Hrærður yfir stuðningnum 27. júní 2004 00:01 "Ég er djúpt snortinn og þakklátur fyrir þennan mikla stuðning sem þessi úrslit fela í sér," segir Ólafur Ragnar Grímsson um endurkjör sitt til embættis forseta. Ólafur segir að ef miðað sé við þá sem tóku afstöðu séu úrslitin það afgerandi "að fáir þjóðhöfðingjar í lýðræðisríkjum geta látið sig dreyma um slíkan stuðning," Hann telur að jafnvel þótt auðu seðlarnir séu teknir með í reikninginn sé stuðningurinn meiri en hann átti von á. "Ákveðin öfl úr ákveðnu pólitísku litrófi hafa beitt sér mjög gegn mér og hvatt fólk til að skila auðu. Morgunblaðið hefur farið þar fremst í flokki eins og forsíða blaðsins í dag ber með sér og það hefur verið með látlausan áróður gegn mér bæði í leiðurum og greinum. Hlutfall auðra seðla í þessum kosningum er lítil uppskera miðað við það sem á undan hefur gengið og miðað við stærstu stjórnmálaflokka landsins." Ólafur Ragnar telur þó ekki að kosningarnar hafi verið pólitískar nema að litlu leyti og segist enn líta á sig og forsetaembættið sem sameiningartákn. "Það að vera sameiningartákn hefur aldrei falið í sér að allir væru alltaf sáttir við forsetann og störf hans. Það er ósköð eðlilegt því forsetinn á ekki að vera helgimynd." Kosningaþátttaka var mjög dræm en Ólafur segir að það hafi mátt búast við því ef miðað sé við kosningarnar 1988 og þróun kjörsóknar bæði hér á landi og erlendis. "Ég held að kannanir sem áttu að benda til annars hafi verið mistúlkaðar." Ólafur segir að ef einhverja ályktun sé hægt að draga af þessum kosningum sé það að ákvörðun hans að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin hafi ekki valdið því írafári sem haldið hafi verið fram. "Ég vissi þegar ég ákvað að beita málskotsréttinum að það yrði umdeild ákvörðun og ýmsir áhrifaríkir aðilar myndu beita sér gegn þeirri ákvörðun. Þessi úrslit sýna að þjóðin fór ekki á hvolf út af ákvörðun minnni og er í ágætu andlegu jafnvægi og ber traust til forsetaembættisins." Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira
"Ég er djúpt snortinn og þakklátur fyrir þennan mikla stuðning sem þessi úrslit fela í sér," segir Ólafur Ragnar Grímsson um endurkjör sitt til embættis forseta. Ólafur segir að ef miðað sé við þá sem tóku afstöðu séu úrslitin það afgerandi "að fáir þjóðhöfðingjar í lýðræðisríkjum geta látið sig dreyma um slíkan stuðning," Hann telur að jafnvel þótt auðu seðlarnir séu teknir með í reikninginn sé stuðningurinn meiri en hann átti von á. "Ákveðin öfl úr ákveðnu pólitísku litrófi hafa beitt sér mjög gegn mér og hvatt fólk til að skila auðu. Morgunblaðið hefur farið þar fremst í flokki eins og forsíða blaðsins í dag ber með sér og það hefur verið með látlausan áróður gegn mér bæði í leiðurum og greinum. Hlutfall auðra seðla í þessum kosningum er lítil uppskera miðað við það sem á undan hefur gengið og miðað við stærstu stjórnmálaflokka landsins." Ólafur Ragnar telur þó ekki að kosningarnar hafi verið pólitískar nema að litlu leyti og segist enn líta á sig og forsetaembættið sem sameiningartákn. "Það að vera sameiningartákn hefur aldrei falið í sér að allir væru alltaf sáttir við forsetann og störf hans. Það er ósköð eðlilegt því forsetinn á ekki að vera helgimynd." Kosningaþátttaka var mjög dræm en Ólafur segir að það hafi mátt búast við því ef miðað sé við kosningarnar 1988 og þróun kjörsóknar bæði hér á landi og erlendis. "Ég held að kannanir sem áttu að benda til annars hafi verið mistúlkaðar." Ólafur segir að ef einhverja ályktun sé hægt að draga af þessum kosningum sé það að ákvörðun hans að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin hafi ekki valdið því írafári sem haldið hafi verið fram. "Ég vissi þegar ég ákvað að beita málskotsréttinum að það yrði umdeild ákvörðun og ýmsir áhrifaríkir aðilar myndu beita sér gegn þeirri ákvörðun. Þessi úrslit sýna að þjóðin fór ekki á hvolf út af ákvörðun minnni og er í ágætu andlegu jafnvægi og ber traust til forsetaembættisins."
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira