk til dáða fyrir síðustu spretti ársins

Jæja. Haustið fer að skella á. Skólarnir hefjast eftir nokkra daga og áður en við vitum af, smellur rútínan okkar aftur í réttan gír eftir sumarfrí. Stundum getur það verið átak að komast aftur af stað en þó er það þannig að flestir eru einhvern veginn tilbúnir fyrir haustið, meira að segja krakkarnir verða spenntir fyrir skólanum á ný.

Atvinnulíf