Fimmti hver skilaði auðu 27. júní 2004 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti Íslands í kosningunum í gær með 85,6 prósentum gildra atkvæða. Ástþór Magnússon hlaut innan við 2 prósent og Baldur Ágústsson 12 og hálft prósent. Fimmti hver kjósandi skilaði auðu, sem á sér engin fordæmi hér á landi. Ólafur Ragnar Grímsson lýsti því yfir að hlutfall auðra seðla væri lítil uppskera miðað við baráttuna gegn sér að undanförnu. Í þeirri baráttu telur hann Morgunblaðið hafa verið í fylkingarbrjósti. Hann þakkaði traustið sem honum væri sýnt með endurkjörinu. Hann sagði að það væri fátítt í lýðræðisríki að forseti hlyti svo afgerandi stuðning í kosningum. Ólafur Ragnar fékk sem fyrr segir ríflega 85 prósent gildra atkvæða, en séu auðir og ógildir seðlar teknir með í reikninginn fékk hann 67,5 prósent. Baldur Ágústsson lagði áherslu á að hann nyti margfalds fylgis á við Ástþór Magnússon, sem hefði verið miklu lengur í eldinum en hann, og væri með sínu tólf og hálfa prósenti með fleiri atkvæði en sérfræðingarnir hefðu spáð honum fyrirfram. Ástþór Magnússon var ósáttur með sinn hlut, tæp 2 prósent, og skildi ekkert í þeim fjölda fólks sem kaus Ólaf Ragnar. Ástþór sagðist þó hafa fleiri stuðningsmenn en sjálfur kristur á sínum tíma. Hann sagði að þó þjóðin kysi að krossfesta hann í þessum kosningum hans bindi það ekki enda á málstað hans. Hann muni halda áfram ótrauður. Þá spáði hann því að fyrir lok ársins 2006 væri búið að sprengja kjarnorkusprengju. Kjörsókn á landinu nam aðeins 63 prósentum tæpum og hefur aldreið verið minni hér á landi. Til dæmis var hún tæp 73 prósent í forsetakosningunum 1988, þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn forseta Íslands, sem þá var Vigdís Finnbogadóttir. Kjörsóknin var minnst í Reykjavíkurkjördæmi norður en mest í Norðausturkjördæmi og munar fjórum prósentustigum. Greinilegur munur er á suðvesturhorninu og öðrum hlutum landsins þegar kemur að auðum seðlum. Mun fleiri skiluðu auðu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Kraganum en í hinum þremur kjördæmunum. Ólafur Ragnar Grímsson nýtur sömuleiðis meiri stuðnings utan höfuðborgarsvæðisins og nágrennis en innan þess. Fyrstu tölur voru gerðar opinberar strax þegar kjörstöðum var lokað í gærkvöld, klukkan tíu, og þær síðustu rétt eftir klukkan hálf sjö í morgun. Þurfti að flytja kjörkassa með bíl alla leið frá Höfn í Hornafirði á Selfoss og þangað flaug einnig þyrla Landhelgisgæslunnar í mjög slæmu veðri með kjörkassa úr Vestmannaeyjum. Þá er um langan veg að fara með gögnin í Norðvesturkjördæmi. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti Íslands í kosningunum í gær með 85,6 prósentum gildra atkvæða. Ástþór Magnússon hlaut innan við 2 prósent og Baldur Ágústsson 12 og hálft prósent. Fimmti hver kjósandi skilaði auðu, sem á sér engin fordæmi hér á landi. Ólafur Ragnar Grímsson lýsti því yfir að hlutfall auðra seðla væri lítil uppskera miðað við baráttuna gegn sér að undanförnu. Í þeirri baráttu telur hann Morgunblaðið hafa verið í fylkingarbrjósti. Hann þakkaði traustið sem honum væri sýnt með endurkjörinu. Hann sagði að það væri fátítt í lýðræðisríki að forseti hlyti svo afgerandi stuðning í kosningum. Ólafur Ragnar fékk sem fyrr segir ríflega 85 prósent gildra atkvæða, en séu auðir og ógildir seðlar teknir með í reikninginn fékk hann 67,5 prósent. Baldur Ágústsson lagði áherslu á að hann nyti margfalds fylgis á við Ástþór Magnússon, sem hefði verið miklu lengur í eldinum en hann, og væri með sínu tólf og hálfa prósenti með fleiri atkvæði en sérfræðingarnir hefðu spáð honum fyrirfram. Ástþór Magnússon var ósáttur með sinn hlut, tæp 2 prósent, og skildi ekkert í þeim fjölda fólks sem kaus Ólaf Ragnar. Ástþór sagðist þó hafa fleiri stuðningsmenn en sjálfur kristur á sínum tíma. Hann sagði að þó þjóðin kysi að krossfesta hann í þessum kosningum hans bindi það ekki enda á málstað hans. Hann muni halda áfram ótrauður. Þá spáði hann því að fyrir lok ársins 2006 væri búið að sprengja kjarnorkusprengju. Kjörsókn á landinu nam aðeins 63 prósentum tæpum og hefur aldreið verið minni hér á landi. Til dæmis var hún tæp 73 prósent í forsetakosningunum 1988, þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn forseta Íslands, sem þá var Vigdís Finnbogadóttir. Kjörsóknin var minnst í Reykjavíkurkjördæmi norður en mest í Norðausturkjördæmi og munar fjórum prósentustigum. Greinilegur munur er á suðvesturhorninu og öðrum hlutum landsins þegar kemur að auðum seðlum. Mun fleiri skiluðu auðu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Kraganum en í hinum þremur kjördæmunum. Ólafur Ragnar Grímsson nýtur sömuleiðis meiri stuðnings utan höfuðborgarsvæðisins og nágrennis en innan þess. Fyrstu tölur voru gerðar opinberar strax þegar kjörstöðum var lokað í gærkvöld, klukkan tíu, og þær síðustu rétt eftir klukkan hálf sjö í morgun. Þurfti að flytja kjörkassa með bíl alla leið frá Höfn í Hornafirði á Selfoss og þangað flaug einnig þyrla Landhelgisgæslunnar í mjög slæmu veðri með kjörkassa úr Vestmannaeyjum. Þá er um langan veg að fara með gögnin í Norðvesturkjördæmi.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira