Yfirlit yfir úrslit kosninga 27. júní 2004 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti Íslands í gær með tæplega 85 prósent gildra atkvæða. Fimmtungur kjósenda skilaði hins vegar auðu og kjörsókn hefur aldrei verið minni í sextíu ára sögu lýðveldisins. Hin opinberu úrslit kosninganna eru á þessa leið; Ólafur Ragnar Grímsson hlaut 85,6 prósent atkvæða - eða atkvæði 90.662 Íslendinga. Baldur Ágústsson fékk 13.250 atkvæði eða 12,5% fylgi. Ástþór Magnússon fékk einu atkvæði meira en 2000 og rétt tæplega 1,9 prósent fylgi. Þetta árið voru auðir seðlar taldir sérstaklega frá upphafi talningar. Það er nýmæli því áður hafa auð og ógild atkvæði verið sett í sama flokk þar til eftir að niðurstöður kosninga liggja fyrir. Auðir seðlar teljast ekki gild atkvæði. Sé tekið tillit til þeirra sem skiluðu atkvæðaseðli sínum í kassann án þess að merkja við neinn frambjóðandanna er niðurstaða kosninganna á þessa leið; Ástþór Magnússon fær tæplega 1,5 prósent atkvæða og Baldur Ágústsson tæplega 9,9 prósent. Rúmlega 20,5 prósent kjósenda skiluðu auðu eða fimmti hver kjósandi. Ólafur Ragnar Grímsson fær tæplega 67,5 prósent atkvæða í þessarri mynd, það er að segja ef auð atkvæði eru talin sem gild. Samtals fékk Ólafur Ragnar 90.600 hundruð atkvæði en hinir frambjóðendurnir tveir og auðir seðlar voru 43.700. Kjörsókn var dræm, reyndar hefur hún aldrei verið minni. Tæplega 63 prósent atkvæðisbærra manna fóru á kjörstað og nýttu sér rétt sinn. Árið 1988 þegar sitjandi forseti, Vigdís Finnbogadóttir fékk mótframboð frá Sigrúnu Þorsteinsdóttur, var kjörsókn tæplega 73 prósent. Minnst kjörsókn var í Reykjavíkurkjördæmi Norður 61,5 prósent tæplega en mest kjörsókn var í Norðausturkjördæmi þar sem rúm 65 prósent kosningabærra manna skiluðu inn atkvæði. Greinilegur munur er á afstöðu kjósenda til þess að skila auðu eftir því hvort þeir búa í þéttbýliskjarnanum á suðvesturhorninu eða úti á landsbyggðinni. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og í suðvesturkjördæmi eru fleiri en 22 prósent kjósenda sem skila auðu, reyndar næstum fjórðungur í Reykjavík suður en mun færri í Reykjavík norður. Mun færri skiluðu seðlum sínum án þess að merkja við neinn í Norðurvestur og Norðausturkjördæmum eða um og yfir fjórtán prósent. Í suðurkjördæmi tæplega 16,5 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson hefur mest fylgi í norðurkjördæmunum tveimur þar sem fylgi hans er í kringum 75 prósent. Tveir þriðju þeirra sem á annað borð nýttu atkvæðisrétt sinn í Norðvestur og norðausturkjördæmum greiddu honum atkvæði sitt. Næstmest fylgi hefur Ólafur Ragnar í Suðurkjördæmi en minnst í Reykjavíkurkjördæmi suður þar sem flestir skiluðu auðu. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti Íslands í gær með tæplega 85 prósent gildra atkvæða. Fimmtungur kjósenda skilaði hins vegar auðu og kjörsókn hefur aldrei verið minni í sextíu ára sögu lýðveldisins. Hin opinberu úrslit kosninganna eru á þessa leið; Ólafur Ragnar Grímsson hlaut 85,6 prósent atkvæða - eða atkvæði 90.662 Íslendinga. Baldur Ágústsson fékk 13.250 atkvæði eða 12,5% fylgi. Ástþór Magnússon fékk einu atkvæði meira en 2000 og rétt tæplega 1,9 prósent fylgi. Þetta árið voru auðir seðlar taldir sérstaklega frá upphafi talningar. Það er nýmæli því áður hafa auð og ógild atkvæði verið sett í sama flokk þar til eftir að niðurstöður kosninga liggja fyrir. Auðir seðlar teljast ekki gild atkvæði. Sé tekið tillit til þeirra sem skiluðu atkvæðaseðli sínum í kassann án þess að merkja við neinn frambjóðandanna er niðurstaða kosninganna á þessa leið; Ástþór Magnússon fær tæplega 1,5 prósent atkvæða og Baldur Ágústsson tæplega 9,9 prósent. Rúmlega 20,5 prósent kjósenda skiluðu auðu eða fimmti hver kjósandi. Ólafur Ragnar Grímsson fær tæplega 67,5 prósent atkvæða í þessarri mynd, það er að segja ef auð atkvæði eru talin sem gild. Samtals fékk Ólafur Ragnar 90.600 hundruð atkvæði en hinir frambjóðendurnir tveir og auðir seðlar voru 43.700. Kjörsókn var dræm, reyndar hefur hún aldrei verið minni. Tæplega 63 prósent atkvæðisbærra manna fóru á kjörstað og nýttu sér rétt sinn. Árið 1988 þegar sitjandi forseti, Vigdís Finnbogadóttir fékk mótframboð frá Sigrúnu Þorsteinsdóttur, var kjörsókn tæplega 73 prósent. Minnst kjörsókn var í Reykjavíkurkjördæmi Norður 61,5 prósent tæplega en mest kjörsókn var í Norðausturkjördæmi þar sem rúm 65 prósent kosningabærra manna skiluðu inn atkvæði. Greinilegur munur er á afstöðu kjósenda til þess að skila auðu eftir því hvort þeir búa í þéttbýliskjarnanum á suðvesturhorninu eða úti á landsbyggðinni. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og í suðvesturkjördæmi eru fleiri en 22 prósent kjósenda sem skila auðu, reyndar næstum fjórðungur í Reykjavík suður en mun færri í Reykjavík norður. Mun færri skiluðu seðlum sínum án þess að merkja við neinn í Norðurvestur og Norðausturkjördæmum eða um og yfir fjórtán prósent. Í suðurkjördæmi tæplega 16,5 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson hefur mest fylgi í norðurkjördæmunum tveimur þar sem fylgi hans er í kringum 75 prósent. Tveir þriðju þeirra sem á annað borð nýttu atkvæðisrétt sinn í Norðvestur og norðausturkjördæmum greiddu honum atkvæði sitt. Næstmest fylgi hefur Ólafur Ragnar í Suðurkjördæmi en minnst í Reykjavíkurkjördæmi suður þar sem flestir skiluðu auðu.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira