Yfirlit yfir úrslit kosninga 27. júní 2004 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti Íslands í gær með tæplega 85 prósent gildra atkvæða. Fimmtungur kjósenda skilaði hins vegar auðu og kjörsókn hefur aldrei verið minni í sextíu ára sögu lýðveldisins. Hin opinberu úrslit kosninganna eru á þessa leið; Ólafur Ragnar Grímsson hlaut 85,6 prósent atkvæða - eða atkvæði 90.662 Íslendinga. Baldur Ágústsson fékk 13.250 atkvæði eða 12,5% fylgi. Ástþór Magnússon fékk einu atkvæði meira en 2000 og rétt tæplega 1,9 prósent fylgi. Þetta árið voru auðir seðlar taldir sérstaklega frá upphafi talningar. Það er nýmæli því áður hafa auð og ógild atkvæði verið sett í sama flokk þar til eftir að niðurstöður kosninga liggja fyrir. Auðir seðlar teljast ekki gild atkvæði. Sé tekið tillit til þeirra sem skiluðu atkvæðaseðli sínum í kassann án þess að merkja við neinn frambjóðandanna er niðurstaða kosninganna á þessa leið; Ástþór Magnússon fær tæplega 1,5 prósent atkvæða og Baldur Ágústsson tæplega 9,9 prósent. Rúmlega 20,5 prósent kjósenda skiluðu auðu eða fimmti hver kjósandi. Ólafur Ragnar Grímsson fær tæplega 67,5 prósent atkvæða í þessarri mynd, það er að segja ef auð atkvæði eru talin sem gild. Samtals fékk Ólafur Ragnar 90.600 hundruð atkvæði en hinir frambjóðendurnir tveir og auðir seðlar voru 43.700. Kjörsókn var dræm, reyndar hefur hún aldrei verið minni. Tæplega 63 prósent atkvæðisbærra manna fóru á kjörstað og nýttu sér rétt sinn. Árið 1988 þegar sitjandi forseti, Vigdís Finnbogadóttir fékk mótframboð frá Sigrúnu Þorsteinsdóttur, var kjörsókn tæplega 73 prósent. Minnst kjörsókn var í Reykjavíkurkjördæmi Norður 61,5 prósent tæplega en mest kjörsókn var í Norðausturkjördæmi þar sem rúm 65 prósent kosningabærra manna skiluðu inn atkvæði. Greinilegur munur er á afstöðu kjósenda til þess að skila auðu eftir því hvort þeir búa í þéttbýliskjarnanum á suðvesturhorninu eða úti á landsbyggðinni. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og í suðvesturkjördæmi eru fleiri en 22 prósent kjósenda sem skila auðu, reyndar næstum fjórðungur í Reykjavík suður en mun færri í Reykjavík norður. Mun færri skiluðu seðlum sínum án þess að merkja við neinn í Norðurvestur og Norðausturkjördæmum eða um og yfir fjórtán prósent. Í suðurkjördæmi tæplega 16,5 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson hefur mest fylgi í norðurkjördæmunum tveimur þar sem fylgi hans er í kringum 75 prósent. Tveir þriðju þeirra sem á annað borð nýttu atkvæðisrétt sinn í Norðvestur og norðausturkjördæmum greiddu honum atkvæði sitt. Næstmest fylgi hefur Ólafur Ragnar í Suðurkjördæmi en minnst í Reykjavíkurkjördæmi suður þar sem flestir skiluðu auðu. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti Íslands í gær með tæplega 85 prósent gildra atkvæða. Fimmtungur kjósenda skilaði hins vegar auðu og kjörsókn hefur aldrei verið minni í sextíu ára sögu lýðveldisins. Hin opinberu úrslit kosninganna eru á þessa leið; Ólafur Ragnar Grímsson hlaut 85,6 prósent atkvæða - eða atkvæði 90.662 Íslendinga. Baldur Ágústsson fékk 13.250 atkvæði eða 12,5% fylgi. Ástþór Magnússon fékk einu atkvæði meira en 2000 og rétt tæplega 1,9 prósent fylgi. Þetta árið voru auðir seðlar taldir sérstaklega frá upphafi talningar. Það er nýmæli því áður hafa auð og ógild atkvæði verið sett í sama flokk þar til eftir að niðurstöður kosninga liggja fyrir. Auðir seðlar teljast ekki gild atkvæði. Sé tekið tillit til þeirra sem skiluðu atkvæðaseðli sínum í kassann án þess að merkja við neinn frambjóðandanna er niðurstaða kosninganna á þessa leið; Ástþór Magnússon fær tæplega 1,5 prósent atkvæða og Baldur Ágústsson tæplega 9,9 prósent. Rúmlega 20,5 prósent kjósenda skiluðu auðu eða fimmti hver kjósandi. Ólafur Ragnar Grímsson fær tæplega 67,5 prósent atkvæða í þessarri mynd, það er að segja ef auð atkvæði eru talin sem gild. Samtals fékk Ólafur Ragnar 90.600 hundruð atkvæði en hinir frambjóðendurnir tveir og auðir seðlar voru 43.700. Kjörsókn var dræm, reyndar hefur hún aldrei verið minni. Tæplega 63 prósent atkvæðisbærra manna fóru á kjörstað og nýttu sér rétt sinn. Árið 1988 þegar sitjandi forseti, Vigdís Finnbogadóttir fékk mótframboð frá Sigrúnu Þorsteinsdóttur, var kjörsókn tæplega 73 prósent. Minnst kjörsókn var í Reykjavíkurkjördæmi Norður 61,5 prósent tæplega en mest kjörsókn var í Norðausturkjördæmi þar sem rúm 65 prósent kosningabærra manna skiluðu inn atkvæði. Greinilegur munur er á afstöðu kjósenda til þess að skila auðu eftir því hvort þeir búa í þéttbýliskjarnanum á suðvesturhorninu eða úti á landsbyggðinni. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og í suðvesturkjördæmi eru fleiri en 22 prósent kjósenda sem skila auðu, reyndar næstum fjórðungur í Reykjavík suður en mun færri í Reykjavík norður. Mun færri skiluðu seðlum sínum án þess að merkja við neinn í Norðurvestur og Norðausturkjördæmum eða um og yfir fjórtán prósent. Í suðurkjördæmi tæplega 16,5 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson hefur mest fylgi í norðurkjördæmunum tveimur þar sem fylgi hans er í kringum 75 prósent. Tveir þriðju þeirra sem á annað borð nýttu atkvæðisrétt sinn í Norðvestur og norðausturkjördæmum greiddu honum atkvæði sitt. Næstmest fylgi hefur Ólafur Ragnar í Suðurkjördæmi en minnst í Reykjavíkurkjördæmi suður þar sem flestir skiluðu auðu.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Sjá meira