Innlent

Úrslitin hljóti að vera áfall

Davíð Oddsson forsætisráðherra segir úrslit forsetakosningarnar hljóta að vera Ólafi Ragnari áfall. Forsætisráðherra er í Tyrklandi á fundi leiðtoga Atlantshafsbandalagsins en tal náðist af honum stuttu fyrir fréttir. Hann óskar Ólafi Ragnari Grímssyni þó til hamingju með að hafa verið endurkjörinn forseti Íslands næstu fjögur árin. Davíð segir í samtalinu að úrslitin hljóti að vera Ólafi nokkurt umhugsunarefni. Í sambærilegum kosningum þegar Vigdís Finnbogadóttir fékk mótframboð eftir átta ára setu, hafi kosningaþátttaka verið rúm 70% og hún hafi hlotið rúm 90% atkvæða. Ólafur hafi einungis fengið rúm 40% atkvæði atkvæðabærra manna. Þá hljóti það líka að vera viss skilaboð frá kjósendum að um 20% þeirra skila auðu. Augljóst sé að fólk vilji að forsetinn sé sameiningartákn þjóðarinnar en eigi ekki að vera með pólitísk afskipti. Hægt er að hlusta á viðtalið við Davíð með því að ýta á hlekkinn sem fylgir fréttinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×