Neytendur

Fá dag­sektir fyrir villandi verð­skrá

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Byggingastjórinn ehf. sér um fasteignaskoðun.
Byggingastjórinn ehf. sér um fasteignaskoðun. Vísir/Egill Aðalsteinsson

Neytendastofa hefur lagt dagsektir á Byggingastjórann ehf. fyrir að bjóða upp á verðskrá á heimasíðu sinni, Fasteignaskoðun, án þess að gefa upp virðisaukaskatt. Talið er að verðskráin villi fyrir neytendum. 

Málið hófst í júní þegar Neytendastofa hafði samband við forsvarsmenn Byggingastjórans ehf., sem rekur vefsíðuna Fasteignaskoðun.is, og settu út á að á verðskrá vefsíðunnar væru öll verð án virðisaukaskatts. Ekkert svar barst frá forsvarsaðilum við bréfi Neytendastofu og ítrekunum sem sendar voru 23. júlí og 6. ágúst.

Í ágúst fékk stofnunin svar þess efnis að verið væri að vinna að gerð nýrrar heimasíðu og þegar hún væri tilbúin yrði sú gamla tekin niður. Áætlað var að vinnunni yrði lokað í september eða október. 

„Á seljanda hvílir afdráttarlaus skylda til að veita upplýsingar um endanlegt söluverð og skal verðið innihalda virðisaukaskatt og önnur opinber gjöld. Birting verðskráar án virðisaukaskatts, líkt og gert er á heimasíðu Fasteignaskoðunar, samræmist því ekki þeim kröfum sem gerðar eru til seljanda,“ segir í úrskurði Neytendastofu sem var undirritaður þann 10. desember.

Sé ekki búið að leiðrétta verðskránna innan tveggja vikna frá undirritun, 24. desember, þarf Byggingastjórinn ehf. að greiða þrjátíu þúsund krónur dag hvern þar til farið hefur verið að ákvörðun Neytendastofu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×