Viðskipti

Ari, Ísól, Sunn­eva Sól og Þór­dís Rögn hlutu Ný­sköpunar­verð­laun for­setans

Ari Kvaran, Sunneva Sól Ívarsdóttir og Þórdís Rögn Jónsdóttir, nemar í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og Ísól Sigurðardóttur, nemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík hlutu í dag Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands árið 2021. Verðlaunin fengu þau fyrir verkefnið Betri samskipti við sjúklinga sem bíða innlagnar og meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi.

Viðskipti innlent

Fá 335 milljóna styrk frá ESB til ný­sköpunar

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Laki Power, sem þróar og framleiðir tæki til þess að fylgjast með ástandi háspennulína, hefur hlotið 2,1 milljóna evra styrk, jafnvirði um 335 milljóna króna, frá Evrópusambandinu til að þróa tæknina áfram og efla sölu- og markaðsstarf á erlendum mörkuðum.

Viðskipti innlent

„Eða komast allir að á föstudögum í klippingu?“

„Það sem við finnum einna sterkast er að viðhorf stjórnenda skiptir lykilmáli, hvort þeir sýni vilja og stuðning sinn í verki, sýni gott fordæmi, skoði verkefnaval og forgangsröðun í samræmi við styttinguna og séu tilbúnir að treysta starfsmönnum sínum til að skila góðu verki þótt þeir vinni styttri vinnuviku eða nýti sér annan sveigjanleika í starfi. Það sem skiptir þó mestu máli er að lykilstjórnendur sammælist um markmið með breytingunni og trúi á að hún muni skila vinnustaðnum velsæld,“ segir Guðríður Sigurðardóttir hjá Attentus um styttingu vinnuvikunnar.

Atvinnulíf

Skoða hvort breyta þurfi vörumerkinu í ljósi líkinda

Einn forsvarsmanna pítsustaðarins Slæs segir að merki staðarins, sem bent hefur verið á að svipi til merkis annars pítsustaðar, sé fengið í gegnum vefsíðuna Fiverr, markaðstorg á netinu þar sem hægt er að kaupa þjónustu af einyrkjum. Verið sé að skoða hvort taka þurfi upp nýtt merki í ljósi líkindanna.

Neytendur

Breytingar á skrifstofu Akraneskaupstaðar

Nýtt stjórnskipulag Akraneskaupstaðar var samþykkt á 1324. fundi bæjarstjórnar þann 15. desember og tók gildi þann 1. janúar. Markmið breytinganna er að auka og bæta innri og ytri þjónustu Akraneskaupstaðar, auka skilvirkni í rekstri sveitarfélagsins með upplýsingatækni, skýrari verkferlum, stjórnun og öflugu starfsumhverfi.

Viðskipti innlent

Viðar til Össurar

Viðar Erlingsson hefur verið ráðinn til að stýra upplýsingatæknisviði og alþjóðlegri verkefnastofu Össurar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Viðskipti innlent

Að ræða erfið mál í vinnunni

Það geta alls kyns aðstæður í vinnunni kallað á að stundum þurfi að ræða einhver erfið eða viðkvæm mál. Þessi samtöl eru alls ekkert einskorðuð við að vera samtöl yfirmanns við undirmann. Stundum er þörf á því að samstarfsfélagar ræði saman eða að starfsmaður ræði við yfirmann sinn.

Atvinnulíf

Stefnir í sex milljarða afkomu Arion banka

Drög að uppgjöri Arion banka fyrir fjórða ársfjórðung 2020 liggja nú fyrir og samkvæmt þeim er afkoma fjórðungsins um 6 milljarðar króna og reiknuð arðsemi á ársgrundvelli ríflega 12 prósent. Afkoman er umtalsvert umfram fyrirliggjandi spár greiningaraðila og hærri en á undangengum ársfjórðungum.

Viðskipti innlent

Bein útsending: Salan á Íslandsbanka í brennidepli á Alþingi

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar klukkan 15 í dag. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.

Viðskipti innlent

Zuism-bræðurnir hafa opnað pítsustað

Einar Ágústsson og Ágúst Arnar Ágústsson, sem hvað þekktastir eru sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism, hafa opnað nýjan pítsustað í Garðabæ. Staðurinn heitir Slæs, með vísun til enska orðsins fyrir sneið, og er hann til húsa í Iðnbúð 2 í Garðabæ. 

Viðskipti innlent

Endurtaka útboð í gerð flugvallar á Grænlandi

Flugvallafélag grænlenskra stjórnvalda, Kalaallit Airports, hefur ákveðið að bjóða út að nýju gerð flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Þetta er endurtekning á útboði í fyrra en tilboðin sem þá bárust voru sögð hafa verið öll hátt yfir fjárhagsramma verkefnisins. Íslenski verktakinn Ístak var í hópi bjóðenda, sem valdir höfðu verið að undangengnu forvali.

Viðskipti erlent

„Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“

„Við vitum ekki nákvæma dagsetningu hvenær fyrirtækið var stofnað en haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf og bað um að vagninn yrði færður á sitt nafn því hann væri orðinn einkaeigandi. Bréfið eru fyrstu skriflegu heimildirnar sem við höfum um að reksturinn væri hafinn,“ segir Guðrún Kristmundsdóttir aðaleigandi Bæjarins beztu pylsur.

Atvinnulíf

Fyrstu plönin fóru fljótlega í ruslið en núna stefnir Noona hátt

„Planið okkar var upprunalega að vinna á daginn, ég að selja og Kjartan að búa til vöruna, og læra á kvöldin. Þau plön fóru fljótlega í ruslið. Áður en við vissum af vorum við farnir að vinna á daginn og spjalla um reksturinn á kvöldin. Einu skiptin sem við bjuggum til pláss fyrir lærdóminn var þegar prófkvíðinn var nægilega sterkur til að sannfæra okkur til þess,“ segir Jón Hilmar Karlsson framkvæmdastjóri Tímatals.

Atvinnulíf

BÍ telur lokaða dag­skrá Stöðvar 2 „lægsta punkt í sam­tíma­sögu ís­lenskrar fjöl­miðlunar“

„Það verða straumhvörf í íslenskri fjölmiðlasögu þegar fréttir Stöðvar 2 hætta að vera í opinni dagskrá núna í janúar eftir 34 ára nánast samfellda starfsemi. Það eru tímamót þegar fréttir Stöðvar 2, til að mynda af náttúruhamförunum á Seyðisfirði fyrir fáum vikum síðan, verða fyrir áskrifendur eingöngu en ekki fyrir allan almenning þessa lands.“

Viðskipti innlent