Opinber þjónusta Dagur B. Eggertsson skrifar 26. júní 2004 00:01 Opinber þjónusta - Dagur B. Eggertsson skrifar um þjónustu borgarinnar Borgarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum fyrir sumarfrí gagngerar endurbætur á þjónustu Reykjavíkurborgar. Undirbúningur málsins hefur staðið í hálft annað ár og byggist stefnumörkunin á niðurstöðum alþjóðlegra kannana, innlendum og erlendum rannsóknum auk ítarlegrar umræðu og samráðs starfsfólks, nefnda og ráða Reykjavíkurborgar.Endurskipulagning þjónustunnar tengist einu stærsta verkefni sem öll stjórnvöld standa frammi fyrir: að bæta þjónustu við íbúa og atvinnulíf án þess að auka kostnað. Sinna vaxandi kröfum um málshraða, stuðning og þjónustu án þess að hækka skatta. Lykillinn að því er að nýta kosti nýrrar tækni við upplýsingamiðlun og málsmeðferð, læra af umbótaverkefnum í opinberri þjónustu, hvar sem fyrirmyndarverkefni er að finna, og síðast en ekki síst að forðast kreddur og hjólför gamla tímans.Umbæturnar í borginni sem sýnilegar verða íbúum á næsta ári byggja á þremur stoðum: stofnun þjónustumiðstöðva í hverfum, símavers með öflugri upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu og rafvæðingu umsóknarferla á vefnum. Í þjónustukönnun sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg síðast liðið haust kemur fram að níu af hverjum tíu Reykvíkingum styðja hvert þessara þriggja stefnumiða.Með stofnun fimm þjónustumiðstöðva á að opna Reykvíkingum aðgang að þjónustu borgarinnar eins nærri þeirra heimavelli og kostur er. Ekki á lengur að þurfa að rekast á milli staða og stofnana heldur á að vera hægt að nálgast allt á einum stað. Og helst í einni heimsókn. Á þjónustumiðstöð ættu íbúar þannig að geta leitað með öll erindi, fengið upplýsingar og leiðbeiningar auk þess að sækja þjónustu og ráðgjöf sem lítur að daglegu lífi.Með þessari endurskipulagningu vilja borgaryfirvöld einnig verða betri samstarfsaðili lögreglu og ýmissa þjónustustofnana ríkisins sem ættu raunar einnig að geta veitt þjónustu sína í gegnum hverfamiðstöðvar borgarinnar. Reynslan af tilraunaverkefnum í þeim efnum, einsog Miðgarður í Grafarvogi er dæmi um, hafa ótvírætt sannað gildi sitt. Hvergi er viðbragðstími styttri. Hvergi finnst íbúum þeir öruggari.Síðast en ekki síst getur endurskipulagning þjónustu í hverfum eflt samstarf við fjölskyldur og frjáls félagasamtök. Þetta er gríðarlega mikilvægt því sá félagsauður sem í samtökum íbúa felst hefur sýnt sig að hafa meiri áhrif á árangur velferðarþjónustu en flest annað. Skipulag þjónustunnar verður því að styðja við hverfin. Í því er framtíðin falin. Nýja Reykjavík á að tryggja greiðan aðgang að upplýsingum og íbúalýðræði, netlausnum og nærþjónstu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Opinber þjónusta - Dagur B. Eggertsson skrifar um þjónustu borgarinnar Borgarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum fyrir sumarfrí gagngerar endurbætur á þjónustu Reykjavíkurborgar. Undirbúningur málsins hefur staðið í hálft annað ár og byggist stefnumörkunin á niðurstöðum alþjóðlegra kannana, innlendum og erlendum rannsóknum auk ítarlegrar umræðu og samráðs starfsfólks, nefnda og ráða Reykjavíkurborgar.Endurskipulagning þjónustunnar tengist einu stærsta verkefni sem öll stjórnvöld standa frammi fyrir: að bæta þjónustu við íbúa og atvinnulíf án þess að auka kostnað. Sinna vaxandi kröfum um málshraða, stuðning og þjónustu án þess að hækka skatta. Lykillinn að því er að nýta kosti nýrrar tækni við upplýsingamiðlun og málsmeðferð, læra af umbótaverkefnum í opinberri þjónustu, hvar sem fyrirmyndarverkefni er að finna, og síðast en ekki síst að forðast kreddur og hjólför gamla tímans.Umbæturnar í borginni sem sýnilegar verða íbúum á næsta ári byggja á þremur stoðum: stofnun þjónustumiðstöðva í hverfum, símavers með öflugri upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu og rafvæðingu umsóknarferla á vefnum. Í þjónustukönnun sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg síðast liðið haust kemur fram að níu af hverjum tíu Reykvíkingum styðja hvert þessara þriggja stefnumiða.Með stofnun fimm þjónustumiðstöðva á að opna Reykvíkingum aðgang að þjónustu borgarinnar eins nærri þeirra heimavelli og kostur er. Ekki á lengur að þurfa að rekast á milli staða og stofnana heldur á að vera hægt að nálgast allt á einum stað. Og helst í einni heimsókn. Á þjónustumiðstöð ættu íbúar þannig að geta leitað með öll erindi, fengið upplýsingar og leiðbeiningar auk þess að sækja þjónustu og ráðgjöf sem lítur að daglegu lífi.Með þessari endurskipulagningu vilja borgaryfirvöld einnig verða betri samstarfsaðili lögreglu og ýmissa þjónustustofnana ríkisins sem ættu raunar einnig að geta veitt þjónustu sína í gegnum hverfamiðstöðvar borgarinnar. Reynslan af tilraunaverkefnum í þeim efnum, einsog Miðgarður í Grafarvogi er dæmi um, hafa ótvírætt sannað gildi sitt. Hvergi er viðbragðstími styttri. Hvergi finnst íbúum þeir öruggari.Síðast en ekki síst getur endurskipulagning þjónustu í hverfum eflt samstarf við fjölskyldur og frjáls félagasamtök. Þetta er gríðarlega mikilvægt því sá félagsauður sem í samtökum íbúa felst hefur sýnt sig að hafa meiri áhrif á árangur velferðarþjónustu en flest annað. Skipulag þjónustunnar verður því að styðja við hverfin. Í því er framtíðin falin. Nýja Reykjavík á að tryggja greiðan aðgang að upplýsingum og íbúalýðræði, netlausnum og nærþjónstu.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun