Viðskipti

Þú þarft ekki að óttast rigninguna

Þakrennurnar frá Lindab Rainline hafa heldur betur sannað gildi sitt hér á landi enda verið seldar hér í áratugi. Límtré Vírnet tók við umboðinu upp úr síðustu aldamótum og hefur selt þær jöfnum höndum til einstaklinga og verktaka en þær henta á allar tegundir bygginga.

Samstarf

„Viðskiptakonan“ sem komst á Bessa­staði í annarri til­raun

Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. En hver er þessi kraftmikla kona sem tókst að heilla þjóðina í annað sinn og nú nægilega mikið til þess að koma sér á Bessastaði? Halla hefur flutt inn fótboltastráka, unnið hjá Pepsi og stýrt umtöluðu partýi í Mónakó. Hennar stærstu mistök voru að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs.

Viðskipti innlent

Icelandair hefur flug til Hali­fax á nýjan leik

Icelandair hóf flug til Halifax á ný 31. maí síðastliðinn. Fluginu var fagnað bæði á Keflavíkurflugvelli og við komuna til Halifax. Flogið verður til borgarinnar þrisvar í viku fram til fjórtánda október. Icelandair hefur áður flogið til borgarinnar en síðast var flogið þangað árið 2018.

Viðskipti innlent

Kann best við sig í há­spennunni

Rafvirkjameistarinn Pétur Hrólfsson hefur starfaði í greininni í um fjóra áratugi. Hann stefndi á húsasmíðameistarann en tók svo ákvörðun að Skipta yfir í rafmagnið enda vantaði fleiri rafvirkja á hans heimaslóðum á þeim tíma. Pétur er einn þeirra sjö sem keppa um titilinn Iðnaðarmaður ársins 2024.

Samstarf

Skrifuðu undir kaup Lands­bankans á TM

Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna.

Viðskipti innlent

Vilja rann­saka meint sam­ráð með OPEC

Chuck Schumer og 22 aðrir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins, hafa kallað eftir því að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna beiti öllum ráðum til að koma í veg fyrir verðsamráð í olíuiðnaði Bandaríkjanna. Þingmennirnir vilja að meint samráð verði rannsakað og forsvarsmenn fyrirtækja ákærðir, þyki tilefni til.

Viðskipti erlent

Wise og Þekking orðin eitt

Wise og Þekking hafa nú sameinast, en á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar. Sameiningin var háð samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem lá fyrir síðasta haust.

Viðskipti innlent

Nýr CLE 53 frá Mercedes-AMG frum­sýndur á laugar­dag

Mercedes-Benz á Íslandi býður gestum og gangandi einstakt tækifæri til þess að sjá þennan magnaða CLE 53 frá Mercedes-AMG á laugardag milli kl 12-16 . Tilvalið að koma við á leið á kjörstað og upplifa sportlegan og kraftlegan AMG bíl frá Mercedes-Benz.

Samstarf