Kosningar í dag 26. júní 2004 00:01 Íslendingar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér forseta. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan níu í morgun og loka víðast hvar klukkan tíu í kvöld. 213.553 eru á kjörskrá, og er það hátt í 19 þúsund fleiri en voru á kjörskrá í síðustu forsetakosningum fyrir átta árum. Ólafur Ragnar Grímsson gefur kost á sér til endurkjörs en auk hans eru þeir Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon í kjöri. Samhliða forsetakosningunum fara fram tvennar sameiningarkosningar, annars vegar verður kosið um sameiningu Hríseyjarhrepps og Akureyrarkaupsstaðar og hins vegar um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Héraði; Austur-Héraðs, Fellahrepps, Fljótsdalshrepps og Norður Héraðs. Þórunn Guðmundsdóttir er formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður segir það nýtt að auð atkvæði verði talin vegna áhga á þeim frá fjölmiðlum. Þetta verður gert að minnsta kosi í fjórum kjördæmum. Klukkan ellefu voru 4,12 prósent atkvæðisbærra manna búnir að greiða atkvæði í Reykjavík norður, og í Reykjavíkurkjördæmi suður 4,5 prósent tæplega en í síðustu forsetakosningum árið 1996 voru á sama tíma 7,5 prósent kjósenda búnir að nýta rétt sinn í Reykjavík. Í suðvesturkjördæmi voru klukkan ellefu 4,4 prósent þátttaka og segir Bjarni Ásgeirsson formaður yfirkjörstjórnar að það sé um það bil helmingi færri en á sama tíma fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. Á Akureyri höfðu hins vegar fleiri kosið nú klukkan ellefu fleiri kosið heldur en fyrir síðustu Alþingiskosningar. Klukkan ellefu höfðu 8,9 prósent atkvæðisbærra manna á Akureyri kosið en á sama tíma í fyrra 6,3 prósent. Vera má að sameiningarkosningarnar hafi eitthvað með kjörsóknina þar að gera. Heildartölur um kjörsókn yfir Norðausturkjördæmi lágu ekki fyrir nú fyrir hádegi. Ekki er að vænta upplýsinga um kjörsókn í Suðurkjördæmi fyrr en uppúr klukkan hálf eitt. Í Norðvesturkjördæmi eru menn að taka saman tölur um kjörsókn - rétt fyrir klukkan tólf voru til að mynda 7,5 prósent búin að greiða atkvæði, ... Ekki er ljóst hvenær lokatölur liggja fyrir en greint verður frá fyrstu tölum uppúr klukkan tíu. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira
Íslendingar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér forseta. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan níu í morgun og loka víðast hvar klukkan tíu í kvöld. 213.553 eru á kjörskrá, og er það hátt í 19 þúsund fleiri en voru á kjörskrá í síðustu forsetakosningum fyrir átta árum. Ólafur Ragnar Grímsson gefur kost á sér til endurkjörs en auk hans eru þeir Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon í kjöri. Samhliða forsetakosningunum fara fram tvennar sameiningarkosningar, annars vegar verður kosið um sameiningu Hríseyjarhrepps og Akureyrarkaupsstaðar og hins vegar um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Héraði; Austur-Héraðs, Fellahrepps, Fljótsdalshrepps og Norður Héraðs. Þórunn Guðmundsdóttir er formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður segir það nýtt að auð atkvæði verði talin vegna áhga á þeim frá fjölmiðlum. Þetta verður gert að minnsta kosi í fjórum kjördæmum. Klukkan ellefu voru 4,12 prósent atkvæðisbærra manna búnir að greiða atkvæði í Reykjavík norður, og í Reykjavíkurkjördæmi suður 4,5 prósent tæplega en í síðustu forsetakosningum árið 1996 voru á sama tíma 7,5 prósent kjósenda búnir að nýta rétt sinn í Reykjavík. Í suðvesturkjördæmi voru klukkan ellefu 4,4 prósent þátttaka og segir Bjarni Ásgeirsson formaður yfirkjörstjórnar að það sé um það bil helmingi færri en á sama tíma fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. Á Akureyri höfðu hins vegar fleiri kosið nú klukkan ellefu fleiri kosið heldur en fyrir síðustu Alþingiskosningar. Klukkan ellefu höfðu 8,9 prósent atkvæðisbærra manna á Akureyri kosið en á sama tíma í fyrra 6,3 prósent. Vera má að sameiningarkosningarnar hafi eitthvað með kjörsóknina þar að gera. Heildartölur um kjörsókn yfir Norðausturkjördæmi lágu ekki fyrir nú fyrir hádegi. Ekki er að vænta upplýsinga um kjörsókn í Suðurkjördæmi fyrr en uppúr klukkan hálf eitt. Í Norðvesturkjördæmi eru menn að taka saman tölur um kjörsókn - rétt fyrir klukkan tólf voru til að mynda 7,5 prósent búin að greiða atkvæði, ... Ekki er ljóst hvenær lokatölur liggja fyrir en greint verður frá fyrstu tölum uppúr klukkan tíu.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira