Innlent

Ástþór hótar RÚV uppákomum

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hótar fréttastofu Ríkissjónvarpsins uppákomum og leiðindum fjalli hún ekki um framboð hans með þeim hætti sem Ástþór telur samrýmast skyldum íslenskra ríkismiðla. Vísar Ástþór þar meðal annars í yfirlýsingu stjórnvalda sem send var Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Í fréttatilkynningu fullyrðir hann að birtar séu glansmyndir af Ólafi Ragnari Grímssyni forseta á sama tíma og neitað sé að taka við fréttum af framboði hans. Ástþór áskilur sér rétt til að mæta fyrirvaralaust á fréttastofu RÚV til að gæta réttar síns og segir að ríkismiðlarnir hafi fengið nægar ábendingar til að leysa úr málinu eftir eðlilegum og friðsamlegum leiðum. Nú sé undir þeim komið hvort þetta þurfi að enda í einhverjum leiðindum eða uppákomum í útvarpshúsinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×