Aukinn kraftur í jafnréttisumræðu Dagur B. Eggertsson skrifar 18. júní 2004 00:01 Það þarf nýtt blóð í jafnréttisbaráttuna. Nýjar raddir og aukinn kraft. Sú þróun er þegar hafin. Þegar skyggnst er yfir sviðið á kvenréttindadeginum 19. júní verður að minnsta kosti ekki betur séð en að jafnréttisumræðan sé að glæðast og ganga í endurnýjun lífdaga. Á vettvangi jafnréttisráðs hefur karlanefnd opnað nýjar víddir. Bríet, félag ungra feminista, skapaði ungum og kraftmiklum röddum vettvang og hið nýstofnaða Feministafélag hefur verið spriklandi af lífi. Síðast en ekki síst hefur Háskóli Íslands brotið blað með því að fela jafnréttisnefnd skólans að sinna stefnumótun í málefnum útlendinga, fatlaðra og samkynhneiðra samhliða hefðbundnari áherslum í jafnréttismálum. Frumkvæði Háskólans er lofsvert. Margt bendir til þess að mikilvægustu verkefni næstu ára á jafnréttissviðinu séu meðal annars þau sem tengjast aðstæðum þeirra sem talist geta til jaðarhópa í samfélaginu. Þetta má rökstyðja með vísan til ótal rannsókna. Konur sem standa höllustum fæti eru oftar en ekki þær sem jafnframt tilheyra jaðarhópum í samfélaginu. Staða þeirra er þar með eitt brýnasta verkefnið á jafnréttissviðinu. Nauðsyn samspils jafnréttis og mannréttinda styðst þó við enn frekari rök. Vandamál og verkefni á hinu breiða sviði mannréttinda eru náskyld jafnréttisbaráttu undangenginna áratuga. Lausnirnar ekki síður. Augljóst er að mannréttindabaráttan á breiðum grunni getur lært margt úr sögu jafnréttisbaráttunnar. Það þarf ekki að koma á óvart heldur undirstrikar að jafnréttisbarátta er mannréttindabarátta. Kjarninn í henni er barátta gegn mismunun. Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar hefur staðið fyrir umræðu um dýpkun jafnréttishugtaksins þar sem í forgrunni hefur verið hvort skynsamlegt sé að ábyrgð á stefnumótun í málefnum útlendinga, fatlaðra og samkynhneigðra eigi að bætast við verkefni nefndarinnar. Unnin hefur verið rannsókn á viðhorfum grasrótarsamtaka til spurningarinnar og haldnar tvær ráðstefnur með þátttöku erlendra sérfræðinga. Undirtekir hafa verið jákvæðar. Umræðan innan Reykjavíkurborgar endurspeglar þá skoðun að árangur jafnréttisbaráttunnar á Íslandi hafi haldist í hendur við að jafnréttismálum hafi verið ætlaður verðugur staður í stjórnkerfinu. Í samanburðinum blasir við hversu munaðarlaus hin breiða mannréttindabarátta er. Enginn dagur er líklega betri til að hefja umræðu um hvort efla eigi Jafnréttisstofu og víkka verksvið hennar ekki síður en jafnréttisnefnda sveitarstjórna. Jafnrétti eru mannréttindi. Gleðilegan 19. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Það þarf nýtt blóð í jafnréttisbaráttuna. Nýjar raddir og aukinn kraft. Sú þróun er þegar hafin. Þegar skyggnst er yfir sviðið á kvenréttindadeginum 19. júní verður að minnsta kosti ekki betur séð en að jafnréttisumræðan sé að glæðast og ganga í endurnýjun lífdaga. Á vettvangi jafnréttisráðs hefur karlanefnd opnað nýjar víddir. Bríet, félag ungra feminista, skapaði ungum og kraftmiklum röddum vettvang og hið nýstofnaða Feministafélag hefur verið spriklandi af lífi. Síðast en ekki síst hefur Háskóli Íslands brotið blað með því að fela jafnréttisnefnd skólans að sinna stefnumótun í málefnum útlendinga, fatlaðra og samkynhneiðra samhliða hefðbundnari áherslum í jafnréttismálum. Frumkvæði Háskólans er lofsvert. Margt bendir til þess að mikilvægustu verkefni næstu ára á jafnréttissviðinu séu meðal annars þau sem tengjast aðstæðum þeirra sem talist geta til jaðarhópa í samfélaginu. Þetta má rökstyðja með vísan til ótal rannsókna. Konur sem standa höllustum fæti eru oftar en ekki þær sem jafnframt tilheyra jaðarhópum í samfélaginu. Staða þeirra er þar með eitt brýnasta verkefnið á jafnréttissviðinu. Nauðsyn samspils jafnréttis og mannréttinda styðst þó við enn frekari rök. Vandamál og verkefni á hinu breiða sviði mannréttinda eru náskyld jafnréttisbaráttu undangenginna áratuga. Lausnirnar ekki síður. Augljóst er að mannréttindabaráttan á breiðum grunni getur lært margt úr sögu jafnréttisbaráttunnar. Það þarf ekki að koma á óvart heldur undirstrikar að jafnréttisbarátta er mannréttindabarátta. Kjarninn í henni er barátta gegn mismunun. Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar hefur staðið fyrir umræðu um dýpkun jafnréttishugtaksins þar sem í forgrunni hefur verið hvort skynsamlegt sé að ábyrgð á stefnumótun í málefnum útlendinga, fatlaðra og samkynhneigðra eigi að bætast við verkefni nefndarinnar. Unnin hefur verið rannsókn á viðhorfum grasrótarsamtaka til spurningarinnar og haldnar tvær ráðstefnur með þátttöku erlendra sérfræðinga. Undirtekir hafa verið jákvæðar. Umræðan innan Reykjavíkurborgar endurspeglar þá skoðun að árangur jafnréttisbaráttunnar á Íslandi hafi haldist í hendur við að jafnréttismálum hafi verið ætlaður verðugur staður í stjórnkerfinu. Í samanburðinum blasir við hversu munaðarlaus hin breiða mannréttindabarátta er. Enginn dagur er líklega betri til að hefja umræðu um hvort efla eigi Jafnréttisstofu og víkka verksvið hennar ekki síður en jafnréttisnefnda sveitarstjórna. Jafnrétti eru mannréttindi. Gleðilegan 19. júní.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar