„Kostar líka sitt að hafa einræði“ 20. júní 2004 00:01 Sigrún Þorsteinsdóttir, sem bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, segist skilja gremju Ástþórs Magnússonar yfir því að hafa ekki fengið Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í kappræður í sjónvarpi eða útvarpi. Henni, og stuðningsmönnum hennar, hafi ekki tekist að fá Vígdísi Finnbogadóttur í sameiginlega umræðuþætti alla kosningabaráttuna 1988. „Það var eftir Vigdísi haft: „Þjóðin þekkir mig“,“ sagði Sigrún í samtali við fréttamann fyrr í dag. Þess ber að geta að Ólafur Ragnar Grímsson hefur fallist á að koma í umræðuþætti með mótframbjóðendum sínum, þeim Ástþóri Magnússyni og Baldri Ágústssyni, síðar í þessari viku, til að mynda í Íslandi í dag á Stöð 2 á föstudag - daginn fyrir forsetakosningarnar. Ástþór og Baldur eru andvígir ákvörðun forsetans að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar en Sigrún Þorsteinsdóttir er ánægð með að hann skyldi neita að skrifa undir lögin. „Tilgangurinn með mínu framboði var að ítreka þennan málskotsrétt sem forseti hefur og þess vegna er ég mjög ánægð yfir því að þjóðin fái nú að segja sitt álit um þetta mál. Í mínum huga skiptir ekki öllu máli hvert málið er, heldur að þetta er skref í þá átt að gera lýðræðið virkara. Það þarf að þróa lýðræði því það er ekki eitthvað sem kemur bara tilbúið,“ segir Sigrún. Hún segir jafnframt að það sé mikilvægt lýðræðinu að kosið sé um forseta. Það gildi einu þótt skoðanakannanir sýni að frambjóðandi eigi litla sem enga möguleika. „Það er út í hött að tala um einhverjar peningaupphæðir í tengslum við forsetakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta fylgir lýðræðinu og ekki viljum við einræði. Það kostar líka sitt að að hafa einræði,“ segir Sigrún Þorsteinsdóttir, forsetaframbjóðandi 1988. Sigrún fékk 7000 atkvæði, Vigdís Finnbogadóttir 117.000. Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira
Sigrún Þorsteinsdóttir, sem bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, segist skilja gremju Ástþórs Magnússonar yfir því að hafa ekki fengið Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í kappræður í sjónvarpi eða útvarpi. Henni, og stuðningsmönnum hennar, hafi ekki tekist að fá Vígdísi Finnbogadóttur í sameiginlega umræðuþætti alla kosningabaráttuna 1988. „Það var eftir Vigdísi haft: „Þjóðin þekkir mig“,“ sagði Sigrún í samtali við fréttamann fyrr í dag. Þess ber að geta að Ólafur Ragnar Grímsson hefur fallist á að koma í umræðuþætti með mótframbjóðendum sínum, þeim Ástþóri Magnússyni og Baldri Ágústssyni, síðar í þessari viku, til að mynda í Íslandi í dag á Stöð 2 á föstudag - daginn fyrir forsetakosningarnar. Ástþór og Baldur eru andvígir ákvörðun forsetans að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar en Sigrún Þorsteinsdóttir er ánægð með að hann skyldi neita að skrifa undir lögin. „Tilgangurinn með mínu framboði var að ítreka þennan málskotsrétt sem forseti hefur og þess vegna er ég mjög ánægð yfir því að þjóðin fái nú að segja sitt álit um þetta mál. Í mínum huga skiptir ekki öllu máli hvert málið er, heldur að þetta er skref í þá átt að gera lýðræðið virkara. Það þarf að þróa lýðræði því það er ekki eitthvað sem kemur bara tilbúið,“ segir Sigrún. Hún segir jafnframt að það sé mikilvægt lýðræðinu að kosið sé um forseta. Það gildi einu þótt skoðanakannanir sýni að frambjóðandi eigi litla sem enga möguleika. „Það er út í hött að tala um einhverjar peningaupphæðir í tengslum við forsetakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta fylgir lýðræðinu og ekki viljum við einræði. Það kostar líka sitt að að hafa einræði,“ segir Sigrún Þorsteinsdóttir, forsetaframbjóðandi 1988. Sigrún fékk 7000 atkvæði, Vigdís Finnbogadóttir 117.000.
Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira